Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 7
Leirverjar fóru á mikið þurra­ fyllirí fyrir síðustu helgi og ortu brennivínsvísur hver sem betur gat. Pétur Stefánsson sagðist hlakka til kvöldsins og orti: Helst­af­öllu­ég­hlakka­til að­hella­í­glasið­dropa. Í­vodka­finn­ég­vænan­yl og­vor­í­hverjum­sopa. Hæ og hó Sigmundur Ben. bætti við og sagði: HÆ og HÓ! Nú er fjör. Fæ mér sopa af Drambuie og læt eina hraðsoðna vaða í selskapinn: Nú­skal­syngja­nótt­og­dag niður þvinga amann, vínið­yngir­okkar­brag orðin­klingja­saman. Fæðist­bros­til­fagnaðar, fjölga­bragsins­rætur. Best­með­kveðjum­Bakkusar býð­svo­góðar­nætur. Allar bullur Hálfdan Ármann Björnsson yrkir svo um félaga sína á Leir: Lítið­gull­fær­landinn­sótt Leirs­í­sullið­forar enda fullar urðu í nótt allar­bullur­vorar! Brennivínið bætir allt Svo fóru menn að birta gamlar drykkjuvísur, m.a. þessa, sem sögð er eftir Ólaf Davíðsson fræðimann er fæddur var árið 1863 á Felli í Sléttuhlíð: Finnst­mér­lífið­fúlt­og­kalt fullt­er­þar­af­lygi­og­róg. En­brennivínið­bætir­allt bara­að­það­sé­drukkið­nóg. Leirs á grunni Hreiðar Karlsson bættist í hóp­ inn og orti: Leirs­á­grunni­leik­ég­mér, litla­snilli­bý­við. Býsna­þunnur­orðinn­er eftir­fylliríið.­­ Nú er ég þunnur En svo kom að skuldadögunum og Pétur Stefánsson orti: Innritast­ég­ætti­á­Vog allri­heilsu­rúinn. Nú­er­ég­þunnur­nokkuð,­og nú­er­vísan­búin. Svo byggðin haldi velli Kristján Eiríksson sagðist hafa fengið að nota gamla vísu eftir eldri bróður sinn [sennilega Jón Drangeyjarjarl, innsk. S.dór]. Vísan var ort á fundi, þar sem rætt var að einn mann vantaði á að hreppur nokkur í Skagafirði hefði rétt á að vera sjálfstætt sveitarfélag, en gamall maður í hreppnum hafði þá nýlega dáið: Lífs­og­dauða­skörp­eru­skil, skreipt­er­á­valdasvelli. Barn­í­nauð­skal­búa­til svo­byggðin­haldi­velli. Ítalskt koníak Þessi vísa Hjálmars Freysteins­ sonar á vel við í þeirri kuldatíð sem gengið hefur yfir okkur í vetur: Er­norðan­gjólan­blæs­í­hnakka­ og­bak og­brýtur­mann­svo­gjörsamlega­ niður, það­eina­sem­hjálpar­er­ítalskt­ koníak sem­aldrei­hefur­verið­til,­því­ miður. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is Í umræðunni Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 20087 Mælt aF Munni FraM „Við erum orðnir vanir því að forstjóri Haga ráðist á þessar búgreinar með þeim hætti sem raun ber vitni. Þetta er ekki í fyrsta skipti, og örugglega ekki síðasta, sem hann kemur með til­ lögur sem myndu útrýma svína­ og kjúklingarækt hér á landi. Maður óttast mest að þetta sé orðið að einhverri þráhyggju hjá honum,“ segir Ingvi Stefánsson for maður Svínaræktarfélags Ís lands vegna ummæla Finns Árna sonar forstjóra Haga í fjöl­ miðlum í liðinni viku en þar fjallaði hann m.a. um að nauðsyn­ legt væri að skoða alvarlega að gefa innflutning á kjúklinga­ og svínakjöti frjálsan sem og á eggj­ um. Finnur nefndi að miklar höml ur og höft gerðu að verkum að mat vælaverð væri hærra á Ís landi en víða annars staðar. Svína- og kjúklingakjöt um 1,4% af heildarútgjöldum heimilanna Ingvi segir að það sem sér finnst alvarlegast í þessu er „hvernig þessum svokölluðu Baugsmiðlum er beitt í baráttunni“. Hann nefnir hádegisviðtal á Stöð 2 og Bylgjunni og viðtal í Fréttablaðinu m.a. sem dæmi þar um, en í báðum miðlum hvetji Finnur til þess að tollar á inn­ flutt svína­ og kjúklingakjöt séu lagðir niður. „Það eina sem er nýtt í hans málflutningi frá því fyrir rúmu ári síðan er að nú er hann búinn að bæta eggjunum í pakkann.