Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200814 Það er mikill og vaxandi áhugi á því meðal bænda að fram­ leiða ýmsar vörur og selja beint frá býli. Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði, er frumkvöðull í því að mark­ aðssetja afurðir sínar sjálfur undir eigin vörumerki og hefur stundað það í meira en 20 ár. Bændablaðið ræddi við hann um bygg sem hann pakkar í neyt­ endaumbúðir, ásamt fleiru, og selur til manneldis undir merk­ inu Móðir jörð. „Ég er bæði með bankabygg, sem er heilt, slípað bygg, og svo byggmjöl. Ég hefur verið að kenna fólki að nota bankabygg í pottrétti, grauta, súpur og salöt, sem með­ læti með öðrum mat, sem heilkorn í brauð og sem byggmjöl í bakst­ ur og eins er gott að nota það sem rasp til að steikja upp úr. Við fram­ leiðum einnig tilbúna, frysta rétti; baunabuff, byggbuff, rauðrófubuff og byggsalat/tabúle, allt úr lífrænt ræktuðu hráefni,“ segir Eymundur. Megnið af hráefninu er lífrænt ræktað í Vallanesi, svo sem banka­ bygg, kartöflur, rófur, hnúðkál, rauðrófur, hvítkál, púrra og stein­ selja. Aðfengið efni, eins og krydd og baunir, er líka ræktað á vottaðan, lífrænan hátt. Hjá Móður jörð eru einnig framleiddar þrjár tegundir af húðolíum og nefnast þær lífolía, birkiolía og blágresisolía. Jurtaeldhúsið Eymundur kallar eldhúsið sitt Jurtaeldhúsið og er um þessar mundir með fimm konur í vinnu við að framleiða buff, því nú er buff­ törn, en allt er unnið í törnum hjá Móður jörð. Eymundur segir mark­ aðinn ekki svo stóran að um gang­ andi verksmiðju geti verið að ræða. Hann segist framleiða inn á lager og þegar lagerinn fari að minnka hefjist ný törn við framleiðsluna. „Ég hef verið að kenna þjóð­ inni að borða bygg í ein 15 ár. Það var dálítið erfitt í byrjun og fólk spurði: ,,Er þetta ekki bara handa svínum?“, og þótti það rosalega fyndið. Nú eru breyttir tímar og allir vilja borða bygg, enda hefur verið sýnt fram á þá miklu hollustu sem því fylgir. Ég er stundum með kynningar í verslunum í Reykjavík og gef fólki að smakka á buff­ unum og bygggraut, sem ég kalla Morgungraut Gabríels og nýtur vaxandi vinsælda. Fyrst þegar ég var með þessar kynningar var fólk hálf tregt til að prófa. En smátt og smátt kom þetta og nú er fólk ekki eins tortryggið, hefur mikinn áhuga og smakkar hjá mér. Margir segjast vera farnir að nota banka­ bygg alfarið í stað hrísgrjóna. Það er staðreynd að bygg og byggmjöl er mjög gott fyrir magann og melt­ inguna og fólk finnur það strax,“ segir Eymundur. Eymundur ræktar allt byggið sjálfur og aðspurður, hvort hann gæti ekki lent í erfiðleikum ef kæmi mjög vont sumar til korn­ og bygg­ ræktar, svarar hann á þessa leið: „Takmarkið hjá mér er að eiga alltaf tveggja ára birgðir, og bygg geym­ ist mjög vel. Það er til að mynda notað af fornleifafræðingum við aldursgreiningu í rústum. Eftir alla þá vinnu og peninga sem ég hef sett í markaðssetningu, þá má ég alls ekki missa ár úr,“ segir Eymundur Magnússon. S.dór Guðni Einarsson, bóndi í Þóris­ holti í Mýrdal, segist telja víst að hagur þeirra, sem stundi lífræna ræktun, hljóti að batna við hinar miklu verðhækkanir á tilbúnum áburði sem átt hafa sér stað í vetur og ekki er víst að sjái fyrir endann á. Guðni býr félagsbúi með Grétari bróður sínum. Þeir hafa í mörg ár verið stórtæk­ ir í gulrófnarækt en voru líka með sauðfé og kýr og var sauð­ fjárrækt þeirra lífræn ræktun. Guðni segir þá hafa fargað fé sínu í haust er leið, en bendir á að landið sem sauðféð hafi verið á sé enn lífrænt vottað. Hvorki kýrnar né gulrófnaræktin hafa lífræna vottun. Ástæðan fyrir því að þeir förg­ uðu öllu sínu fé var sú, að þeir ætla að auka gulrófnaframleiðsl­ una í framtíðinni. Aðspurður hvort hann telji mögulegt að fara með gulrófnaræktina út í lífræna ræktun segist Guðni telja það mjög erfitt, en það sé samt hægt og sjálfsagt hugsi menn sig um ef áburðarverð haldi áfram að hækka. „Svo er það spurning hvort ríkið er tilbúið til að styðja eitt­ hvað við þessa búgrein eins og aðrar. Við höfum vissulega verið að kalla eftir slíkri aðstoð og því, að einhver hluti þess fjár sem fer til landbúnaðarins fari til þessa geira sem gulrófnaræktin er. Þetta hafa Norðmenn gert og kallað aðlög­ unarstuðning. Þá gætu menn farið út í þessar grænu greiðslur, þar sem bæði er greitt fyrir land og gripi. Þá er ég viss um, að fleiri væru tilbúnir til að fara út í lífræna ræktun,“ segir Guðni Einarsson. S.dór Bygg – Ottó 3 dl bankabygg 1 msk. jurtasalt 150­300 ml sólþurrkaðir tóm­ atar 3­4 msk. grænt pestó 9 dl vatn Aðferð: Byggið er soðið með jurtasalti í u.