Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 13

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Side 13
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 13 sigríðUr margrét sigUrðardóttir og rúnar sigþórsson Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi þess að litið sé á annað starfs- fólk en kennara sem fullgilda þátttakendur í skólaþróuninni (Bolam, Stoll og Greenwood, 2007). Svipað á við um þátttöku foreldra en farið er í æ ríkara mæli að líta á virka þátttöku þeirra í skólastarfinu sem mikilvægan þátt í árangri skóla- starfsins. Fram að þessu hefur þátttaka foreldra í skólastarfi falist í að þeir sinni hver sínu barni, mæti á viðburði í skólanum þegar þeir eru boðaðir og skipu- leggi og taki þátt í félagslífi barns síns, oft í litlu samstarfi við kennara. Slík þátt- taka hefur jafnan verið í litlum tengslum við nám barnanna að öðru leyti en því sem snýr að heimanámi og foreldraviðtölum, og á forsendum kennara (Harris, Andrew-Power og Goodall, 2009; Lambert, 2003; Trausti Þorsteinsson, 2002). Lambert (2003) segir að í forystu foreldra felist mun meiri og virkari hlutdeild í ákvörðunum, þróun skólastarfsins og sameiginlegri ábyrgð á námi allra barna en lýst er hér að framan og mikilvægt sé að gera sér grein fyrir muninum. Jafnframt sé grundvallarþáttur í forystuhæfni skóla að hafa það viðhorf til nemendaforystu að hún sé sjálfsögð í skólastarfinu og vinna markvisst að því að efla forystu nemenda og lýðræðisleg vinnubrögð. Í þessari grein er líkan Lambert (2006) notað til að greina forystuhegðun tiltekins skólastjóra í grunnskóla á Íslandi og hvaða þátt hún átti í að byggja upp forystuhæfni skólans. Leitað er svara við þeirri meginspurningu hvernig forystuhegðun skólastjóra í íslenskum grunnskóla stuðlaði að þróun forystuhæfni skólans á tíu ára tímabili. aðfErð Rannsóknin var eigindleg tilviksrannsókn (Hitchcock og Hughes, 1995; Silverman, 2010) í einum grunnskóla á Íslandi. Við val á skóla var fyrst og fremst litið til tveggja þátta: Að líklegt væri að í skólanum hefði verið þróuð forystuhæfni að einhverju marki og að hægt væri að skoða órofinn feril sama skólastjóra í nokkur ár í því skyni að greina áhrif hans á ferlið. Gagnasöfnun fór fram skólaárið 2008–2009. Rannsakandi (fyrri höfundur greinarinnar) fór í alls 30 daglangar heimsóknir í skólann og voru vettvangsathuganir mikilvægur þáttur rannsóknarinnar. Starfsfólki skólans var fylgt eftir við dagleg störf, m.a. við kennslu og á margvíslegum fundum, og vettvangs- nótur skráðar. Jafnframt fóru fram athuganir á skólastarfinu í heild, þar með talið á félagslegum viðburðum með og án foreldra. Tekin voru samtals þrettán hálfformgerð einstaklingsviðtöl, þrjú við skólastjóra, tvö við aðstoðarskólastjóra, tvö við deildar- stjóra, tvö við hvorn af tveimur umsjónarkennurum, eitt við þriðja umsjónarkenn- arann og eitt við list- og verkgreinakennara. Viðtölin við skólastjórann voru á bilinu 75–120 mínútur og það fyrsta lengst. Viðtöl við þá sem rætt var við einu sinni og fyrri viðtölin við þá sem rætt var við tvisvar voru 40–90 mínútur en seinni viðtölin yfirleitt styttri, 20–40 mínútur. Tvö rýnihópaviðtöl (Hitchcock og Hughes, 1995) voru tekin, þar sem fylgt var svipuðum viðtalsramma, annað við fjóra skólaliða og hitt við fimm nemendur á unglingastigi. Þau tóku um það bil 40 mínútur hvort. öll viðtöl voru hljóðrituð og skráð orðrétt. Að auki áttu sér stað óformleg samtöl við aðila úr öllum hópum skólasamfélagsins, það er stjórnendur, kennara, annað starfsfólk skólans,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.