Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 31

Freyr - 01.02.1998, Qupperneq 31
2. tafla. Dagsetning þegar úthagi verður algrænn á einstökum veðurathugunarstöðvum, meðaltal allra ára. Tölur í svigum sýna leiðrétt gildi þar sem tekið hefur verið tillit til ára sem vantar. Dagar frá Fjöldi Úthagi því tún voru Tegund Stöð ára algrænn algræn gróðurlendis Hólmur 21 17.6. 23 Lyng, víðir o.fl. Korpa 10 26.6. 32 Graslendi Akranes 14 12.6. 19 Graslendi Hvanneyri 8 18.6. (20.6.) 26 Graslendi Arnarstapi 15 10.6.(11.6.) 9 Mólendi og hraun Hamraendar 32 18.6. 28 Holt (mest gras) Reykhólar 23 23.6. (22.6.) 28 Þurrkuð mýri Lambavatn 33 18.6. 24 Mýrlendi Þórustaðir 33 15.6. 19 Graslendi Suðureyri 15 20.6. (23.6.) 13 Hlaðhamar 33 13.6. 16 Gras- og mýrlendi Barkarstaðir 26 24.6. 22 Gras- og hrísmói Hólar í Hjaltadal 27 17.6. 20 Graslendi Torfufell 21 25.6. (24.6.) 32 Hrísmóar Vaglir 19 11.6.(12.6.) 9 Sandur 32 24.6. 22 Mýrlendi Mýri 23 18.6. 14 Fjalldrapi, kvistur Reykjahlíð 33 13.6. 17 Trjágróður Húsavík 31 12.6.(11.6.) 12 Graslendi Garður 31 24.6. 19 Viður og lyng Möðrudalur 17 19.6.(17.6.) 11 Fjalldrapi Þorvaldsstaðir 32 13.7.(14.7.) 40 Gras- og mýrlendi Brú 24 19.6. 14 Grasmói Dratthalastaðir 29 12.6. (11.6.) 12 Gras- og lyngmói Skriðuklaustur 12 18.6. (21.6.) 26 Graslendi Seyðisfjörður 33 14.6. 10 Graslendi Teigarhom 32 27.6. (28.6.) 34 Gras- og mýrlendi Hólar í Hornafirði 20 14.6. 29 Mýrlendi Vík 28 5.6. (4.6.) 19 Graslendi Sámsstaðir 19 1.6. (4.6.) 18 Graslendi Önnupartur 12 10.6. (9.6.) 17 Graslendi Jaðar 26 22.6. (21.6.) 24 Gras að mestu írafoss 20 17.6(16.6.) 13 Kjarr o.fl. Reykir 12 15.6.(14.6.) 24 Graslendi Meðaltal 17.6. 20 Byrjun gróanda og veðurfar Samspil veðurfars og byrjunar gró- anda er flóknara á íslandi og í Skandinavíu en sunnar í álfunni. Þar koma til áhrif svella, snjóa og jarð- klaka. Það er þó ljóst að ekki sést grænn litur á túnum fyrr en snjó og svell hefur leyst af þeim. Einnig verður jörð að vera þíð niður í ákveðna dýpt til að grös fari að lifna. Jarðvegshiti hefur verið mældur á Hvanneyri, Reykhólum, Skriðu- klaustri, Sámsstöðum, Reykjum og Korpu um nokkurt árabil. Þetta gagnasafn er þó mjög götótt á þeim tíma sem jörð er að byrja að grænka. Nánast öll árin var hitinn í 10 sm dýpt kominn yfir 0°C þegar tún voru talin byrjuð að grænka. Hins vegar kom fyrir að frost væri í 20 sm dýpt þegar jörð var talin byrja að grænka. Sé þetta haft sem viðmiðun hefur jörð verið orðin klakalaus niður í 10- 20 sm dýpt dagana sem gróandinn var talinn hefjast á stöðvunum sem hér eru skoðaðar. Þó svo að lofthiti hafi e.t.v. verið nægur hefur ekki byrjað að grænka fyrr, væntanlega vegna jarðklaka eða snjóa. Útreikningar á áhrifum veður- þátta byggjast á veðurgögnum frá níu stöðvum eins og áður hefur komið fram og umfjöllunin hér á eftir um áhrif veðurþátta miðast ein- göngu við þær. Samkvæmt þeim gögnum þarf ekki nema 2-3 sólar- hringa hlýindi eftir kuldakafla til að grænn litur komi á tún sé jörðin á annað borð tilbúin. Það kom í ljós að meðalhiti þriggja síðustu daga fyrir byrjun gróanda var 5,1°C og meðal- hiti sjö síðustu daga 4,1°C (miðað er við hita í 2 m hæð). Þetta er eitthvað hærri hiti en þarf til að tún fari að lifna. Sum ár hlýnar snögglega og þá getur hitinn þessa daga farið langt yfir það sem þarf til að koma gróðr- inum af stað. Það má því segja sem svo að þegar jörð er orðin klakalaus niður í a.m.k. 10-20 sm dýpt geti farið að grænka þegar þriggja sólar- hringa meðaltöl ná 3-6°C. Hitinn þarf væntanlega að vera hærri ef jörðin er mjög köld. Meðalhiti sjö sólarhringa þarf að komast í 3-4° til að fari að grænka. Út frá veðurgögnum var reynt að skoða hvaða áhrif hiti hinna ýmsu mánaða (sept.-apríl) hefði á það hve- nær vorsins byrjaði að grænka. Próf- að var að nota mánuðina hvem fyrir sig og slá þeim saman á ýmsa vegu. Best reyndist að hafa september og október saman (í þessari grein eru þeir kallaðir haustmánuðir), nóvem- ber-febrúar saman (hér nefndir vetr- armánuðir) og mars og apríl saman (hér nefndir vormánuðir). Þetta er þó ekki hin hefðbundna skipting Veður- stofunnar í haust-, vetrar- og vor- mánuði. Útreikningar sýndu eins og við var að búast að vetrar- og sérstak- lega vorhitinn hefur mikil áhrif á það hvenær byrjar að grænka. Fyrir hverja gráðu sem vetrarhitinn (nóv,- febr.) lækkar seinkar vorkomunni Freyr 1/98 — 27

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.