Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 19

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 19
TÓNLISTIN 9 V. Þegar lilustað er á tónverk, er af- ar áríðandi, að geta einnig og ekki siður fylgzt með milliröddunum og undirröddunum, geta einnig greint feril þeirra tónlína, sem ekki liggja efst á yfirborðinu, þvi að yfirröddin vex upp af þessum djúpröddum, þangað sækir liún vaxtarmátt sinn og stöðugleika; efsta röddin eða lag- línuröddin sjálf líkist aðeins hlað- krónu á stóru tré; ef lauf blaðkrón- unnar á að geta teygt sig hátt í sól- arátt og numið nauðsynleg lífefni loftsins sér til handa, verða grein- ar trésins og stofn að vera gildar og sterkar og hvíla á djúpsettum rót- um. Dýpt rótanna oggildleiki stofns- ins verða að samsvara liæð trésins. Af þessari líkingu má draga þá á- lvktun, að allar raddir tónverksins eru í rauninni jafn-þýðingarmiklar, lika innraddir og grunnraddir; og í þessari staðrejmd er falinn hinn mikli lej'ndardómur tónlistarinnar sem fræðigreinar, því að þá fyrst er iag eða tónverlc reglulega gott, að það uppfylli þessi skilju-ði. Þjóðfé- lagsþegninn hefir ánægju af að kynnast þessu vegna samlíkingar- innar við þjóðfélagið. Hver rödd er í rauninni sjálfstæður einstakling- ur, sem hej'ir sína sérstöku tilveru, en með tilveru sinni skapar hún um leið öðrum röddum lífsmöguleika. og í rauninni er hún sjálf einnig vaxin upp af grunni annarra radda. Og aðeins fjrrir tilstvrk hinna radd- anna öðlast hver einstök rödd til- verugildi sitl eða hljómgildi. Tón- verkið er því ekkert annað en ein órofakeðja samstarfandi radda; því hetur samslilltar sem liinar einstöku raddir eru, því hetra verður tón- verkið sem heild. Hver einasta rödd verður því alltaf að taka tillit til hinna raddanna, en draga sig samt ekki í hlé; ávallt verður hún að gera sig gildandi og leggja þar með hinum röddunum lið, því að hver sjálfstæð rödd lifir aðeins sem einn þáttur í stórri heild. Saman- burður á tónverki og röddum þess og þjóðfélagi og þegnum þess er því mjög nærtækur. VI. Sá, sem skyggnist um í þjóðlífi okkar, gengur þess ekki dulinn, að víða verður vart mikillar löngunar til að ástunda tónlist í einhverri mvnd. Margir hafa aflað sér kunn- áttu í meðferð hljóðfæris, og standa þeir mun betur að vígi við heyrn tónverka en hinir, sem aldrei hafa raunverulega þreifað á tónsætunum; þeir eru og vel séðir í hópi fjölskjdd- unnar vegna margra ánægjulegra stunda, sem þeir skapa með leik sin- um, því að tónlistin er sérstaklega vel lil Jiess l’allin að efla samein- ingarkennd, jafnvel flokks manna, sem í skjótu hragði virðist all-sund- urleitur, en revnist þó geta tekið höndum saman, ef rétt er á haldið. Mjög veigamikið atriði í styrldeika og áhrifamætti þessara tengsla er sú nauðsyn, að tónlistin sé gegn- slungin þeim lífsþáttum, sem eru meginuppistaðan í eðli þjóðarinn- ar, því að þá samlagast tónarnir fólkinu sjálfkrafa og gagntaka vit- und þess — verða hluti af þess eig- iri inni.

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.