Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 20

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 20
10 TÓNLISTIN Oft liefir það viljað koma fyrir, að tónlistin liafi orðið einskonar trúðleikur, og sú skoðun hefir fest allt of djúpar rætur, að hezl sé að meðtaka tónlistina á makráðan og fyrirhafnarlausan liátt. Að sjálf- sögðu er nauðsynlegt að ía stúnd- uin fullkomið tóm til að hlusta, og hlusta þá vel, með því að heina hug- anum að alls engu öðru þá stund- ina; verða menn þá fyrst varir sannrar heyrnarnautnar ejrrans. En sífelld athafnalaus og hreyfingar- vana nautn getur þó um síðir orðið allskostar ófullnægjandi meðfæddu starfsfjöri. Hugur og hönd hyggja á samstarf. Skilningurinn vill veita lirejrfingaróskinni fulltingi sitt. — Þegar á öridverðu æfiskeiði verður að byrja á að undirbúa þennan skiln- ing, svo að unglingur og uppvax- andi maður geti tamið sér það, sem áunnizt hefir. Að vísu er það gleði- legt, að margir þeir, sem engrar leiðsagnar eða kennslu hafa notið, skuli sér lil afþreyingar og uppbygg- ingar öðru liverju sækja samsöng eða hljómleika, en þó verður það að teljast óumflýjanlegt til dýpra skilnings og smekkþroskunar, að tónmenntun sé ástunduð strax í æsku. Það þarf því að hvetja hörn- in strax lil þess að leita lags á liljóð- færi, kenna þeim að umgangast hin ýmsu söngtæki með alúð og virðingu og örfa þau til samleiks. Þannig skapast af sjálfu sér fjölskrúðug' heimilistónlist. Hljóðfæri þau, sem lientug eru til notkunar við skóla- kennslu og lil iðkunar í heimahús- um, eru hin margvíslegustu, allt frá jafnvel góðri munnhörpu ogtil fiðlu. Innan sinna takmarka eru í raun- inni öll ldjóðfæri jafn-rétthá, séu þau skynsamlejja handleikin, þvi að í innsta cðli sínu miðar öll tónlist að því að gera mcnnina góða, á- nægða og hamingjusama, og til þess þræðir hún hinar gjörólíkustu leið- ir. Mennirnir eru misjafnlega þrosk- aðir og hasla sér völl eftir því. Har- mónikan getur skapað hamingju, og níunda svmfónía Beethovens líka — en ekki hamingju sama manns. Ýmsir munu máske efast um það, að úrræðalítið föndur á ófullkom- in hljóðfæri muni í raun og veru geta veitt fyllri ánægju en óvirk hlustun á stórbrotið tónverk; en þetta tvennt er svo náið hvort öðru, að yndi af æðri tónlist er óhugsan- legt án almennrar tónmenntar og alþýðlegrar hljóðfæraiðkunar. Upp- haf íslenzkrar tónmenningar er því fólgið í þeirri tónlist, sem á vísan aðgang að lílt þroskuðum iðkend- um og hlustendum tónlistar. Full- kominn skilningur á máske ofur ein- földu en þó liollu viðfangsefni leið- ir lil heilhrigðrar og sannrar gleði; og þannig má oft og tíðum verða áhorfandi að þeirri ánægju, sem óbrotinn söngur alþýðu veldur, máske við barla óhagstæð skil- vrði; en þegar lekizt hefir að sam- eina hörn og fullvaxið fólk til sam- eiginlegs söngs og leiks á munn- hörpu, harmóniku, blokkflautu, fiðlu, mandólín, gítar og önnur smá- hljóðfæri, þá fyrst er lagður traust- ur hornsteinn að allsherjar-tónlist- arlífi okkar; þá fvrst vaxai upp góð- ir tónlistarhlustendur, sem hafa innri skilyrði til að fylgjast með

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.