þ.b. 40 mínútur, eða þá 15 mínútur t.d. að kvöldi, því næst slökkt undir og látið standa á hellunni yfir nóttina. Þegar byggið er soðið eru tómatarnir skornir smátt og þeim blandað í ásamt pestóinu. Borið fram heitt eða kalt, sem meðlæti með öllum mat eða létt máltíð. Morgungrautur Gabríels 5 dl bankabygg 20 dl vatn 2 epli, skorin í litla teninga 1­2 dl rúsínur 1 msk. kanill 2 tsk. salt 1­2 dl fræ eftir smekk, t.d. sólblómafræ og/eða gras­ kersfræ (+ 2 tsk. hunang og 1 dl döðlur fyrir sælkerana) Aðferð: Hráefnið er allt sett í pott, t.d. að kvöldi og látið sjóða í u.þ.b. 5 mínútur, síðan slökkt undir, lokið sett á pottinn og farið að sofa. Að morgni má hita graut­ inn upp en þó er ekki síðra að borða hann kaldan, t.d. með mjólk eða nota sem múslí á súrmjólkina. Grauturinn þolir vel geymslu í kæli, svo tilval­ ið er að sjóða hann til nokkurra daga í einu. Eymundur Magnússon, bóndi í Vallanesi á Héraði „Er þetta ekki bara handa svínum?“ – spurði fólk, þegar ég byrjaði með byggframleiðsluna og bauð fólki til matar Guðni Einarsson, bóndi í Þórisholti í Mýrdal: „Hagur þeirra sem stunda lífræna ræktun hlýtur að batna – þegar verð á tilbúnum áburði hækkar svona mikið“ Nýtt merki fyrir lífrænar vörur í ESB Evrópusambandið hefur tekið upp nýtt merki fyrir lífræn mat­ væli, sem framleidd eru í lönd­ um sambandsins. Skylda verður frá og með næstu áramótum að nota merkið á slík matvæli, en jafnframt verður aðildarlönd­ um frjálst að nota einnig eigin merki. Landsbygdens Folk Lífolían er mjög góð nuddolía; djúpvirk, bólgueyðandi og hreins­ andi. Hún er góð fyrir vöðva, liði og gegn bjúg og sérlega góð fyrir sogæðakerfið. Ófrískar konur með bjúg á fótum hafa góða reynslu af líf­ olíunni og er besta aðferðin sú að rétta karlinum lífolíuflösku og fæturna á eftir. Auk þess að gera konunni gott fá karlarnir við þetta mjúkar hendur. Lífolían er mýkjandi og græð­ andi og hentar vel á skorpna og sprungna húð, t.d. á fótum, en gott er að bera hana á þreytta fætur eftir langan vinnudag. Einnig er gott að nota hana á viðkvæma húð eftir rakstur. Lífolían hefur verið notuð með góðum árangri á sauma eftir upp­ skurð til að fyrirbyggja ofholdg­ un. Birkiolían er mýkjandi og græð­ andi og góð fyrir þurra húð, barnaexem, unglingabólur og kláða. Hún hefur mild, slakandi áhrif og er því tilvalin á maga og brjóst verðandi mæðra til að mýkja húðina, sem bossakrem á bleiubörnin og til ungbarna­ nudds. Birkiolían er alhliða mýkjandi og græðandi olía á allan líkam­ ann og tilvalið að taka hana með til sólarlanda til að næra húðina eftir sólböð. Blágresisolían hefur reynst vel á mjög þurra húð, psoriasis, sól­ arexem og viðkvæma slímhúð, svo sem kynfæri og endaþarm. Hún er bólgueyðandi og góð til að styrkja og byggja upp húð­ ina, hefur verið notuð við vægri sveppasýkingu og til að byggja upp slímhúðina eftir lyfjameð­ ferð. Blágresisolían er mjög nær­ andi og sérlega góð fyrir andlitið eftir mikla útiveru. Það er mjög mikilvægt nú á tímum ofnæmis og óþols að neytendur geti treyst því að allar framleiðsluvörur Móður jarðar séu úr 100% lífrænt ræktuðu hrá­ efni, en því til staðfestingar er öll framleiðslan vottuð af vottunar­ stofunni Túni. Olíur frá Móður jörð í Vallanesi á Héraði Leiðrétting Mishermt var í myndatexta með viðtali við Óskar Guðmundsson sagnfræðing í síðasta Bændablaði að Garðar sá sem flutti mjólk í mjólkurstöðina við Snorrabraut hafi verið eigandi jarðarinnar Múla í Laugardal. Hann var ráðsmað­ ur en eigandinn hét Guðmundur Jónsson sem reisti bæinn Múla við Suðurlandsbraut. Við biðjumst vel­ virðingar á þessu. Ábúendur í Þórisholti taka við Landbúnaðarverðlaununum á Búnaðarþingi, talið frá vinstri: Sædís Eva Elíasdóttir, Grétar Einarsson, Halla Ólafsdóttir, Guðni Einarsson og Einar K. Guðfinnsson landbúnaðarráðherra. Það er blómlegt heim að sjá í Vallanesi. Hér er Eymundur Magnússon með dótturdóttur sína, Gígju Helgadóttur. Lífræn­ræktun­í­brennidepli

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.