Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 12

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 12
2 TÓNLISTIN lands Hrafnisturaenn, og nú á þessu ári sömuleiðis fyrstu verðlaun fyrir lýðveldishátíðarlag sitt, Hver á sér fegra föðurland; og sat hann einn- ig í tónlistarnefnd lýðveldishátíð- arinnar. Aðal-i)íanóleikari var Emil í mörg ár hjá Ríkisútvarpinu, og út- setti hann þá mikið af syrpum fyrir hljóðfæraflokk útvarpsins, islenzk þjóðlög og ýmis alþýðulög; var það jafnan mjög smekkvíslega gert, þótt ekki kæmi þá í Ijós sem skyldi. Stuttan tíma var Emil ritstjóri viku- hlaðsins Freyja, og önnur ritstörf lét liann og til sín taka; þannig liefir hann þýtt og „staðfært“ sæg leikrita og samið fjölda skemmtileikja, og þess utan fengizt við hókaþýðingar. Mjög vel tóksl honum að úthúa skáldsögur Jóns Thoroddsens fyrir leiksvið, og áttu ekki síztan þátt í því ágæt lög, sem hann fléttaði fram- an við og inn í leikinn. Síðast en ekki sízt ber að telja hljómleikastarf- semi Emils, og voru píanóhljóm- leikar hans eftirsótt skemmtun um alllangt skeið. Töluvert mun Emil hafa átt í fórum sínum af tónsmíð- um í handriti, enda minnist ég' þess aðeins að hafa séð tvö lög hans í sérútgáfum, og er það mikill skaði, því að verkin sýna merkin, og þau lifa skapara sinn og bera svipmót hans til eftirkomendanna. Emil Thoroddsen lifði þýðingar- mesta þroskaskeið æsku sinnar á umrótstimum eftirstríðsáranna. Þjóðirnar voru slegnar djúpum ör- um eftir lamandi áföll styrjaldar- innar, og hverskvns munaðarleit var árátta á mönnum. Lífsformin, sem hingað til höfðu veitt horgur- unum nokkra staðfestu, voru nú sífelldum heytingum og sviptingum háð, og „hjörtun sköpuð á hverf- anda hveli.“ Hinar margbreytilegu listastefnur tóku að ryðja sér til rúms og særa fram dýrkendur og formælendur, og þeir, sem ekki að- hylltust eindregið þessar listrænu fyrirskriftir, voru úthrópaðir sem óalandi kyrrstöðukólfar. Þrátt fyr- ir nokkur álirif þessara ásæknu afla á ytra borði, náðu þau þó aldrei að endurntóta arfgengar hneigðir Emils og gamalgróinn listsmekk. Samt varð „melódían“ honum ekki höfuðinntak tónlistarinnar, þótt sveipuð væri í snoturlegan hljóm- hundinn húning í geðfelldu og að- gengilegu sniði sparlegrar en settrar verkvísi. Bernskuást sinni á Grieg og aðdáun á hugvitsamlegum hljóm- samböndum hans reyndist Emil trúr lil hinzta dags, þvi að rómantíkin hafði kjörið liann óskabarn sitt, með öllum sínum fjölbreytileik i tján- ingu. Ljósan vott þess ber kantata sú, er hann lileinkaði Háskóla ís- lands 1940, með ífléttuðum þjóð- lagastefjum og dreyminni hljóm- setningu i viðkvæmum tóntegund- um. Síðustu æfiár Emils voru að sumu leyti fráhverf tónlistinni. Heilsan var í hnignun, og önnur störf köll- uðu að, þangað sem orkan heindist. Listamannaþingið kjöri hann til ]æss að semja söng listamanna, er marka skyldi stefnu þess og inn- leiða það, og lag hans, Hver á sér fegra föðurland, hlaut viðurkenn- ingu lýðveldishátíðarnefndar og fyrstu verðlaun. Þetta lag er einfalt

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.