Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 29

Tónlistin - 01.11.1944, Blaðsíða 29
TÓNLISTIN 19 þessum styrjaldartimum getur enginn hugsaÖ sér að iðka neinar listir, íþróttir né dægrastyttingu nema í ,,hölT‘. Þá er hætt viÖ, aÖ Tónlistarhöllin yrði annað ])jóðleikhús. Þau leyndardómsfullu öfl, er nú ráða ferðum þeirra sem stríð heyja, hafa ver- ið okkur hér á landi óvenjulega hliðholl, er þau af vizku sinnisenduKathrynOver- street hingaS austur um höf. Enda þótt hún hafi hingað til ekki tekið beinan þátt í íslenzku tónlistarlífi, er hún íslenzkum tónlistarvinum þegar mætavel kunn fyrir leik sinn í ameriska útvarpið hér, bæði einleik og samleik með Rodd. En þessir útvarpsliðir mega teljast til þess allra hezta af tónlist, sem útvarpsstöðin hér hefir sent frá sér yfirleitt. Margir munu og kannast við Overstreet frá tónleikum Rauða Krossins fyrir skemmstu. Enda þótt Overstreet væri þannig áheyrendum allt annað en ókunn, þegar hún gekk fram á söngpallinn. varð þó þessi fyrsti leikur hennar á vegum Tónlistarfélags- ins viðburður, sem vert er að hafa i minnum. Hér heyrðum við hana i fyrsta skipti Ieika heilan tónleik, heilsteypta röð veigamikilla tónverka án vélrænna milli- liða, og hafi hún áður vakið athygli okk- ar og aðdáun. þá má segja að hún hafi nú vaxið með stækkuðum viðfangsefn- um og orðið hugljúfari við persónuleg kynni. Það er hægt að dást að leikni Overstreet, leikni, sem virðist oft vera lýtalaus og leikur sér að ]>vi að sigra allar torfærur án ]>ess að áheyrandinn verði þess eiginlega var, að torfærur séu í vegi. En leiknin er ekki nema minni hluti listarinnar. Það sem mestu varð- ar er neistinn, sem gerir listamanninum kleift að skyggnast inn í dýpsta innihald viðfangsefna sinna og fletta því upp fyr- ir áheyrendunum. Þennan neista á Over- street, og þegar við það bætist, að hún hefir hljómkennd með afbrigðum og eina þá mýkstu snertingu, sem hér hefir heyrzt, verður það ljóst, að hér er ekki neinn miðlungspíanóleikari á ferð. Verkefna- skráin var mjög fjölbreytt og hófst á krómatískri fantasíu og fúgu eftir Bach. Bacn-leikur Overstreet er allfjarri þeim hreina „formalisma“, sem sumir ternja sér i meðferð verka eftir Bacch; hann er kvenlegur, en þó cinarður, og í fullu sam- ræmi við erfðavenjur um Bach-leik. H- moll sónata Chopins hefir oft heyrzt leik- in hér en sjaldan eða aldrei jafn skáld- lega og nú, sérstaklega þrír fyrstu kafl- arnir. í hinum erfiðu Paganini-tilbrigð- um Brahms vakti hljómfegurðin í köf 1- um. þar sem flestir píanóleikarar láta sér nægja ef þeir aðeins hitta réttar nót- ur, sérstaka athygli. Á siðasta lið tón- leikanna voru smálög eftir ýmsa höfunda nýrra tímans. Því miður verður ekki unnt að endurtaka þessa hljómleika, og munu ýmsar ástæður fyrir ]>ví, en þeir sem sóttu þá mega þó hafa leyfi til að ala ]>á von í brjósti, að þetta verði ekki í síðasta skipti, sem Kathryn Overstreet leikur fyrir íslenzka áheyrendur. Léttur samsöngur fárra karlaradda hefir löngunr átt miklum vinsældum að fagna meðal almennings hér í hæ. En óneitanlega virðist sú tónlist af þessu tagi, sem horin er fram nú orðið, verða æ vatnsbornari uppáhelling af bruggi Comedian Harmonists, er við kynnt- umst af hljómplötum endur fyrir löngu. Þeir Kling-Klang fimmmenningar gátu litið nýtt lagt til málanna á fyrsta opin- hera hljómleik sínum. Það háir þeim mest, hversu hljómlitlar raddirnar eru. Til]>rif koma varla til greina, þegar allt er sungið pianissimo, nema ef tilþrif skyldi telja nokkurn kímnisvott, sem brá fj’rir víða, en var ekki nógu samæfður til þess að hæfa markið. Eðlilegur pall- skelkur mun og nokkuð hafa dregið úr áhrifunum. Teknamegin geta þeir félag- ar talið sér: góð samtök og samæfingu í sjálfum söngnum, létt hljóðfall, laglegan og felldan hljómblæ. Virðist liggja bein- ast við, að þeir félagar noti hljóðnema, þegar ]>eir syngja í stórurn húsakynnum. Árni Björnsson lék undir og fórst það smekklega. Meðal áhorfenda bar mest á ungu fólki, og klappaði það söngvurun-

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.