Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 24
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200824 Hinn óútskýrði fósturdauði hjá gemlingum (ám á fyrsta ári) hefur valdið bændum miklum skaða og vísindamenn hafa ekki enn getað sagt svo óyggjandi sé hver ástæða þessa er. Fyrsta athugun benti til þess að selen­ og eða E­vítamín skortur ætti þátt í þessu, en hegðun fósturdauðans bendir ekki síður til smitefna. Sigurður Sigurðarson dýralækn­ ir hefur fengist við rannsóknir á lambadauða og nú þessum fóstur­ dauða hjá gemlingum í samvinnu við Landbúnaðarháskólann og Bændasamtök Íslands. Hann segir það ánægjulegt að finna áhuga fósturtalningamanna, sem hafa lagt þessu máli lið með því að láta vita um óeðlilega mikinn fósturdauða og skrá niðurstöð­ una hjá sér. Lambadauði um burð og fósturlát Sigurður segir tjón á lömbum verða með ýmsum hætti. ,,Í fyrsta lagi deyja lömb í tals­ verðum mæli um burð þ.e. rétt fyrir burð og rétt eftir burð og í burði. Um 500 lömb frá öllum landshlut­ um, sem dóu um burðinn, voru krufin á s.l. vori. Niðurstöður benda til þess að hægt sé að draga tals­ vert úr slíku tjóni með aukinni gát og fyrirhyggju þar sem 20% farast vegna áverka og hátt í 9% kafna í fæðingu, um 20% farast vegna sýkinga af ýmsu tagi og 12% vegna selen­ eða E­vítamínskorts að því er virðist. Hér er rétt að taka fram, að varlega verður að fara í notkun á seleni og E­vítamíni, nota ekki allt í senn, steina með þessum efnum, steinefnablöndur, fljótandi vítamín með seleni og E­vítamíni (Tranól), ormalyf með seleni, sprautur í féð með SelenE og notkun á áburði á túnin með seleni. Hóf verður að vera í notkun á þessum efnum, ann­ ars geta komið til eitranir. Í öðru lagi er svo tjón sem fóst­ urlátssýklar valda, en það var um 9% í fyrrnefndri athugun. Sjálfsagt er að taka frá kindur, sem láta lömbum og fara sem þrifalegast að öllu og eyða fóstrum og fóstur­ himnum. Hafa skal tiltæka einnota hanska í öllum tilfellum, aðstöðu til þvotta með heitu og köldu vatni og mildu sótthreinsiefni, þrífa hendur og hlífðarföt og hafa sem þurrast og hreinast hjá fénu til að hindra dreif­ ingu á smitefnum, sem í sumum tilfell­ um eru hættuleg fyrir fólk m.a. fyrir konur á barnseignaraldri. Erfitt er að girða fyrir slíkt tjón með lyfjum eða bóluefni ef það er þá fáanlegt, þar sem áföllin koma oftast óvænt. Fósturdauði Í þriðja lagi er svo það tjón á lömb­ um, sem hér er til umræðu þ.e. dauði fóstra í móðurkviði, þar sem orsök­ in er ekki ljós. Við höfum leitað aðstoðar hjá erlendum fræðimönn­ um án árangurs enn sem komið er. Fósturdauðinn verður svo snemma, að ekki verður eiginlegt fósturlát, menn finna engin fóstur. Dauðu fóstrin leysast upp og sog­ ast inn í líkamann aftur. Algengast er að þetta gerist hjá gemlingum en í einstaka tilfellum deyja einnig fóstur í eldri ám. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem við höfum safn­ að virðist þó fósturdauði af þessum toga varla koma fyrir hjá fullorðn­ um ám, nema hans hafi ekki orðið vart á bænum áður. Fósturdauði hjá gemlingum verður stundum meira en eitt ár í röð, jafnvel ár eftir ár á stöku bæjum. Þessar upplýsingar benda til þess að orsökin sé smit­ efni fremur en snefilefni. Næsta ár á eftir geta þessar kindur átt lömb eins og ekkert hafi í skorist. Ekki er hægt að útiloka það ennþá, að fóst­ urdauðinn sé af völdum