Hugur - 01.06.2008, Síða 140

Hugur - 01.06.2008, Síða 140
i38 Jóhann Björnsson felst í því að vera manneskja sem er sífellt að gera eitthvað úr sjálfri sér og lífi sínu. Þetta þýðir að kennarinn leitast við að fá nemendur til að gera sér grein fyrir því að: 1. Stöðugt val á sér stað í lífinu. Telji nemendur sig ekki velja neitt þá er það engu að síður ákveðið val. Þannig gengur hver dagur út á það að valið er um ýmsar leiðir og lífskosti. Val getur snúist um stóra sem smáa hluti, hvort það eigi að skrópa í kennslustund, læra heima eða stela geisladiski af náunganum, svo dæmi séu nefnd. 2. Það er á ábyrgð sérhvers einstaklings hvernig hann velur og hvernig hann áformar h'f sitt. Sérhver einstaklingur er frjáls hvort sem honum líkar það betur eða verr og enginn kemst undan því að velja og gera eitthvað úr lífi sínu.Tilvist einstakJinganna er án afsakana og sérhver einstaklingur er það sem hann gerir úr sér. 3. Með frelsinu eru menn dæmdir til ábyrgðar og með breytninni er maður öðrum fyrirmynd. Það ber merki um óheilindi að ætla sér að gera undan- þágur fyrir sjálfan sig og breyta á þann hátt sem maður vill ekki að aðrir taki sér til fyrirmyndar. Sartre komst þannig að orði: „Og hverjum manni ber að spyrja sjálfan sig: er ég áreiðanlega þess umkominn að haga mér á þann veg að mannkynið taki sér athafnir mínar til fyrirmyndar?"'6 Ef það tækist að koma nemendum og reyndar öllum öðrum sem að skólastarfi koma í skilning um mikilvægi þessara grunnþátta tilvistarspekinnar er enginn vafi í mínum huga að það yrði skólastarfi til framdráttar. Abyrgðarleysi og afsak- anir, skeytingarleysi um mannleg verðmæti og tilhneigingar nemenda til þess að gera undanþágur fyrir sjálfa sig í siðferðilegum efnum er á meðal þess sem kenn- arar þurfa að takast á við í sínum daglegu störfum. Tilvistarspekileg viðfangsefni, tilvistarvandinn, frelsið og ábyrgðin mæta okkur hvarvetna. Skólastarf stefnir meðal annars að því að þroska manneskjur og bæta samfélög og í því verkefni hefur tilvistarstefnan margt að bjóða. Hamingjan er mér einnig mjög hugleikin í skólastarfi. Þar hef ég sótt mikið til Epíkúrosar auk þess sem skólastefna A.S. Neill hefur að undanförnu styrkt sjónarmið mín mikið. A.S. Neill lagði mikla áherslu á mikilvægi þess að börn væru hamingjusöm. Undir það tck ég heilshugar en um uppeldisstefnu A.S. Neill segir Erich Fromm m.a.: „Markmið uppeldis, meira að segja markmið lífsins, er að vinna af gleði og að geta orðið hamingjusamur. Að áliti Neills táknar það að vera hamingjusamur hið sama og „að hafa áhuga á lífinu.““17 Ég sagði eitt sinn á foreldrafundi þegar talið barst að agamálum og námsmati að sjálfur kysi ég frekar að kenna „óþekkum" nemanda en hamingjusömum held- ur en „stilltum" en óhamingjusömum. 16 Jcan-Paul Sartre, Tilvistarstefiian er mannhyggja, s. 58. 17 Erich Fromm, „Formáli" að A.S. Neill, Summerhill-skdlinn, s. 12.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.