Freyr

Árgangur

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 11

Freyr - 01.11.2002, Blaðsíða 11
FóðuiDarfir ungneyta tll kjötframlelðslu INNGANGUR Nautakjötsframleiðsla á íslandi er mest stunduð sem hliðarbú- grein með mjólkurframleiðslu. Hættan er að við slíkar aðstæður verði uppeldi ungneyta til kjöt- ffamleiðslu með svipuðum hætti og kvíguuppeldi. Vissulega eru grundvallaratriðin þau sömu, sér- stakalega á fyrstu mánuðunum, en síðan eiga þessir gripir ekki samleið í fóðrun. Kvíguuppeldið stefnir að því að undirbúa verð- andi mjólkurkýr sem best fyrir mikla mjólkurframleiðslu, frjó- semi og endingu. Það er venju- lega gert með hóflegu eldi og lágmarks fitusöfnun. Uppeldi ungneyta til kjötframleiðslu stefnir hins vegar að hámarks fóðumýtingu og hámarks vaxtar- hraða gripa á hagkvæmu fóðri. Allt atlæti þarf að vera í lagi svo sem streitulaust umhverfí, reglu- legar gjafir og rétt samsett, heil- næmt og lystugt fóður. Það verð- ur aldrei of oft ítrekað að allar tafir á vexti og þroska sláturgripa margfalda fóðurmagnið sem þarf til þess að framleiða hvert kg af kjöti og eykur því kostnað. Hér verður fjallað um fóðmn nautgripa til kjötframleiðslu út frá tveimur fóðurplönum með annars vegar orkuríku fóðri og hins vegar orkurým. Allir út- reikningar styðjast við niðurstöð- ur úr tilraunum frá Möðmvöllum með kvígur, uxa og naut af ís- lensku kyni eða einblendingum af Galloway, Angus eða Límósin kynjum, þar sem móðirin er ís- lensk. Um þær tilraunir má lesa nánar í ritum sem nefhd em í heimildaskrá aftast í þessari grein. Markmið Aður en ráðist er í kjötfram- leiðslu þarf að setja sér markmið sem taka mið af þeirri aðstöðu og fóðri sem bóndinn á kost á og markaðshorfum. Þar fyrir utan á það að vera markmið að ná eftir- sóttri sláturstærð á innan við 24 mánuðum. Val á sláturstærð og flokkun ræðst bæði af verðlagn- ingunni og tegundum eldisgripa, en alltaf ber að stefna að hæstu verðflokkunum. Hér á landi er kjötflokkunarkerfi sláturgripa til- tölulega einfalt þó að verðlagning falla verði sífellt flóknari vegna mismunandi áherslna og krafna vinnslustöðva. I dag er sóst eftir sem stærstum sláturgripum með þokkalega fituhulu og holdfyll- ingu. Þeir gripir, sem ná ekki lág- markstærð og réttri flokkun (UNIA), em verðfelldir umtals- vert. Vegna offramboðs á naut- gripakjöti er samningsstaða bænda erfið og í rauninni em það vinnslustöðvamar sem ákvarða einhliða verðið. Sumar vinnslu- stöðvar em famar að greiða 10 - 13% meira fyrir holdablendinga en íslensk ungneyti þó að fram- leiðslukostnaður þeirra síðar- nefndu sé umtalsvert hærri. Þetta er eðlileg þróun sem stefnir í þá átt að borga meira fyrir kjötgæði. I Evrópu er verðflokkunarkerfið með mun fleiri fitu- og holdfyll- ingarflokkum, auk margra stærð- arflokka. Ofan á það bætist síðan verð- og framleiðslustýringar- kerfi Evrópusambandsins. Þar em eftir Þórodd Sveinsson, tilrauna- stjóra, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum kálfar aldir eftir nákvæmum upp- skrifitum sem skila föllum í réttri stærð, fitu- og holdaflokka. Þannig kerfí em ekki í augsýn hér á landi. Val á gripum Vegna mikillrar viðhaldsþarfar í íslenska mjólkurkúastofninum hefur svigrúm til að nýta yfír- burði holdablendinga í kjötfram- leiðslunni verið takmarkað. Sam- kvæmt upplýsingum á heimasíðu Landssambands kúabænda vom árlega seldir um 2000 skammtar af holdasæði á ámnum 2000 - 2001 sem er einhver aukning frá ámnum á undan. Miðað við eðli- legt fanghlutfall em þetta um 1100 gripir á ári sem er um 12% af heildarásetningi til kjötfram- leiðslu. Þannig áætlað er um 88% nautakjöts á markaði af íslensk- um nautum eða uxum. Flestir bændur hafa því ekki úr miklu að velja. Ef bóndinn getur valið ætti hann einungis að setja holda- blendinga á til kjötframleiðslu. Límósínblendingar hafa nokkra yfirburði fram yfír Angusblend- inga sem hafa umtalsverða fram yfir Gallowayblendinga. Naut, kvígur og uxar þessara blendinga Freyr 9/2002-11 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Freyr

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.