Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 4

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 4
Uppgræðsla meO aöstoð Landgræðslunnar hefur verlð að bæta landlð Viðtal við Guðbrand Guðbrandsson á Staðarhrauni og Þorkel Guðbrandsson á Mel í Hraunhreppi. Þeir Guðbrandur á Staðar- hrauni og Þorkell á Mel hafa verið að bæta ábúðar- jarðir sínar með því að stöðva uppblástur og rækta upp ógróna mela á jörðunum síð- asta áratuginn, á vegum átaks Landgræðslu ríkisins “Bændur Guðbrandur á Staðarhrauni að draga fé sitt í Hitardalsrétt. (Ljósm. Arnheiður Guðlaugsdóttir). græða landið”. Fyrir nokkru fór blaðamaður Freys á fund þeirra, ásamt Magnúsi Osk- arssyni, fyrrv. kennara á Hvanneyri, til að fræðast um þessa uppgræðslu, búskap þeirra og sveitina. Fyrst heilsuðum við upp á Guðbrand og báðum hann um að segja á sér deili. Ég er fæddur í Tröð í Kolbeinsstaðahreppi. Foreldrar mínir voru Bjargey Guðmunds- dóttir og Guðbrandur Magnússon sem þar bjuggu. Ég er einn af 12 systkinum og við erum öll fædd þar en síðan kaupir faðir minn Alftá í Hraun- hreppi og flytur þang- að með hluta af böm- unum en sum urðu eftir í Tröð og þar búa tveir bræður mínir ennþá, þeir Steinar, sem býr í Tröð, og Rögnvaldur, sem byggði nýbýlið Hraunstún í landi Traðar. Ég var 10 ára þegar foreldrar mínir fluttu að Alftá en var einnig mikið í Tröð í uppvextinum. Kona mín er Jóna Jónsdóttir, úr Borgamesi, og við hófum búskap þar en svo kaupum við Þorkell, bróðir minn, Melinn hér í sveit árið 1972 og búum þar félagsbúi til ársins 1978. Þá lætur Halldór E. Sigurðsson, alþingismaður og ráðherra, mig vita að Staðar- hraun sé laust, en jörðin er ríkis- jörð og áður prestssetur. Hann vissi að okkur vantaði jörð, það var orðið þröngt á Mel, tvær íjöl- skyldur og 10 manns í litlu íbúð- arhúsi. Við fluttum svo hingað þegar við höfðum byggt okkur íbúðarhús, en jörðin hafði þá ver- ið í eyði í 10 ár. Við eigum átta böm, þrjú em í Fjölbrautaskólanum á Akranesi og tvær dætur em í Háskólanum og ein býr í Mýrdal í Kolbeins- staðahreppi. Fimm bömin, eiga hér enn lögheimili. Búskapurinn Hvernig búi býrð þú? Við búum aðallega við sauðfé en sauðljárrækt hefúr gefið litlar tekjur í seinni tíð. Við emm með um 350 fjár, þar af um 300 ær. Hér í sveit er starfandi sauðíjár- ræktarfélag og ég er í því og læt ómmæla lömbin og fæ útreiknaða skiptingu sláturlambanna í fítu- og kjötflokka. Ég tel mikið gagn að því. Svo emm við með um 10 kýr [ 4 - Freyr 9/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.