Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 38

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 38
28 rÓNLISTIN kórinn annast Gertrud FriÖriksson. — Söngmálastjóri þjóÖkirkjunnar, SigurÖur Birkis, hefir dvalið á Húsavik; og æft þar hinn nýstofnaða kirkjukór. Hélt kirkju- kórinn samsöng í Húsavikurkirkju með aðstoð karlakórsins Þryrnur, og söngmála- stjóri flutti erindi um kirkjusöng. Aheyr- endur, sem voru rnjög margir, gerðu á- gætan róm að söngnum og erindi Birkis. Fyrir hönd safnaðarins þakkaði sýslumað- ur, Júlíus Havsteen, Sigurði Birkis fyr- ir komuna og kórnum fyrir ágætan söng. Stjórnandi kóranna er Friðrik A. Frið- riksson, og organisti kirkjukórsins er Gertrud Friðriksson. í tilefni af tíu ára afmæli sínu hélt Karlakórinn Þrymur fjölmennt kaffisam- sæti í október 1943 og bauð þang- að fjölda gesta. Hófinu stýrði formaður kórsins, Friðþjófur Pálsson, og mælti hann fyrir minni söngstjóra, Friðriks A. Friðrikssonar, sem stjórnað hefir kórn- um frá u]3phafi. Sem vott virðingar og jiakklætis afhenti formaður sönstjóranum merki kórsins úr gulli og fagurt málverk af Öræfajökli frá söngfélögunum, málað af Sveini Þórarinssyni. Sögu kórsins rakti Sigurður Kristjánsson í stuttu máli, en þar kom fram, að kórinn hefir átt sinn þátt í menningarsögu Húsavíkur, þótt sá þáttur verði ekki rakinn hér. Sem heið- ursgestur sat Sigurður Birkis þetta hóf, og mælti söngstjórinn fyrir minni hans og þakkaði honum það starf, sem hann hefir unnið fyrir kórinn. Hann hefir tvi- vegis æft hann, þegar Birkis vann á veg- um Samljands íslenzkra karlakóra. Auk þess tóku fleiri til máls, en á milli ræð- anna og á eftir skemmti kórinn með söng. Kórnum bárust heillaóskir víðsvegar að af landinu. 17. júrií var mikill mannfagnaður á Húsavík, og setti karlakórinn Þrymur virðulegan svip á hátíðahöldin að ó- gleymdum blönduðum kór, sem jók mjög á tilbreytingu dagsins. Fluttu bæði söng- félögin ættjarðarlög ýmisleg og þjóð- söngva ' frændþjóðanna og leystu hlut- verk sín hið bezta. Næsta dag hélt há- tiðin áfram að Laugum, og. söng þar ein- liver hinn stærsti kór til sveita sem urn getur, 150—170 manna héraðské það gleðilegur vottur um afbur'ða söng- framtak Þingeyinga. Ennfremur sungu þar karlakórinn Þrymur, Karlakór Reyk- dæla'og Karlakór Reykhverfinga. Frá Siglufirði. Karlakórinn Visir hélt 20 ára afmæli sitt hátíðlegt nýlega. Veizlugestir voru um 140 manns. Hófið setti núverandi formað- ur, Egill Stefánsson, en samkvæmisstjóri var Jóhann Jóhannesson. Margar ræður voru fluttar meðan setið var undir borð- um. Strngið var milli ræðanna, og stjórn- aði Friðrik Hjartar söngnum. Fjórir með- limir kórsins voru gerðir að heiðursfé- lögum, þeir Bjarni Kjartansson, Jósep Blöndal, Gunnlaugur Stefánsson og Egill Stefánsson, og voru jreir allir sæmdir heiðursmerki kórsins. Þrír af þessuin mönnum eru búnir að vera í kórnum i 20 ár, Egill, Jósep og Gunnlaugur. Kór- inn var stofnaður 22. janúar 1924 af 23 mönnum. söngstjóri var Halldór Hávarðs- son. Stjórn kórsins skipuðu þá Dúi Stef- ánsson formaður, Kjartan Jónsson fé- hirðir og Pétur Björnsson ritari. í stjórn kórsins eru nú Egill Stefánsson formað- ur, Sigurður Jónsson ritari og Bjarni Ivjartansson gjaldkeri. Þormóður Eyj- ólfsson hefir verið söngstjóri kórsins síð- astliðin 15 ár. Samhliða þessu 20 ára af- mæli kórsins var 15 ára söngstjórnaraf- mæli Þormóðs. Var hann heiðraður og gerður heiðursfélagi Sambands íslenzkra karlakóra og sæmdur heiðursmerki þess. Kórinn hefir farið 14 söngferðir víðsveg- ar unr landið og sungið á 23 stöðum utan Siglufjarðar. Á Siglufirði hefir hann sungið 120 sinnm, að meðaltali 6 sinn- um á ári. Fyrsta söngför kórsins út úr bænum var farin 24. júlí 1929. Var þá farið til Ólafsfjarðar. Mótorbáturinn Snorri var fenginn til að fara með kór- inn, og kostaði hann 60 kr. fram og til baka. Söngstjóri næstur á undan Þor- móði var Tryggvi Kristinsson. Einsöngv- arar kórsins eru nú Daniel Þórhallsson Sigurjón Sæmundsson og Halldór'Krist-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.