Bændablaðið - 01.04.2008, Síða 20

Bændablaðið - 01.04.2008, Síða 20
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200820 Í Frakklandi hefur ræktun verið stöðvuð á erfðabreytta maís­ stofninum Mon 810 frá fyrirtæk­ inu Monsanto. Nefnd franskra sérfræðinga hefur stofninn grun­ aðan um að hafa slæm áhrif á gróður og dýr í nágrenninu og franska ríkisstjórnin hefur vísað til reglna ESB um leyfi til að fresta ákvörðunum um ræktun erfðabreyttra jurta. Maísafbrigðið Mon 810 var ræktað á 22 þúsund hektörum í Frakklandi á sl. ári. Afbrigðið myndar eigið eitur sem drepur sníkjudýr, en fleiri lífverur skaðast einnig af því, að sögn franskra vís­ indamanna. Samkvæmt eldri athugunum dreifir maísinn frjókornum sínum í hæsta lagi nokkur hundruð metra. Frakkarnir vísuðu hinsvegar til nýrrar kanadískrar athugunar, þar sem því er haldið fram að frjókorn maíssins geti borist meira en 100 km frá ræktunarstað. Frakkar krefjast því nýrrar greinargerðar frá ESB um áhættu af ræktun Mon810 og ríkisstjórnin hefur ákveðið að banna ræktun á afbrigðinu með vísan til frestunar­ ákvæðis ESB. Ákvæðið heimilar aðildarlöndum sambandsins að stöðva ræktun á gróðri hættuleg­ um umhverfi og heilsu þangað til sérfræðingar ESB hafi sannað hið gagnstæða. Austurríki, Grikkland og Ungverjaland hafa þegar nýtt sér þetta undanþáguákvæði til að banna ræktun á erfðabreyttum jurtum. Erfðatæknifyrirtækið Monsanto hefur mótmælt efasemdum frönsku vísindamannanna og framleið­ endasamtökin FNSEA hafa einn­ ig látið í ljós vanþóknun sína á afstöðu Frakka. Formaður FNSEA, Jean­Michel Lementayer, kallar eftir meiri samkvæmni í afstöðu franskra ráðamanna. Það gangi ekki að stöðva ræktun á umræddu afbrigði á maís heima fyrir, jafn­ framt því að leyfa innflutning á erfðabreyttum maís og sojabaun­ um. Alþjóða viðskiptastofnunin, WTO, hefur að kröfu Banda ríkj­ anna, Argentínu og Kanada skorað á ESB að fella úr gildi varúðar­ ákvæðið sem Frakkar hafa nýtt sér. Bandaríkin hafa samkvæmt WTO rétt til að beita refsiaðgerðum gagnvart ESB, þar sem mörg lönd þess leyfi ekki ræktun erfðabreyttra jurta. Í Washington segja menn að nú sé mælirinn fullur og ríkisstjórn Bush hótar að leggja mörghundruð milljóna evra refsitolla á innflutn­ ing frá ESB­löndum. Landsbygdens Folk Utan úr heimi Sænskir bændur eru ánægð­ ari með hlutskipti sitt en aðrar stéttir þjóðarinnar. Þeir eru ekki aðeins ánægðari en aðrir Svíar með starf sitt, þeir eru einnig ánægðari með bæði heils­ una og hjónband sitt. Það er nið­ urstaða viðhorfskönnunar sem sænsku bændasamtökin LRF, (Lantbrukarnas Riksförbund) létu gera og yfir 5000 félags­ menn samtakanna tóku þátt í. LRF stendur reglubundið fyrir viðhorfskönnunum sem þessari, þar sem markmiðið er að fylgjast með hversu ánægðir bændur eru með líf sitt. Nýjasta könnunin, sem gerð var á síðasta ári, sýnir að bændur eru yfirleitt ánægðir með líf sitt og hvað varðaði flest atriði, sem spurt var um, hefur ánægja aukist frá síðustu könnun. Í fréttatilkynningu frá LRF segir að könnunin sýni að starf bóndans sé vinsælla en mörg önnur störf en 84% bænda lýsa sig ánægða í starfi miðað við 75% Svía að meðaltali. Könnun LRF sýndi einnig að: ● 90% bænda eru ánægðir með núverandi líf sitt. Það er 4% aukning frá síðustu könnun, árið 2005. Að meðaltali eru 84% Svía ánægðir með starf sitt. ● 92% bænda voru ánægðir með fjölskyldulíf sitt sem er 2% hækkun frá 2005. Meðal ann­ arra þjóðfélagshópa var þetta hlutfall 88% og hafði lækkað um eitt prósent frá 2005. ● 88% bænda eru ánægðir með hjónaband sitt miðað við 79% hjá þjóðinni í heild. Hlutfallið er óbreytt frá 2005 ● 78% bænda voru ánægðir með heilsu sína, sem er aukning um 2% frá 2005, miðað við 76% hjá þjóðinni í heild. Bændur eru einnig ánægð­ ari með vini sína, sveitina sína, afkomu sína og menntun en aðrir þjóðfélagshópar. 