Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 20

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 20
2. athugun: * Hve margar krónur vinnast búinu við það að afköst við plægingu verða 0,9 ha/klst í stað 0,6 ha/klst? * Hverju mundi það breyta i heildarkostnaði að afköst sláttuvélarinnar væru 2,5 ha/klst í stað 2,0 ha/klst? * ... og svo ein sem er dálítið snúin: Hverju breytti það í heildarkostnaði (og heildar- tekjum) fyrir búið ef fyrri sláttur tæki 14 verkdaga í stað 10? Afkastamunurinn á sér að hluta skýringu í verkkunnáttu og skipulagi hvers verks (og það er ódýr þáttur úr að bæta!), en að hluta í stærð (afli, vinnslubreidd, vinnuhraða...) hinna ýmsu vinnuvéla. Kaupverð vélanna, Molar Varúðarráðstafanir GEGN GIN- OG KLAUFA- VEIKI í BRETLANDI I kjölfar gin- og klaufaveikinn- ar i Bretlandi á síðasta ári ákváðu stjórnvöld þar ýmsar varúðarráðstafanir til að verjast veikinni. Meðal þeirra var sú að ekki mætti flytja búfé frá býli fyrr en eftir 20 daga frá því síðast var flutt búfé á jörðina. í breskum landbúnaði er rík hefð fyrir því að kaupa og selja búfé oft, ekki síst sauðfé. Þannig fæðast lömb oft til fjalla en eru svo flutt niður á láglendið til bötunar. Samband breskra fjárbænda hefur mótmælt þessum reglum og vill að sóttkvíin standi skem- ur, eða í 5-6 daga, til að stemma stiga við ólöglegri sölu fjárins. Að sögu John Thorley, formanns National Sheep Association, er sem verður stofninn að hinum ár- lega fastakostnaði af þeim, fer einkum eftir stærð þeirra. Grundvallaratriðið er að gera sér grein fyrir því hvað hin ein- stöku búverk geta greitt fyrir sig, sbr. athugunina hér að framan (2.). 1 athyglisverðri rannsókna- grein Ingvars Bjömssonar um gróffóðuröflun á kúabúum, sjá Frey nr. 11-12 árið 2000, bls. 37- 41, er t.d. rökstudd áætlun um hvað frávik sláttutíma kostar í framlagi fóðurs í krónum á lítra mjólkur. Þær tölur benda til þess að kostnaður vegna kjörtímafrá- viks heyskapar standi ekki einn og sér undir verulegri fjárfestingu í afköstum heyvinnuvéla, þegar vel er séð fyrir annarri skipulagn- ingu búrekstrarins. Orðað á ann- an veg: Þær benda til þess að auka rnegi notkun/yfírferð hey- 20 daga reglan einkum óhag- stæð á haustin. Þá fer fram val á líffé og skammt er til fengitíma og á þeim tíma er miklum vand- kvæðum bundið að hafa margt fé, sem á að selja, heima við. Breskir bændur hafa boðað mótmælaaðgerðir en ekki er bú- ist við því að yfirvöld láti undan. Samkvæmt fyrirliggjandi ákvörð- unum á 20 daga sóttkvíin að standa til loka febrúar á næsta ári og þá á að fara fram dýra- læknisfræðilegt mat á smithætt- unni. Refsing fyrir að brjóta reglur um sóttkví á sauðfé er 10 þús- und bresk pund, eða yfir 1,2 millj. króna, og fyrir annað brot mánaðar fangelsi. Gin- og klaufaveikifaraldurinn í Bretlandi á síðasta ári kostaði landið hátt í 400 milljarða ísl. kr. (Norsk Landbruk nr. 19/2002). vinnuvélanna, t.d. með samnýt- ingu, án þess að það komi niður á endanlegu framleiðsluverðmæti heysins vegna slakari gæða. Raunar verður hér ekki gefin nein regla sem hentar öllum bú- um. Dæmið verður að reikna út frá forsendum hins einstaka bús, sjá 2. athugun. Til álita koma atriði eins og: - stjómun búrekstrarins ... - veðrátta í héraðinu ... - ræktunarástand túnsins, aldur, grastegundir, uppskera, spildu- stærðir... - ástand vélaflota búsins... - úrval heimaræktaðs fóðurs: Grænfóður, bygg, tvísláttur... - afurðastig gripanna, fóður- stefna og fóðrun... - umhverfi til samnýtingar véla; eigin vilji og nágranna, að- gangur að traustum verktök- um... Aðalatriðin eru greining OG NÝTING... Atriðin, sem hér hefur verið klifað á, koma sennilega fæstum fyrir sjónir sem nýung. Rekstrar- umhverfi búanna krefst þess hins vegar að sífellt sé höfð gát á út- gjaldaliðunum. Þar verður einn og sérhver að fylgjast vel með eigin aðstæðum. Búvélar og hvers konar tækni em vaxandi gjalda- liður. Hér hefúr einkum verið vak- in athygli á hlut fasta kosmaðarins við þær, sem mótast á því augnab- liki þegar vélin er keypt. Tvennt skal því áréttað að lokum: * að kaup vélar séu byggð á sem nákvæmastri greiningu á þörf- inni fyrir hana * að leitað sé leiða til þess að ná hæfilegri (meiri) nýtingu vélar- innar svo að lækka megi hinn fasta kostnað er fellur á hverja „framleidda" einingu sem vélin skilar (vinnusmnd, hektara, tonn af uppskeru o.s.frv.). | 20 - Freyr 9/2002
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.