Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 25

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 25
TÓNLISTIN 15 tekizt. Salurinn var þéttsetinn, og áheyr- endur urÖu þess varir, a'Ö hér var um tvo geðþekka og efnilega listamenn aÖ ræÖa, sem hafa — enda þótt þeir verÖi enn að teljast til nýgræðingsins — fullkomin vaxtarskilyrði á við margt það, sem nú þegar er orðið láómlegt og íturvaxið. Guðmundur Jónsson var Reykvikingum ])egar kunnur af söng sínum i Jóhannes- arpassiunni síðastliðinn vetur, enda kom það áheyrendum þá mjög á óvart, að svo ungur maður og óvanur opinherum Síing skyldi leysa starf sitt af hendi af þeim myndugleik og því öryggi, sem raun bar vitni. Við þá frammistöðu gat í rauninr.i nú litlu verið við að bæta. Þó kom nú í ljós einn sá eiginleiki Guðmund- er, sem ekki var kunnur áður, sem sé ó- venjulegt raddþol, og má telja ])að ganga ])rekvirki næst nð syngja svo langt og erfitt ,,prógram“ með ótal endurtekning- um svo að segja hvíldarlaust, án þess að votti fvrir þreytu. Ber ])að og ekki hvað sizt vott um, að söngvarinn hafi hlotið ágæta undirstöðumenntun hjá kennara sínum hér. En eins og eðlilegt er, er söugur Guðmundar Jónssonar frá list- rænu sjónarmiði enn söngur nemandans. Uann hefir ekki enn náð þeirn þroska, að hann sé fær um að hlása lííi í rnörg ólík viðfangsefni — og gerir sér enda ekki far um það. Raunar er það gott. Ungur söngvari, sem er gæddur hinni óvenju- legu bassarödd Guðmundar, getur varla á þessu stigi málsins gefið betri vonir um framtíð sína en með því að sanna, að hann sé góður nemandi. Undirleikarinn Einar Markússon var að ])vi leyti all-ólík- ur söngvaranum, að leikur hans bar ekki vott urn gott nám. Þar með sé þó ekki sagt, að hann mundi ekki reynast prýði- legur nemandi, ef á reyndi, en mér er nær að halda, að hann hafi ekki til þessa notið mikillar leiðsagnar í píanóleik, og var leikur hans haldinn mörgum þeim vanköntum, sem góður kennari mundi laga á stuttum tíma. En hann hefir ótvi- ræða tónlistarhæfileika og m. a. að upp- lagi mjög mjúkan áslátt, sem mundi koma betur í ljós, ef hljómaraðirnar væru ekki gruggaðar um of af óíullnægj- andi pedalskiptingu. Undirstöðuna þarf að læra, en manni með upplagi Einars ætti ekki að þurfa að reynast sá róður þungur. Tónlistarfélagið og dr. Urbantschitsch, hinn stórhuga tónlistarstjóri þess, hafa lengi haft hug á því að koma á fót föst- um blönduðum kór til þess að annast hin mörgu viðfangsefni af því tagi, er fé- lagið tekst á hendur. Hefir þetta lengi verið allmiklum örðugleikum bundið, og skulu orsakir þess eigi greindar hér. Nú hefir þetta loks tekizt. Á 5. tónleikum félagsins á þessum vetri kom Samkór Tónlisiarfclagsins fram í fyrsta sinni með efnisskrá, sem bar enn á ný vott um ]>á merku viðleitni Tónlistarfélags- ins, að kynna almenningi merkari tón- list en hann hefir áður haft kost á að ]>ekkja hér. Um samsetningu kórsins er aðeins hið bezta að segja. Flestar kven- raddirnar munu hafa sungið á fyrri tón- leikum félagsins, og má því telja, að ])ar sé um allsamæfða heild að ræða, enda eru þarna saman komnar margar af beztu kvenröddum þessa bæjar. En kórinn hefir einnig prýðilegum karlaröddum á að ski])a, bæði mjúkum og hljómmiklum, enda þótt þar hafi ekki verið um auð- ugri garð að gresja en svo, að nokkrir raddmenn eru — samkvæmt söngskránni — fengnir að láni hjá einum karlakói bæjarins. Er þetta einkennilegt ástand í bæ, þar sem margfalt fleiri karlmenn iðka kórsöng en konur. A efnisskránni voru lög eftir tvö rómantísk tónskáld, Schubert og Brahms. Eftir hinn fyrr- nefnda var hinn dáfagri Mansöngur fyrir kvennakór, og söng Anny Þórðarson ein- söng í því verki, mjög smekklega. Virt- ist þetta verkefni liggja henni sérstak- lega vel. 1 hinu Schubert-verkinu, Sigur- hrós Mirjams, söng Davina Sigurðsson sópranhlutvcrkið. Er þetta allmikil kantata með klassísku sniði. \7ar meðferð þess ágæt, bæði hjá einsöngvara og kór, en við fyrstu heyrn virðist það þó ekki vera Framh. á bls. 18

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.