smitefna og kannske hafi selen og E­vítamín á einhvern hátt áhrif, þ.e. að skortur á þeim minnki mótstöðu gegn smit­ inu. Það getur verið erfitt eða ómögu legt að greina á milli fóst­ urláts, sem verður mjög snemma og fósturdauða sem hér er við að fást. Ef gemlingarnir verða blautir eða klíndir lítils háttar slími undir og á dindlinum með blóðlit ein­ staka sinnum, þá hefur leghálsinn opnast legvatnið, sem er sára lítið hjá fárra vikna fóstrum, farið út og fósturlát hefur orðið. Stundum komast fóstrin í slíkum tilfellum ekki alla leið út. Fósturleifar, finn­ ast í fæðingarveginum, ef kindin er skoðuð vandlega. Meiri hætta er á sýkingu þ.e. legbólgu ef það gerist. Svolítil beinahrúga í fæðingarveg­ inum kemur kannske fyrst fram við slátrun að hausti. Dauði fóstra í gemlingum upp­ götvaðist, þegar farið var að nota sónartæki við fósturtalningu. Fóstrin fara að greinast um eða rétt fyrir 6 vikna aldur og eru þá um 1 ½ ­ 2 þumlungar að lengd. Fljótlega upp úr því fara glöggir taln­ ingamenn að sjá, hvort fóstrin eru eðlileg, eða hvort þau eru dauð eða deyjandi. Dauði geml­ ingsfóstra 6­9 vikna gamalla og stundum eldri af völdum lítt þekktra orsaka ennþá getur orðið býsna mik­ ill eða 10­50% og meira þegar verst gegnir. Ef að skoðunin eða talning á fóstrum er framkvæmd skömmu eftir að slíkur ,,grunur" hefur komið upp (50, 60, 70, 80 daga gömul fóstur), þá sést að myndin breytist smám saman og dauðum fóstrum fjölgar. Þessu til viðbótar eru það tap á fóstrum, sem ekki er auðvelt að meta þ.e. fóstur, sem ekki ná að festast og búa um sig í leginu svo sem eðlilegt er u.þ.b. 3 vikum eftir frjóvgun. Myndin af fóstr­ inu eða fóstrunum verður daufari, hreyfingar þeirra verða hægari og óeðlilegar og loks hættir fórstrið að hreyfast. Upplausn þess byrjar. Síðan fer að sjást drasl og slitr­ ur í stað fósturs. Þetta uppgötvaði Gunnar Björnsson í Sandfellshaga fyrstur talningamanna hér á landi og hefur lýst. Hann sér einnig að við endurtekna talningu fjölgar í nokkurn tíma fóstrunum, sem sýna dauðamerki. Þessar breytingar á fóstrunum eða fósturdauði getur tekið nokkrar vikur að magnast(4­6 vikur). Óvíst er hvort bæjum sem verða fyrir slíku tjóni fjölgar ár frá ári. Á sumum þeirra hefur slíkt tjón endurtekið sig, nýir bæir koma til, aðrir falla út. Áraskipti hafa verið að fósturdauðanum. Trúlegt er að fósturdauði í gemlingum hafi komið fyrir lengi án þess að menn hafi orðið þess varir og eigendur talið það eðlilegt, að ekki gætu allir gemlingar eignast lamb, þar sem líkaminn og þar með eggfrumurnar eru varla fullþroskaðar fremur en aðrir hlutar líkamans. Þess vegna hafa sumir sagt: Hættið að hleypa til gemlinganna, þá losnið þið við þennan fósturdauða. Það er þó ekki lausn á vandamálinu. Fyrirspurnalisti Á­ selenskortur­ þátt­ í­ fósturdauð- anum? Í fyrra var sendur út fyrirspurn­ arlisti til 35 bænda sem orðið höfðu fyrir mestu tjóni og í sumum tilfell­ anna ár eftir ár. Þar spurt var um eitt og annað varðandi meðferð á gemlingunum og fóðrun þeirra. Spurt var hvað menn hefðu gefið þeim fleira en hey og þá kom það út í rannsókn, sem Ólafur G. Vagnsson á Akureyri gerði, að hjá þeim sem fóru að nota selen og E­vítamín í einhverju formi í tæka tíð og í hæfilegu magni, virtust vandamálin minnka eða jafnvel hverfa. Þess vegna var á þessu ári ákveðið að byrja á því að leita að seleni í