Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 36

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 36
26 TÓNLISTIN ræður urðu um cflingu blandaðs kór- söngs, og í þeim umræðum kom meðal annars hjá sumum fundarmönnum fram nokkur undrun yfir því, að þjóðhátíðar- nefndin skyldi ekki leita til L. B. K. um einhverskonar aðstoð við söng í sambandi við hátiðahöldin 17. og 18. júní. Allmik- ill áhugi virtist fyrir þvi, að sem fyrst yrði komið á söngmóti kóra. — I stjórn voru kosnir: formaður Guðmundur Benjaminsson, ritari Kristmundur Þor- leifsson, gjaldkeri Jón G. Halldórsson; varastjórnendur: Sigurgeir Albertsson, Daniel Sumarliðason, Reinhardt Rein- hardtsson ; endurskoðendur : Bent Bjarna- son og Agúst Pétursson. Kosnir í söng- málaráð voru þeir Björgvin Guðmunds- son, Akureyri, Brynjúlfur Sigfússon, Vestmannaeyjum og Rol)ert Abraham, Reykjavík. Samband íslenzkra karlakóra. Aðalfundur Sambands islenzkra karla- kóra var haldinn i Reykjavik i júni. Sóttu fundinn fulltrúar frá 9 sambandskórum, auk nokkurra formanna og söngstjóra kóranna. A fundinum voru rædd áhuga- mál sanibandsins, og þó einkum söng- kennsla kóranna, sem verið hefir ýms- um annmörkum bundin síðan Sigurður Birkis lét af störfum sem kennari sam- l)andsins. Voru fundarmenn einhuga um, að ráða þyrfti tafarlaust fastan söng- kennara til sambandsins, svo að hinir f jöl- mörgu karlakórar víðsvegar um landið mættu dafna með eðlilegum hætti. En til þess að svo mætti verða, þyrfti samband- ið að hafa meira fé til umráða en nú er, og þótti fundarmönnum rétt að beina þeirri áskorun til Alþingis, að það veitti sambandinu ríflegan styrk á næstu fjár- lögum. Svofelld tillaga var samþykkt á fundinum: „Aðalfundur Sambands ís- lenzkra karlakóra skorar á Alþingi að samþykkja, að ríkið launi sögkennara fyrir sambandið með samskonar kjörum og söngmálastjóra þjóðkirkjunnar." í framkvæmdaráð sambandsins voru kosn- ir: Ágúst Bjarnason formaður endur- kosinn, Friðrik Eyfjörð ritari endurkos- inn, Jón Eiriksson gjaldkeri, og með- stjórnendur: Garðar Þorsteinsson, Hafn- arfirði, Jón Vigfússon, Seyðisfirði, Páll Sigurðsson, Bolungarvik og Þormóður Eyjólfsson, Siglufirði, allir endurkosnir. Prá Grindavík. Sunnudag einn á síðastliðnum vetri héldu bræðurnir Sigvaldi Kaldalóns og Egcjcrt Stcfánsson söngskenuntun í Grindavík. í kringum samkomuhús Grindavíkur voru bifreiðar viðsvegar að, frá Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavík og jafnvel ofan úr Mosfellssveit. Samkomu- húsið var fullskipað í sæti, og stóð all- mikill fjöldi fólks með veggjum fram. Eggert Stefánsson var vel fyrir kallaður til söngs og söng hvert lagið á fætur öðru með þeirri seiðandi þrá og sér- kennilega stil, sem honum er lagið. Vakti hann oft hrifningu og varð að endur- taka mörg lögin. Þá spillti það ekki kost- um að sjá og heyra sjálft tónskáldið við hljóðfærið, og annaðist hann sitt hlut- verk af listrænum skilningi og virðuleik. Hin tiltölulega nýju lög Kaldalóns, svo sem Góðan daginn, Grindvíkingur, Suð- urnesjamenn og ekki sizt hið dásamlega lag Iíeiðin há, eru fagrar ])erlur i hinni milklu gloríu Sigvalda Kaldalóns.Að lokn- um söng kvað við rödd i salnum og bað menn hrópa húrra fyrir Eggerti Stef- ánssyni. Þessi maður, hver sem hann nú er, virðist hafa búizt við því, að lögin sem sungin voru hefðu gert sig sjálf. Að minnsta kosti láðist honum að biðja menn að hylla skapara flestra þeirra, Sigvalda Kaldalóns, sem óneitanlega er þó einhver hinn allra sjaldgæfasti frumkraftur i söngmennt hér á landi. Enginn viðstaddra var þó svo hugsnar að leiðrétta þessa yf- irsjón. Aftur á móti kvað við myndug rödd i salnum og bað menn hrópa húrra fyrir Islandi, og var það gert. Að öðru leyti var þessi söngskemmtun ein hin hugnanlegasta, er ég hefi setið um ára- bil. R. J. Frá Þingvöllum 17. júní. Margvíslegur tónrænn undirbúningur fór fram til þess að gera þennan atburð

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.