Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 16

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 16
6 TÓNLISTIN leið. Aðeins á þann liátt er hægt að skýra þá fráleitu skoðun fjölmargra, að ákveðin listaverk — í þessu til- felli tónverk — verði aðeins skilin af hópi sérfróðra manna, en það sé nægilegt fyrir ólærða alþýðumenn að hlusta aðeins á útvatnaða. skemmtitónlist á gildaskála með kafifbollanum, eða lofa nokkrum tilviljunartónum að lifna í viðtæk- inu. Þvi til leiðréttingar verður í eitt skipti fyrir öll að ganga úr skugga um það, að „skilningur“ á list — og þá sérstaklega tónlist — liöfðar ekki til skilvitsins heldur til tilfinningar- innar. Þess vegna er það hlutverk hvers einasta tónlistarmanns að vekja þessa tilfinningu og sýna fram á, að hún sé til. Framangreint svar jieirra, sem fráhverfir eru tónlist, afsannar jiað ekki, að þessi tilfinn- ing sé lifandi; það svar þeirra ber miklu fremur vott um skakkt viðhorf til listarinnar, sem myndazt hefir af óheppilegri framsetningu hennar. Um leið og jjessi skoðun breytist, verður hægara að njóta tónlistar- innar og taka henni opnum liuga. IV. Tvennt er jjað, sem óhjákvæmi- legt er í tónrænu lifi: skapandi og túlkandi aðilar. Hlustandinn eða á- heyrandinn er ljriðji aðili, sem engu veldur um afdrif liins tónræna flutnings, því að hann er hvorki upphafsmaður né flutningsmaður. Hin fyrsta tónsköpun gerði aðeins ráð fyrir frumskapandi og endur- skapandi þáttum, tónlistarinnar, svo lengi sem opinberir hljómleikar þekktust ekki, hún kvaddi til starfs og virkrar þátttöku. Á meðan svo var, stóð öllum opinn aðgangur að iðkun tónlistar, og sá ])ótti maður að minni, sem ekki var liðtækur i samstillingu lagradda eða hljóðfæra, án verulegs eða jafnvel hins minnsta undirbúnings. Og alltaf var leitazt við að hafa sönginn liugvitsamleg- an og gagnliugsaðan, j)á fvrst kom fram hin þráða dýpt, sem ein gat fullnægt þroskaðri tónvitund. Mjög snemma lætur jjessi leit eftir reglu- hundinni hreyfingu samræmdra radda á sér bæra, og er enski sumar- kanóninn „Sumer is icumen in“ á- gætt dæmi þess; hann er frá fyrra hluta 13. aldar, og er saminn af munkinum Jolm Fornsete. Þetta lag er venjulegur kanón, en kanón er keðjusöngur eða flokkasöngur þar sem ein rödd byrjar fyrst, og önnur tekur eftir nánar tiltekinn tíma upp nákvæmlega jiað sama, sem fyrri röddin flutti, og svo koll af kolli. Þannig eru allar raddir eða radd- liópar jafnir að gildi og jafn-rétt- háir. Þetta mætti því kalla tónræna jafnaðarmennsku, jjar eð öllum röddum er gert jafnhátt undir höfði. Þetta jafnrétti tónanna var í háveg- um liaft á 14. öld og nefndist |>á caccia eða elting, af því að síðari röddin eins og veitir hinni fvrri eft- irför. En áður liafði svipaður söng- háttur verið stundaður undir nafn- inu rota, rondelhis eða radel, sem eiginlega þýðir hjól, og er heitið tekið eftir hinu langvarandi áfram- haldi kanónsins, sem stundum get- ur verið óendanlegur, og tengist ]já i sífellu saman endir og upphaf; slikt söngform nefnist hringkanón

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.