“ Ingvi segir erfitt að fóta sig í málflutn­ ingi á þessu plani, engu sé líkara en fjármál heimilanna myndu leysast með því að fella umrædda tolla niður. Hann nefnir að svína­ og kjúklingakjöt vegi nú um 1,4% af heildarútgjöldum heimilanna, upp­ hæðin gæti numið um 5.600 krón­ um á mánuði fyrir meðalheimili og án þess hann ætli að gera lítið úr þeirri upphæð „held ég að ávinn­ ingur af niðurfellingu tolla á þessar kjötvörur sé stórlega ofmetinn“. Ingvi segir það langt í frá sjálf­ gefið að tollalækkanir skili sér alfarið í vasa neytenda. Bendi hann í því samhengi á að hann hafi borið saman verðlag á fatnaði og skóm hér á landi við sömu vöruliði í Danmörku. Í ljós kom að kjöt kostar samkvæmt nýjustu gögnum fyrir árið 2006 27,2% meira hér á landi en þar. Hins vegar kost­ aði fatnaður og skór 27,7% meira hér en í Danmörku. Fatnaður og skór vega álíka mikið í heildar­ útgjöldum heimilanna eins og öll innlend búvöruframleiðsla þannig að það skiptir neytendur líka máli. „Ég hef ekki tölu á öllum þeim fataverslunum sem eru í eigu Haga hér á landi, en Finnur getur eflaust útskýrt fyrir neytendum af hverju svona mikill verðmunur er á milli landa í þessum samanburði. Við vitum þó af hverju kjötið kostar meira, bæði búin og vinnslurnar hér eru mun minni heldur en t.d. í Danmörku og öll aðföng, eins og t.d. fóðrið, í okkar rekstri kosta mun meira heldur en erlendis. Þetta gildir hins vegar ekki með innflutt­ an fatnað,“ segir Ingvi. Hafi svínakjöt hækkað út úr búð verða aðrir að svara fyrir það Hann bendir á að verð til svína­ bænda hafi hækkað einu sinni frá því í maí 2006, í október í fyrra, en þá hækkaði það um 10% til bænda. Aðrir verði því að svara fyrir það ef verð á svínakjöti hafi hækkað út út búð á síðustu mánuðum, bændur hafi ekki fengið þá hækkun í sinn vasa, þrátt fyrir gríðarlegar hækk­ anir á aðföngum. „En við bændur erum líka neytendur og við höfum miklar áhyggjur af öllum þeim hækkunum sem eru framundan. Eðlilega vilja neytendur fá vöruna á sanngjörnu verði og ég get lofað því að við leitum allra leiða til hag­ ræðingar í okkar rekstri til að halda verði niðri. Það er því miður með ólíkindum hvað margt hefur gerst í umhverfinu sem hefur hækk­ að framleiðslukostnað okkar. Þar vega fóðurhækkanir langþyngst, og verða enn meiri þar sem krón­ an hefur veikst mikið. Fjármagn er orðið svo dýrt að hvorki heimili né fyrirtæki standa undir því til lengd­ ar og fyrirsjánlegt verðbólguskot mun ekki létta róðurinn.“ MÞÞ Ingvi Stefánsson formaður Svínaræktarfélags Íslands um málflutning forstjóra Haga Ávinningur af niðurfellingu tolla stórlega ofmetinn Hildur Traustadóttir fram­ kvæmdastjóri Félags kjúk­ linga­ og eggjabænda segir það bein línis ábyrgðar laust og vill­ andi að til að lækka vöruverð þurfi að leggja niður búskap á Íslandi. Þetta segir hún í tilefni af ummælum sem fallið hafa í fjölmiðlum undanfarið, m.a. hjá forstjóra Haga, Finni Árnasyni. Hún segir verð á matvælum hafa hækkað um heim allan og það sama gildi um flutningskostnað, sem hafi hækkað verulega. „Það er ekkert vitað um hvaða verð verður á landbúnaðarvörum ef ekkert verður lengur framleitt hér á landi. Og við hefðum heldur ekkert um það að segja frá hvaða löndum það kjöt og egg sem flutt væri inn kæmi. Nágrannaþjóðirnar sem við berum okkur oft saman við eru að berjast við ýmiss konar sjúkdóma sem við hér höfum verið algjörlega laus við,“ segir Hildur og bætir við að það hljóti að vera metnaður hverrar þjóðar að fram­ leiða matvæli sem neytendur geti treyst. Bendir hún á að öllum sé frjálst að flytja inn kjúklingakjöt svo