Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 21

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 21
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200821 www.bbl.is Páskarnir eru nýliðnir og allir vel úttroðnir af páskaeggjum og páska­ lambi. Í mínum augum eru pásk­ arnir orðnir að góðu og afslöppuðu fríi. Það er ekkert endilega verið að hafa of mikið fyrir því að hitta stór­ fjölskylduna eða halda sig við ein­ hverjar ákveðnar páskahefðir í mat. Nema hvað varðar páskaeggin… Týnt í pósti Ég hef aldrei getað hugsað mér pásk ana án þess að fá páskaegg og að sjálfsögðu bara frá Nóa og Síríusi. Eitt sinn dvaldist ég í Þýska landi yfir páskana og bað móður mína um að senda mér egg út. Skemmst er frá því að segja að páskaeggið skilaði sér aldrei til Þýskalands og kom í leitarnar á Ís landi um svipað leyti og ég kom heim í sumarvinnuna. En í staðinn fékk ég að upplifa þýska páska með gestgjöfum mínum. Við máluðum hænuegg og hengdum á greinar og í staðinn fyrir súkkulaðiegg fékk ég körfu með súkkulaðikanínum (sem smökkuðst svo sem ágætlega, en ekki eins og Nói og Síríus). En hvernig upplifa útlendingar íslenska páska? „Mér bauðst að taka aukafrí þarna um páskana og ætlaði að kíkja aðeins út á föstudeginum, en það var bara allt lokað,“ sagði John frá Englandi. „Varla hægt að redda sér matarbita og bærinn alveg steindauður.“ Verpa kanínur eggjum? En hvernig er þetta í öðrum lönd­ um? „Á páskunum er hefð fyrir því að heilsa vinum og ættingjum með því slá þá létt með greinum á pálmasunnudag. Í staðinn fá þeir síðan gjöf, t.d. egg eða sælgæti. Lengi vel var allt bannað á föstu­ daginn langa og aðeins nýlega hafa reglur um opnun skemmti­ og veit­ ingastaða rýmkast. Egg eru líka til­ tölulega nýleg hefð,“ sagði Anu frá Finnlandi. Páskakanínan er þýsk að upp­ runa og tengist vorhátíðinni og frjósemi kanínunnar. Tengslin við páskana má rekja aftur til 16. aldar og fyrstu páskakanínurnar sem hægt var að borða komu fram í byrjun átjándu aldar. Kanínan flutt­ ist síðan til Bandaríkjanna með þýskum innflytjendum þar sem páskakanínan verpir enn lituðum eggjum fyrir góð börn. Þaðan er leitin eftir páskaeggj­ unum komin. „Við vöknuðum eld­ snemma og þeyttumst út um allt hús og garðinn í leit að páskaeggj­ um. Foreldrar mínir voru oft búnir að skipuleggja vísbendingar og við reyndum að finna sem flest. Eggin voru yfirleitt lítil súkkulaðiegg og svo úðaði maður þessu í sig allan liðlangan daginn,“ sagði Florian frá Þýskalandi. Vorið nálgast Páskarnir eru því mjög tengdir vor inu og minnir okkur á að brátt fara lömbin að fæðast og fyrstu ferða mennirnir að birtast í leit að íslenskri náttúru og kjötsúpu. Og þá þurfum við fullt af starfs­ fólki af Evrópska efnahagssvæðinu. Páskar án páskaeggja Eygló Harðardóttir Ráðningaþjónustunni Nínukoti eyglo@ninukot.is – www.ninukot.is Erlendir starfsmenn í sveit Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna 5. gr. Aðlögunarsamningsins Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um framlög til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna ársins 2008, samkvæmt 5. gr. Aðlögunarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/ Sambands garðyrkjubænda. Viðmiðunarreglur um kröfur til styrkumsókna og verk- lagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta umsókn- anna má finna á heimasíðu Sambands garðyrkju- bænda, www.gardyrkja.is Þar eru einnig umsóknareyðublöð til útfyllingar. Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda á netfanginu bjarni@gardyrkja.is Umsóknarfrestur er til 1. maí 2008. Stjórn Sambands garðyrkjubænda Fundarboð Aðalfundur Búsældar ehf verður haldinn Á hreindýraslóðum að Skjöldólfsstöðum á Jökuldal laugardaginn 19. apríl næstkomandi og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Hluthöfum skal bent að hægt er að senda umboð til fundarins. Stjórnarmenn og varastjórnarmenn Búsældar hafa eyðublöð fyrir umboð og einnig er hægt að tölvusenda þau til allra er vilja. Stjórn Búsældar ehf. Mikill vöxtur er í ræktun erfða­ breyttra jurta í heiminum þessi misserin. Samkvæmt skýrslu frá alþjóðlegri þjónustumið­ stöð ræktenda erfðabreyttra jurta jókst hektarafjöldinn sem undir slíka ræktun fer um 12% á árinu 2007. 12,3 millj­ ónir hektara bættust við rækt­ unarsvæðið sem nú telur 114,3 milljónir hektara. Ræktunin fer fram í 23 löndum en lang­ stærsti hluti hennar, eða 86,4%, á sér þó stað í fjórum ríkjum Ameríku. Bandaríkjamenn eru lang­ stærstir í erfðabreyttri ræktun en þar í landi eru erfðabreyttar jurtir ræktaðar á 57,7 milljónum hektara, eða um helmingi þess landrýmis sem undir þessa rækt­ un fer í heiminum. Næst koma Argentína (19,1 milljón hektara), Brasilía (15) og Kanada (7). Tvö fjölmennustu ríki heims, Indland og Kína, hafa sótt í sig veðrið í ræktun erfðabreyttra jurta að undanförnu og það sama má segja um Paraguay og Suður­Afríku. Í öðrum löndum er ræktunin mun minni. Á lista skýrslunnar eru átta Evrópuríki en í þeim er í raun sáralítil rækt­ un, þau eru öll með undir 50.000 hektara nema Spánn sem er með rúmlega 100.000 hektara. Þetta endurspeglar þá andstöðu sem verið hefur ríkjandi í Evrópu gegn ræktun erfðabreyttra jurta. Þær tegundir sem algeng­ ast eru í erfðabreyttri ræktun eru maís, baðmull og sojabaunir. Tegundunum fer þó fjölgandi og má nefna sem dæmi að í Kína eru töluverð ræktun á erfðabreyttum tómötum, auk þess sem þar voru gróðursettar 250.000 aspir á síðasta ári en þær eiga að geta varist skor­ dýraplágum betur en venjulegar aspir. 16% heimsviðskipta Í skýrslunni kemur fram að mestu vöxtur í ræktun erfðabreyttra jurta hafi að undanförnu verið í þróunarríkjunum. Þau 23 ríki sem stunda slíka ræktun skiptast þann­ ig að 12 teljast til þróunarríkja og 11 til iðnríkja. Verðmæti og umfang uppskerunnar er þó mun meira í iðnríkjunum, þar urðu þrjár af hverjum fjórum krónum til. Heildarverðmæti uppskerunn­ ar í erfðabreyttri ræktun var tæp­ lega sjö milljarðar Bandaríkjadala á árinu sem leið en það samsvarar um 16% heimsviðskiptanna með viðkomandi tegundir sem talin eru hafa verið 42,2 milljarðar Bandaríkjadala. Af þessum sjö milljörðum voru 3,2 milljarðar maís, 2,6 milljarðar baðmull og 0,9 milljarðar sojabaunir. isaaa.org Erfðabreytt ræktun vex hratt og víða Notaðar vélar á tilboðsverði Símar 568-1500 / 461-1070 Sjá einnig nánari upplýsingar á www.thor.is Case 4230 RXL, 4x2 Nýskr. ‘95. 82 hö, 4 cyl. 6986 vst. Tilboðsverð kr. 825.000 án vsk Steyr 970A, 4x4 Nýskr. ‘95. 75 hö, 4 cyl., 6250 vst. Tilboðsverð kr. 1.150.000 án vsk Steyr 970A, 4x4 Nýskr. ´95, 75 hö, 4 cyl., 4700 vst. Tilboðsverð kr. 980.000 án vsk. KUBOTA M105s, 4x4 Nýskr. ‘07. 105 hö, 4 cyl. 250 vst. Tilboðsverð kr. 4.250.000 án vsk KUBOTA ME9000, 4x4 Nýskr. ‘06. 94 hö, 4 cyl TDI. 550 vst. Tilboðsverð kr. 3.450.000 án vsk Deutz-Fahr Agroplus 95, 4x4 Nýskr. ‘06. 103 hö, 4 cyl., 310 vst. Tilboðsverð kr. 4.400.000 án vsk Case Maxxum 100C, 4x4 Nýskr. ´00, 100 hö, 4 cyl., 5400 vst. Tilboðsverð kr. 2.250.000 án vsk. CASE MXU 125 Maxxum, 4x4 Nýskr. ‘06. 125 hö, 6 cyl TDI. 500 vst. Tilboðsverð kr. 4.600.000 án vsk www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.