Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Page 13

Fréttabréf Ættfræðifélagsins - 01.10.1997, Page 13
samhliða aðalfundi í desember. En þær áætlanir breyttust vegna heimsókna ættmenna okkar frá Kanada. Þess í stað var haldið ijölmennt niðjamót okkar í samkomusal Hallgrímskirkju þar sem Kanada- menn voru gestir okkar laugardaginn 25. júní, 1996. Fyrirhugað er að niðjatalið komi út á fyrri hluta árs 1998. Því hefur verið ákveðið að fresta niðjamóti og aðalfundi, sem var ætlað að halda í desember 1997, þar til ritið kemur út. Um leið og við sendum þér kveðjur og góðar óskir biðjum við þig að verða að liði með því að afla félaginu nýrra meðlima og að kynna þessi mál fyrir öðrum niðjum Richards Long. F.h. stjómar Félags niðja Richards Long Sýnishom af inntökubeiðni í Félag niðja Richards Long. FÉLAG NIÐJA RICHARDS LONG INNTÖKUBEIÐNI Nafn__________________________________ Kennitala_____________________________ Heimilisfang__________________________ Fæðingardagur og ár___________________ Atvinna_______________________________ Heimasimi_____________Vinnusími_______ Foreldrar___________________ Amma eða afi I Longætt________________ Frá hvaða bami Richards Long er þú komin(n)? hinn 19 Eyþór Þórðarson formaður Inntökubeiðni sendist til Eyþórs Þórðarsonar, Álftamýri 17, '108 Reykjavík. Sími 5680162. -----------------------------------------;--------------------------n Felagsmál! Nú hefst vetrarstarfið með héraðsfundum á nýjum stað í ARMÚLA 19, Glóeyjarhúsinu á annari hæð, (strætisvagn nr. 11). Við ætlum að hafa samverustundir annan hvorn miðvikudag frá kl. 17.00 til 21.00. Fyrsti fundurinn verður miðvikudaginn 22. október, umíjöllun Árnessýsla, tilsjónarmenn: Guðjón Óskar Jónsson og Guðmar Magnússon. Nú fer Manntalið 1910 Árnessýsla að koma út, má vera að við getum skoðað það á fundinum. Annar fundurinn verður miðvikudaginn 5. nóvember, umfjöllun Rangárvallasýsla og Vestmannaeyjar, tilsjónarmenn: Isak Þorbjarnarson og Einar Torfason. Þriðji fundur verður miðvikudaginn 19. nóvember umfjöllun Skaftafellssýsla, tilsjónarmaður: Arngrímur Sigurðsson. Fjórði fundurinn verður miðvikudaginn 3. desember, umfjöllun ísafjarðarsýsla tilsjónarmenn: Ásgeir Svanbergsson og Gunnar Hvammdal. Við vonum að sem flestir mæti til að bera saman bækur sínar og fletta upp í bókum sem félagið á. Drekka kaffi og spjalla saman, það hefur oft verið gaman. V r Frá ritnefnd: Stjórnin. "fy Enn er nokkurt efni frá félagsmönnum óbirt í Fréttabréfinu og eru þeir beðnir velvirðingar á því. Reynt verður að koma því í næsta blað, sem væntanlega kemur út fyrir nóvember fundinn. 13

x

Fréttabréf Ættfræðifélagsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Ættfræðifélagsins
https://timarit.is/publication/885

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.