Freyr

Árgangur

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 36

Freyr - 01.02.1998, Blaðsíða 36
gnæfandi meirihluta (87% að meðal- tali). Þar sem tafla sú, sem sýnir fyrr- nefnda greiningu Hagþjónustunnar er stærri en svo að hún verði birt hér í heild sinni eru höfuðþættir hennar teknir saman í töflu la, þ.e. fyrir hverja mjólkurkú og síðan útfært í töflu 1 b fyrir hvem framleiddan lítra mjólkur. Það sem hér er vitnað til sem fastur kostnaður em eftirtaldir liðir: Hálffastur kostnaður (laun v/að- keyptrar vinnu, viðhald, rekstur bif- reiða o.fl.), afskriftir (útihús, rækt- un, vélar o.fl. ásamt niðurfærslu greiðslumarks), fjármagnsliðir (vext- ir og verðbreytingar) og aðrar tekjur, sem koma til frádráttar, þannig að eftir stendur hagnaður/(tap) fyrir laun eigenda, eða það sem kalla má íjöl- skyldutekjur. Það sem athygli vekur í þessu uppgjöri Hagþjónustunnar er að fasti kostnaðurinn (hér merktur A „breytilegur"), þvert ofan í skil- greiningar, fylgir nythæð á kú og það svo mjög að hann er jafnvel breytilegri en sjálfur breytilegi kostn- aðurinn (sjá töflu la og mynd 1). Fastur kostnadur er hinn sami á hverja kú Nú sér það hver maður af eigin hyggjuviti, þar sem bústærðin í hverjum flokki er mjög svipuð (24,3 kýr ± 3) að fastur kostnaður hlýtur í raun og samkvæmt skilgreiningu að vera hinn sami á kú, óháð því hvað hver og ein mjólkar. I töflu la ásamt myndum I og 2 eru dregin fram í dagsljósið áhrifin af nythæð á fjöl- skyldutekjur á hverja kú þegar fastur kostnaður annars vegar samkvæmt búreikningum, sem hér er nefndur A (breytilegur) er notaður og hins veg- ar þegar hann er settur fastur (B) og þá miðað við meðaltal allra búa eða kr. 91.835. A sama hátt koma fram áhrif nythæðar á fjölskyldutekjur á hvem mjólkurlítra miðað við sömu forsendur í töflu 1 b og myndum 3 og 4. Sést glögglega af þessu að arður af hveijum framleiddum lítra vex í raun u.þ.b. um kr. 6,90 fyrir hverja l. 000 lítra í aukinni meðalnyt (mynd 4) en stendur ekki í stað eins og mynd 3 gefur til kynna. Til frekari glöggvunar má hugsa sér Jón bónda sem á 25 kýr í fjósi, sem skila t.d. 83.000 lítrum í samlag (3.3301/kú). Nú skapast þær aðstæð- ur (býðst t.d. kvóti á viðráðanlegu verði) að hann ákveður að auka nyt- ina um 15.000 lítra og þá eingöngu með þeim hætti að auka nyt per kú - þ.e. í ~ 4.000 lítra. Að sönnu eykst tilkostnaður við fóðuröflun og þar með rekstur véla o.fl. ásamt þjónustu, þ.e. breytilegur kostnaður eykst. Fráleitt er hins veg- ar að viðhald, afskriftir o.fl. samfara föstum kostnaði breytist svo nokkm nemi við þessi umskipti. Ahrifin á fjölskyldutekjur - afgangsstærðina, þegar búið er að draga fastan kostn- að frá framlegð, eykst því nokkum veginn um sömu upphæð og fram- legðin, og hlutfallslega vaxa tekj- umar mun meira en bæði framlegð og hvað þá heldur heildarbúgreinar- tekjur, eins og gert er ráð fyrir á mynd 2, þar sem föstum kostnaði er haldið föstum á gmndvelli meðal- búsins. Jón hefur alla tíð verið drjúgur bóndi og fært m.a. búreikninga og haldið vel utan um sitt og barmað sér eitthvað að góðra bænda sið. Hann hefur hins vegar ekki þurft að nýta sér svigrúm í skattakerfmu svo að neinu nemur til þess að halda sér undir skattleysismörkunum. Þegar hins vegar nytin óx og tekjur með - þá var ekki um annað að ræða en að nýta sér til hins ýtrasta allt það svigrúm sem hugsast gat til þess að halda laununum, sem mest við þessi mörk. Eftir að hafa ráðfært sig við bókhaldsþjónustu og fræðst hjá þeim hjá Hagþjónustu landbún- aðarins hefur honum tekist - að sjálfsögðu innan leyftlegra marka - að auka fasta kostnaðinn svo mikið, m. a. með strangara aðhaldi í útgáfu launamiða á þá sem koma að búinu, kaupa sér nýja dráttarvél o.fl. vélar, endumýja mjaltakerfið og afskrifa allt í leyfilegan topp ásamt fleiru, sem ekki verður upp talið. Þannig greiðir hann nú sjálfum sér laun, sem í rauninni eru að hluta til fólgin í aukningu fasta kostnaðarins með þeim árangri að fjölskyldutekjur til skatts verða ótrúlega lítið hærri en áður. Búgreinatekjur og fram- legð gefa ekki rétta mynd af arðseminni Ut frá þessu ætti hverjum manni að vera ljóst að hvorki búgreinatekjur né framlegð á lítra gefa rétta mynd þegar verið er að bera saman raun- verulegan arð af þessari framleiðslu- einingu sem fullyrða má, samkvæmt framansögðu, að komi ekki fram í hefðbundinni búreikningafærslu vegna þess að hluti raunverulegs hagnaðar eigenda upp í laun koma af skattalegum ástæðum fram sem fast- ur kostnaður. Það er í hæsta máta hlálegt þegar leiðandi menn í leiðbeiningum eru ekki gagnrýnni á hefðbundna bú- reikningafærslu en svo að láta þessa skattalegu meðferð leiða sig og trú- lega aðra og gjaman þá sem síst skyldi, út á þá ömurlegu braut að hamla gegn afurðasemi sem gjaman er léleg fyrir með því að rýra gildi þess að hafa almennileg hey. Er nokkur furða þótt manni detti helst í hug draugasaga eða eitthvað álíka til að skýra slíkt fyrirbrigði. Að mörgu öðm má hyggja í sam- bandi við heygæði og afurðasemi mjólkurkúa, svo sem eins og setn- ingunni, sem höfð er eftir Kristni bónda Guðnasyni á Þverlæk í Holtum í Bændablaðinu 9. des. 1997, en hún hljóðar svo: „Góð hey kalla á meiri kjamfóðurgjöf eftir burð...“. Setningin er að vísu aðeins lengri, en þessi hluti hennar nægir til að minna á ákveðin grundvallarvísindi, sem menn verða að átta sig á, sem ætla sér að fóðra kýr, að ekki sé talað um þá sem ætla að segja öðmm hvemig eigi að gera það. Annað verður að bíða betri tíma. Egilsstöðum, 23. janúar 1998 Millifyrirsagnir eru Freys 32-Freyr 1/98

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.