Freyr

Årgang

Freyr - 01.02.1998, Side 37

Freyr - 01.02.1998, Side 37
Rekstur grænmetisbúa 1996 og þróun í afkomu þeirra árin 1992-1996 Samantekt sú sem hér fer á eftir um afkomu í rekstri grænmet- isbúa á við um bú sem einkum rækta tómata, gúrkur, papriku og gulrætur og skiptist hún í þrjá hluta: l. Almenna greiningu á afkomu grænmetisbúa á árinu 1996; 2. sérgreiningu á afkomu bænda í greininni á árinu 1996 eftir aldri; og 3. sérgreiningu á þróun í afkomu sömu grænmetisbúa á tímabilinu 1992-1996. Fjöldi framtala sem nýtt hafa ver- ið til árlegrar greiningar á rekstrar- afkomu grænmetisbúa hjá Hagþjón- ustu landbúnaðarins hefur farið vax- andi á undanfömum árum. A árinu 1992 var fjöldi þeirra t.d. 32 bú samanborið við 72 bú á árinu 1996. Akveðið var að velja þau bú til skoð- unar sem höfðu meira en 70% rekstrartekna af sölu aðalafurðar. Samkvæmt þessu vom notuð 60 framtöl fyrir árið 1996 við vinnslu 1. og 2. hluta. Þetta úrtak er mjög hátt miðað við heildarfjölda starfandi grænmetisbúa á landinu og samsvarar því að vera um 68%. Fjöldi búa við vinnslu 3. hluta sem not- aður var við sérgreiningu á þróun í af- komu sömu búa á fimm ára tímabilinu 1992 til 1996 var 12 og vom sömu kröfur gerðar um 70% tekna af sölu aðalafurðar. Hér er tekið mið af meðaltali 60 grænmetis- búa, en telja má að með- altal þeirra geti verið lýs- andi fyrir stöðu greinar- innar í heild. Þó verður að geta þess að afkoma bú- anna er mismunandi og frávik frá meðaltali á ein- stökum rekstrarþáttum í mörgum tilfellum mikið. Til að sýna betur hvað átt er við eru nokkrar stærðir settar upp á myndrænan hátt. A mynd 1 kemur fram hvemig afkoman er mis- munandi milli búa innan 60 búa úrtaksins. Eins og sjá má á myndinni skiptist fjöldi búa nokkum veginn jafnt milli þess að hafa hagnað eða tap. Það kemur í ljós að afkoman er allt frá því að vera verulega slæm hjá um 15% búanna og til þess að vera mjög góð hjá svipuðum fjölda búa. A mynd 2 eru skuldir búanna sýndar sem hlutfall af rekstrartekj- um. Mörk eru dregin á lárétta ásnum þar sem skuldir eru jafnar ársveltu. Mynd 1 Hagnaður/ tap. Skorið er á mestu frávik til beggja handa. Mynd 2 Skuldastaða Skorið er á mestu frávik til beggja handa. Mynd 3 Eiginfjárstaða. Skorið er á mestu frávik til beggja handa. Freyr 1/98 - 33

x

Freyr

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.