Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 41

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 41
TÓNLISTIN 31 Frá Rafnseyri. Undir stjórn Baldurs Sigurjónssonar aðstoÖaði Þingeyrarkórinn röggsamlega vi'ð lýðveldishátíðina á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar. Söng hann m. a. eftir- íöld lög: Fað'ir andanna, Þagnið, dœgurpras og rígitr, Sjá roffann á linjúkunum háu (með einsöng Þorsteins Björnssonar frá Þing- eyri), Þú komst á tínnnn, Ó, f'ógur er vor fósturjörð, Rís heil, þú sól, 0, guff vors lands, Eg vil clska mitt la-nd. Lagði kórinn þannig fram drjúgan skerf til þessara minnisstæðu hátíðahalda Vestfirðinga. Frá Akranesi. Vegna lýðveldishátiðarinnar fór Lúðra- sveitin Svanur undir stjórn Arna Björns- sonar frá Reykjavik til þess að ljá lið- veizlu sína við hátíðarhald Suður-Borg- firðinga. Skemmtun mikil var haldin í Bióhöllinni, og fluttu þar tveir kórar mörg lög, Karlakór Akraness og bland- aður kór, við hinar beztu undirtektir. Úr Eyjafjarðarsýslu. Blandaður kór undir stjórn Gests Hjör- leifssonar sá um söng Svarfdæla á lýð- veldishátíðinni, og voru þar m. a. þessi lög flutt: Ris þú, unga Islands merki, Eg vil elska mitt land, Sjá roðann á hjúkunum háu, Island ögrum skorið. Blessuð sértu, sveitin mín. Þess utan var til staðar lúðrasveit und- ir forystu Jakobs Tryggvasonar, og al- mennur söngur var ekki afræktur, og er ])á vel, að haldið skuli við vinsælum ljóð- um og lögum til upprifjunar fyrir vax- andi og verðandi þjóðþegna. 30 manna blandaður kór undir stjórn Finns Krist- inssonar söng á Svalbarðsströnd, að höf- uðbóli sveitarinnar Svalbarði, bæði við hátíðarguðsþjónustu og á útisamkomu. Samkomur voru einnig á Grenivík, á Reistará ‘í Freyjulundi, skógræktarreit Kvenfélagsins og á Árskógsströnd við heimavistarskólann. Á öllum þessum stöðum voru fluttar hvetjandi frelsisræð- ur og sungin íslenzk ættjarðarljóð. Frá Eyrarbakka. 17. júní var hátíðlegur haldinn á Eyr- arbakka með mikilli viðhöfn. Söng kirkjukórsins við guðsþjónustu dagsins lauk með Ó, guð vors lands. Á samkomu- svæði kauptúnsins flutti kórinn síðan ættjarðarlög undir stjórn Kristins Jón- assonar organista. Kvennakór lét einnig til sin heyra, og þótti hin bezta skemmt- un að hvorumtveggja kórurium. Jóhann Sebastian Bach (1685—1750), mesti organleikari og kirkjutónlistarmað- ur Þýzkalands, var einlægur og innilega guðhræddur maður. Hann var vanur að rita i upphafi tónverka sinna þetta stutta bænarorð : Jesu juva — það þýðir: Jesús, hjálpa þú! Og við niðurlagið, að loknu verkinu, einnig á latínu: Soli Deo gloria — það þýðir: Guði einum sé heiðurinn! TÓNLISTIN Útgefandi : „Félag islenzkra tónlistarmanna“. R i t s t j ó r i : Hallgrímur Helgason. Afgreiðslumaður : E.K., Austurstræti 12. Simar 2800 og 4878. Utanáskrift ritsins: Pósthólf 121, Reykjavik. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.