Hugur - 01.01.2007, Side 184

Hugur - 01.01.2007, Side 184
182 Davíð Kristinsson Andagiftin í einingarfrumspeki Emersons einkennist ekki af úrvalshyggju frekar en hugmynd hans um gildi eftirmynda sem er í heildina séð álíka andstæð úrvalshyggju og afstaða Channings. Það er ekki fyrirfram ákveðinn hópur sem hlýtur þessa andans gjöf, heldur er það sérhverjum manni í sjálfsvald sett að veita henni viðtöku. Nietzsche álítur lýðræðið vera „til marks um vantrú á stórmennum og samfélagi úrvalsins“. Samkvæmt þessari skilgreiningu væri Emerson andlýð- ræðissinni að því leyti sem hann trúir á gildi stórmenna. Róbert Haraldsson skrifar: „að hafna háleitum fyrirmyndum, hetjum, stórmennum, snillingum og mikilmennum [...] er ekki leið Nietzsches. Hann talar mjög opinskátt um mikil- vægi fyrirmynda fyrir eigið líf [...]. Þær hreyfi við einstaklingnum, efli honum þor til að standa á eigin fótum, verða sá sem hann er.“ (T.MT 148) Þetta er heldur ekki leið Emersons sem fellur þó hálfpartinn að skilgreiningu Nietzsches á lýð- ræðissinna að því leyti sem stórmennistrú hans hefur lítið að gera með trú á sam- félag úrvalsins, þ.e. aðalsveldi úrvalsmannkyns, sem grundvallast á því að ein- hverjir örfáir hálfguðir hafi náttúrulegan rétt til forystu. Olíkt Nietzsche álítur Emerson höfðingjasamfélag ekki forsendu þess að tegundin „maður“ geti komist á æðra stig enda hafi einstaklingurinn innra með sér allt sem til þarf. Emerson er hins vegar ekki lýðræðissinni samkvæmt þeirri retórísku lýðræðisskilgreiningu Nietzsches, sem tapar tvíræðni sinni í íslenskri þýðingu, að hann álíti að „allir séu eins“ (gleich), að lýðræði sé einhvers konar samlögun eða konformismi. I raun byggir lýðræðishugsjónin fremur á þeirri hugmynd að ólíkir menn hafi sömu (gleiche) grundvallarréttindi en að allir menn eigi að vera eins {gleich). Og Emer- son er hlynntur lýðræðislegum jöfnuði að því leyti sem hann telur, ólíkt Nietzsche, alla menn búa yfir guðdómsneistanum og þar með möguleikanum á því að hleypa hinu guðlega inn. Auk þess hafnar hann því að stórmenni hafi rétt til að arðræna aðrar eftirmyndir Guðs. Eins og fram hefur komið lét Jón Ölafsson þá skoðun í ljós að áhugi Róberts (og annarra) á stórmennum sé einhvers konar tímaskekkja. Jón lét þó ógert að huga nánar að því hvaða hlutverki stórmennin gegna í heimspeki Róberts sem talar í anda Emersons um „hættuna sem felst í háleitum fyrirmyndum, hvernig þær geta rænt okkur sjálfum okkur, gert okkur að eftirlíkingum [...]. Frelsarar manna geta hneppt þá í andlega fjötra.“ (TMT 148) I upphafi 21. aldar kann ein- hver að spyrja hvaða frelsarar séu hér til umræðu? Frá sjónarhóli únítara voru það ekki hvaða frelsarar sem er heldur Frelsarinn sjálfur, sá sem að mati Channings var „maður eins og vér [en] um leið fyrirmynd mannsins,fullkominn maður.“139 Spurningin um það, hvers konar fyrirmynd Jesú væri kristnum mönnum var þeim „lifandi, mikilvægt og óhjákvæmilegt val“ (TMT 221), svo notað sé orðalag sem Róbert sækir til bandaríska pragmatistans Williams James. Spurningin sem vaknaði hjá framfarasinnuðum únítörum á 19. öld var þessi: Að hvaða marki er 139 Matthías Jochumsson, „Dr. Kjanning (W. E. Channing)", s. 187.1 óprentuðu bréfi (2. júní 1910) til Rögnvaldar Péturssonar, vestur-íslensks únítaraprests, orðar Matthías stöðu mannsins andspænis Kristi svo: „Kristur var ekki fullsprottin eik, pálmi eða sedrustré, heldur víntré, kvistur af víntré og það erum vér allir, sem erum greinar á þeim kvisti. ,Guð er í oss; því göngum beint sem gerðu þeir Jesú sveinar* kvað ég í ljóðaflokki mínum ,Hólastifti‘. Þetter kjarni Unitarismans eða hins nýja kristindóms, voilá tout!“ (Bréfasafn dr. Rögnvaldar Péturssonar, Landsbókasafn Islands-Háskólabókasafn 550 fol.)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.