framarlega sem fullnægjandi heilbrigðisvottorð fylgja með og að fylgt sé tollareglum. Heil­ brigðiseftirlit með innlendri kjúk­ lingaframleiðslu er mjög gott og fylgst er með allri framleiðslu og hverjum sláturhópi, eftirlit hér á landi sé mun meira en annars stað­ ar. Eftirlitinu fylgi neytendavernd en ef opnað verði að fullu fyrir frjálst flæði á frosnum og ferskum kjúklingaafurðum þá mun þessi neytendavernd minnka til muna. Verð á kjúklingakjöti er vissu­ lega hærra hér á landi, en gæði þess eru meiri en annars stað­ ar, segir Hildur. „Vegna smæðar markaðarins er dýrara að fram­ leiða kjúkling hér á landi, m.a. vegna tvöfalt hærra fóðurverðs sem framleiðendur hér á landi þurfa að greiða. Það sama gildir um eggjaframleiðsluna.“ Hildur segir að allt að eitt þús­ und manns vinni bæði beint og óbeint við kjúklinga­ og eggja­ framleiðslu hér á landi og yrðu breytingar gerðar á og opnað fyrir innflutning yrðu störf þessa fólks í uppnámi. Hún segir að þegar borin sé saman þróun vísitölu neysluverðs og þróun kjúklingaverðs hér á landi liðin ár, frá 1997 til 2008, hafi verð á kjúklingum lækkað um tæp 10%, en neysluvöruvísi­ talan hækkað um 60%, þannig hafi þróun á verði kjúklinga verið neytendum til hagsbóta. −MÞÞ Kjúklingabændur segja það metnað hverrar þjóðar að framleiða matvæli sem neytendur treysta Verð á kjúklingum hefur lækk­ að um 10% á liðnum áratug Hönnuðir og bændur leiða saman hesta sína Má bjóða þér sláturtertu, sjávar­ maríneraðar kartöfluflögur og jafn­ vel skola þessu niður með ísköld­ um rabarbarasafa? Í eftirrétt er ekki ónýtt að gæða sér á sítrónu norður­ sins, íslensku gulrófunni og stinga upp í sig dísætri rabarbarakara­ mellu. Allt þetta var á boðstólum og meira til á stefnumóti vöruhönn­ uða og íslenskra bænda sem haldið var við höfnina í Reykjavík, n.t.t. á neðri hæð Sjóminjasafnsins, um miðjan marsmánuð. Tilgangurinn var að sýna gestum afrakstur sam­ vinnu hönnuða og bænda og leyfa fólki að smakka og kaupa vörurnar. Markmiðið með samstarfinu er að styrkja samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar með því að skapa nýja matvörur sem byggja á sér­ stöðu og rekjanleika. Í kjölfarið á stefnumótinu var ákveðið að þróa nánar þrjár vörutegundir sem sýnd­ ar voru. Í haust er stefnt að því að koma sláturtertunni á markað ásamt karamellum og safa úr rabarbara. Nú tekur við þróunarferli þar sem hugað verður m.a. að geymslu­ þoli, umbúðum og söluaðilum. Bændablaðið var á staðnum ásamt fjölda fólks sem lagði leið sína á Grandagarðinn og bragðaði á nýj­ ungunum. Karamellur úr rabarbara slógu í gegn enda ómótstæðilegar á sinn hátt en Arna Rut Þorleifsdóttir hélt þeim samviskusamlega að gestum. Rabarbarinn var fenginn frá bænd- unum á Löngumýri á Skeiðum. Gulrófur frá Hrauni í Ölfusi voru á boðstólum í básnum hjá henni Eddu Gylfadóttur en þær voru kryddlegn- ar og maríneraðar. Gestir gátu keypt niðursneyddar rófur í lofttæmdum umbúðum sem var haganlega fyrir komið í frímerktu umslagi! Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir, Brynhildur Pálsdóttir og Sigríður Sigur jóns- dóttir eru allar starfandi hjá Listaháskóla Íslands í vöruhönnunardeild og áttu veg og vanda af skipulagningu verkefnisins „Stefnumót hönnuða og bænda“. Ljósm. TB Brynjar Sigurðarson bar sig fagmannlega að við skurð á sláturtertu sem verður að teljast eitt frumlegasta afkvæmi hönnuðana. Í umsögn um tert- una segir að fólk sé farið að taka fyrsta bitann með augunum og því skipti útlitið miklu máli.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.