Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2012, Síða 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 21(1) 2012 91 friðrik diego og kristín halla Jónsdóttir þátttöku í Ólympíuleikum í stærðfræði og þar sýnir sig svo ekki verður um villst að unnt er að rækta með góðum árangri þann þátt að ígrunda stærðfræðileg viðfangsefni og brjóta þau til mergjar. Það er sama hvar borið er niður, allir sem fjalla um stærðfræðinám og -kennslu leggja áherslu á mikilvægi skilnings. Í skýrslunni Markmið stærðfræðikennslu í grunn- skólum og framhaldsskólum sem unnin var á vegum menntamálaráðuneytisins undir formennsku Reynis Axelssonar í tengslum við endurskoðun aðalnámskrár á árun- um 1996–1998 segir að varla sé efamál að undirstaða allrar stærðfræðikunnáttu sé skilningur á tölum og talnareikningi ásamt færni í notkun talna. Talin eru upp mörg efnisatriði þessu tengd sem nemendur eiga að hafa öðlast dágóðan skilning á við lok grunnskóla og síðan segir: Slík upptalning efnisatriða segir þó ekki hálfa söguna. Við viljum leggja áherslu á að það er skilningur á þessum hugtökum sem mestu máli skiptir. Nákvæmlega hvað það þýðir að skilja stærðfræðihugtak væri efni í langa heimspekilega umræðu, og niður- stöður hennar geta verið mikilvægar fyrir hugmyndir okkar um hvernig kenna skuli stærðfræði. (Menntamálaráðuneytið, 1998, bls. 7) Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að kennaranemarnir sjálfir, sem stærð- fræðinemar, búi ekki að öllu leyti yfir þeirri hæfni sem kenningar um hugsmíðahyggju leggja áherslu á og þeim er ætlað að ná fram hjá nemendum sínum. Í námi þeirra á neðri skólastigum virðist hæfniþáttur á borð við þann að brjóta hugtök til mergjar ekki hafa verið nægilega örvaður. Auk þess virðist sem nám þeirra á stærðfræðikjör- sviði kennaranáms hafi ekki skilað tilætluðum árangri hvað þetta varðar. Misbrestur er á að hugtök sem lögð hefur verið áhersla á í fræðilegum námskeiðum á sviðinu skili sér nægilega vel. Dæmi um þetta eru hugtökin kjarni í línulegri algebru og hæð í rúm- fræði sem verkefni D og E snerust um. Efla þarf menntun verðandi stærðfræðikennara þannig að hún nái að styrkja þá í þeim mikilvægu þáttum að temja sér að ígrunda viðfangsefni sín, brjóta hugtök til mergjar, kafa undir yfirborðið og spyrja sig faglegra spurninga. Mikið er í húfi enda hlýtur markmiðið með kennslu á stærðfræðikjörsviði í kennaranámi að vera að búa kennaranema undir að axla af fullri fagmennsku hlut- verk stærðfræðikennara hvort sem hann hyggst starfa í anda hugsmíðahyggju eða ekki. Fagmennska kennara verður ekki skilin frá hæfni hans. Niðurstöður rannsóknarinnar draga fram ýmsan vanda sem kennaranemar, verðandi fagmenn í stærðfræðikennslu, glíma við. Vandamálin lýsa sér á mjög sam- bærilegan hátt og fræðimenn síðustu hálfrar aldar hafa gert grein fyrir (Pólya, 1945; Schoenfeld, 1985). Ein leið til að mæta slíkum vanda væri að kennaraefni fengju meiri tíma í kennaranámi til að fást við stærðfræði sína. Í doktorsritgerð sinni kannaði Guðmundur Kristinn Birgisson (2002) glímu sex fyrsta árs háskólanema við valin stærðfræðiverkefni og á grundvelli könnunarinnar bjó hann til þekkingarfræðilegt líkan sem samanstóð af fimm flokkum. Segja má að flokkarnir endurspegli ólíka hugarheima sem nemendurnir fundu sig í þegar þeir unnu að stærðfræðiverkefnunum. Þetta eru: Heimur reynslu, hugtakaheimur, mál- heimur, heimur formlegrar stærðfræði, heimur raunverulegra stærðfræðilegra fyrir- brigða (Guðmundur Kristinn Birgisson, 2002).
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.