blóði (þ.e. ensími – GPX, sem gefur til kynna selenmagnið) til að staðfesta eða útiloka þessa tilgátu. Jafnframt var áformað, að fylgja betur eftir mótefnamælingum í blóði kinda á bæjum þar sem fóst­ urdauða verður vart í miklum mæli með því að taka blóðsýni oftar en einu sinni og kannske oftar en tvis­ var vegna þess að þau geta verið lengur að myndast en talið var. Nú í vetur hefur verið farið á um það bil 10 bæi og tekin blóðsýni fyrir selenmælingu úr gemlingum sem hafa greinst með dauð fóstur og til samanburðar úr gemlingum, sem ganga með lifandi fóstur og einnig úr eldri ám. Alls hafa verið tekin 15­30 blóðsýni á hverjum bæ. Þeim mælingum er lokið að mestu og niðurstöður benda ekki til sel­ enskorts þann dag sem blóðsýnin voru tekin. Hins vegar er mikill breytileiki í magni selens í blóði. Þess vegna er rétt að útiloka ekki alveg möguleikann á því að selen og E­vítamín komi við sögu, að skortur geti veikt mótstöðu gegn smitsjúkdómum. Ýmislegt bendir til smitefna Önnur blóðsýni voru tekin úr sömu kindum til mælinga á mótefnum gegn þekktum sýklum, sem geta valdið fósturdauða og jafnframt til mælinga á snefilefnum. Þessum athugunum er ólokið. Til þess að fá öruggari niðurstöðu þarf að taka blóðsýni aftur eftir nokkrar vikur. Þess höfum við kannske ekki gætt sem skyldi við fyrri athuganir að láta nægan tíma líða milli þess að tekin voru sýni. Mótefni geta verið lengi að myndast t.d. mótefni gegn kattasmiti (Toxoplasmosis). Hugsanlega getur verið munur á því hve fljótt mótefni myndast, annars vegar þegar fósturlát verða skömmu fyrir sauðburð og hins vegar, þegar fóstur deyja fárra vikna gömul . Nokkrum kindum hefur verið fargað, sem gengu með dauð fóst­ ur og fóstrin tekin til rækilegrar skoðunar. Lifrarsýni úr ánum, sem voru felldar verða tekin til snefi­ lefnamælinga og sömuleiðis hey frá viðkomandi bæjum. Þeir sem ekki hafa sent heysýni eru beðn­ ir um að hafa þau til og senda í samráði við Emmu Eyþórsdóttur til Landbúnaðarháskólans í Keldnaholti. Sýklar úr köttum? Það smitefni, sem helst hefur fallið grunur á er bogfrymlar eða býgl­ ar, Toxoplasma gondii svokallað kattasmit. Breytingar, sem fund­ ist hafa í hyldahnöppum, tengslum móður og fósturs, sýnir blæðingar, drep og kalkanir eins og sést, þegar kattasmit sannast. Hins vegar hafa mótefni ekki mælst, en það kann að vera vegna þess, að lengur hefði þurft að bíða þess að mælanleg mótefni fyndust. Á sumum þessara bæja virðist fullvíst að engir kett­ ir hafa verið þar á sveimi, jafnvel árum saman. Nýjar upplýsingar benda til þess að ,,kattasmit“ hafi sannanlega komið fyrir í vissum hlutum heims án þess að kettir hafi komið þar við sögu. Það er því ekki útilokað, að um aðra smitbera getir verið að ræða en ketti. Um þetta mál verður væntanlega fjallað í haust á ráðstefnu í Finnlandi um sjúkdóma af völdum sníkjudýra,“ segir Sigurður Sigurðarson dýra­ læknir. S.dór Líf og starf Samhugur og hjálpfúsar hendur Það er ómetanegt að eiga góða að þegar áföll verða, og satt reynist máltækið þegar­neyðin­er­stærst­er­ hjálpin­næst. Þegar áföll dynja yfir okkur mennina, oft eins og þruma úr heiðskíru lofti og við sýnist blasa óyfirstíganlegir erfiðleikar er ómet­ anlegt að eiga góða að og ekki síst þegar hjálpin kemur jafnt frá skyld­ um sem óskyldum, og allir háir sem lágir bindast saman í sterka keðju samhugar og hálpfúsra handa. Sá er þetta ritar hefur nú í tví­ gang með skömmu millibili orðið vitni að ómetanlegri samkennd, hjálpsemi og fórnfýsi bænda og skyldra aðila sem allir sem einn lögðust á sveifina þegar áföll skullu yfir tvo mjólkurframleiðslubæi, fyrst þegar aurskriður féllu á bæinn Grænuhlíð og síðan stórbruninn í Stærra­Árskógi. Í báðum tilfellum var um stór­ tjón að ræða og ekki sjálfgefið og e.t.v. í raun ólíklegt að ábúendur bæjanna hefðu að eigin rammleik komið undir sig fótunum á ný því bæði áföllin voru af þeirri stærð­ argráðu að heita mátti með ólík­ indum að láta ekki bugast og leggja árar í bát. Mig skortir orð til að lýsa aðdáun minni á ábúendum og þeim óbilandi lífsvilja og seiglu að láta sér detta í hug að halda ótrauð­ ir áfram sínu lífsstarfi sem var í raun að mestu þurrkað út á örfáum klukkustundum. En þetta hefði ekki verið hægt eða framkvæmanlegt án þess mikla samhugar og aðstoðar sem hvar­ vetna var boðin fram af nær öllum sem höfðu til þess tök og bara sam­ hugurinn bar þessar dugmiklu fjöl­ skyldur hálfa leið að þeirri stóru ákvörðun að halda áfram og byggja upp á ný og gefa þannig náttúru­ hamförum og eldi langt nef. Ótrúlegt vinnuframlag og hjálp­ fúsar hendur allra sem að komu sáu síðan um seinni hlutann að settu marki. Í Grænuhlíð réðust bændur og búalið hvaðan æfa að úr sveitinni ásamt björgunasrsveit í það að því er virtist óframkvæmanlega hreins­ un aurs og grjóts sem þakkti ótalda hektara túna hlaðs, vega og skurða og auk þess sem íbúðarhúsið var hálffullt af jarðvegi og aur. Stórmannlegt boð bónda neðar í sveitinni um að hýsa gripi og mjólka kýrnar frá Grænuhlíð í eigin fjósi ásamt sínum kúm var þegið með þökkum annaars hefði þurft að dreyfa kúm á marga bæi sem hefði orðið nær ógerlegt vegna ýmissa áhættuþátta. Í Stærra­Árskógi lögðust allir á eitt með að hreinsa burt brunnar byggingar og dysja skepnur búsins sem brunnu flestar inni. Bændur víðsvegar að buðu gripi, flestir án endurgjalds til þess að hefja mætti mjólkurframleiðslu á ný, vélasalar brugðust ekki frek­ ar en aðrir og létu ábúendur ganga fram fyrir í forgang og sama gerði innflutningsaðili stálgrindarhúss­ ins, rafverktaki gaf lýsingu í fjósið og svo mætti lengi telja, annað bú í firðinum bauð fram fjósið sitt til afnota fyrir kvígur og kýr þar til fjós var risið á ný. Eins og nærri má geta buðu hjónin í Grænuhlíð fram fyrstu kúna í Stærri­Árskóg. Það var ótrúlegt að fylgjast með samkenndinni og hjálpinni sem allir voru tilbúnir að veita og nú er hafin mjólkurframleiðsla á ný á báðum bæjum og uppbygging heldur áfram. Bændur og aðrir sem komu til aðstoðar eftir þessi stóráföll, hafið þökk fyrir, þið hafið unnið stór­ virki, og væri hægt að beisla sam­ hug manna svo vel í öðrum málum væru fáir þröskuldir að hnjóta um í lífsins ólgu sjó. Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður HEYRT Í SVEITINNI Ískýr­notendur athugið! Viljum minna á könnunina sem þið hafið fengið senda í tölvupósti. Vonum að sem flestir sjái sér fært að senda inn svör fyrir 20. apríl næstkomandi. Séu einhverjir Ískýr­notendur sem ekki hafa fengið könnunina í tölvupósti vinsamlegast látið okkur vita með því að senda tölvupóst á geh@bondi.is eða hringja í Gunnfríði 560300. Nautgriparæktarráðunautar Fósturdauði hjá gemlingum veldur gríðarlegum skaða

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.