84% bænda eru ánægðir með frítíma sinn miðað við 85% meðal annarra stétta, en það var eina atrið­ ið þar sem þeir lágu á eftir öðrum stéttum, þó að litlu munaði. Alls tóku 5.110 bændur þátt í könnuninni en sömu spurning­ ar voru lagðar fyrir þá og sam­ anburðarhópana. Landsbygdens Folk/LoA Sænskir bændur eru ánægðir með lífið Markaður fyrir lífræn mat­ væli er í sókn um allan heim, að áliti alþjóðasamtaka um lífræna ræktun, IFOAM. Árið 2006 fór lífræn ræktun fram á 30,4 millj­ ónum hektara um allan heim, þar af voru 12,3 milljón hektarar í Ástralíu einni. Þessar upplýsingar komu fram á sýningunni BioFach 2008 sem haldin var í Nürnberg í Þýskalandi í lok febrúar sl. Að sögn IFOAM jókst lífræn ræktun um 1,8 milljón hektara árið 2006 og sú þróun held­ ur áfram að því er séð verður. Í Argentínu eru 2,4 milljón hekt­ arar undir lífrænni ræktun, í Kína 2,3 milljón ha og Bandaríkin eru með 1,6 milljón hektara Af aukningu lífrænnar ræktunar árið 2006, sem nam 1,8 milljón hektörum, var hlutur Ástralíu og Eyjaálfu mestur, eða 600 þúsund ha, en í Evrópu var hún rúmlega 500 þúsund hektarar. Stofnunin Organic Monitor áætlar að árið 2006 hafi lífræni markaðurinn velt 38,8 milljörðum dollara. Mest er salan í Evrópu og Norður-Ameríku. Aukningin milli ára er 5 milljarðar dollara. Framleiðendur í þróunarlönd­ unum eru taldir hafa góða möguleika á að komast inn á þennan markað. Austur-Evrópa og Miðjarðarhafslöndin Pólland, Ungverjaland, Tékkland og Slóvakía hafa sett sér metnaðarfullar áætlanir um að auka lífræna ræktun. Þannig fjölgaði lífrænum býlum um 28% í Póllandi á síðasta ári. Ungverjaland flytur út um 90% allra lífrænna afurða sinna, sama gildir um Slóvakíu, útflutningur fer einkum fram til nálægra landa, svo sem Austurríkis, Þýskalands, Frakklands og fleiri landa. Í Tékklandi eru 912 lífræn býli sem ráða yfir 6,45% af ræktunar­ landinu, þar er innanlandsþörf fyrir lífrænar afurðir ekki fullnægt. Hið sama má segja um Miðjarð­ ar hafslöndin. Þar hefur land í líf­ rænni ræktun stækkað um 31% á árabilinu 2001­2006. Árleg velta lífrænna afurða þar er áætluð um tveir milljarðar evra. Á Spáni jókst lífrænt ræktað land um 15% árið 2006, býlum með lífræna ræktun fjölgar þar nú um 10% á ári. Á Ítalíu eykst veltan á lífrænum afurðum um 2,6 milljarða evra. Í Bretlandi er lífræn ræktun lítil enn sem komið er, eða aðeins 3,5% af ræktunarlandinu, en er nú að taka sig á. Þannig jókst land í lífrænni ræktun um 40% árið 2006. Í Austurríki er eftirspurnin mest eftir lífrænni mjólk, en 7. hver seldur mjólkurlítri er lífrænt framleiddur. Þýskir bændur dragast aftur úr Þýskaland er stærsti einstaki mark­ aðurinn fyrir lífrænar afurðir í ESB. Á síðasta ári jókst þar salan á lífrænum afurðum um 15% í 5,3 milljarða evra. Á hinn bóginn jókst lífræn ræktun aðeins um 5,8% eða í 900 þúsund hektara. Afleiðingin er sú að um þriðj­ ungur seldra lífrænna afurða er innfluttur, einkum frá Kína og nágrannalöndunum. Þá er mikill skortur á lífrænt framleiddu korni í Þýskalandi. Sem stendur er slíkt korn tvöfalt dýrara en annað korn. Í janúar sl. greiddu þýsk­ ir kaupendur 480 evrur fyrir tonnið af lífrænu brauðhveiti, brauð rúgur, lífrænt framleiddur kostar 510 evrur tonnið en fóðurhveiti 410 evrur tonn­ ið (eða um 50 kr. ísl. á kg). Ástæðan fyrir því hve þýskir bændur eru seinir á sér að skipta yfir í lífrænan búskap er að skiptin eru kostnaðarsöm, en það er fyrst eftir 2­3 ára aðlögunartíma sem býlið fær vottun sem lífrænt. Til að koma til móts við bændur um þetta hyggst ríkisstjórnin auka opinber framlög til stuðnings grein­ inni en stefnan er að landið sé sjálfu sér nógt um lífræn matvæli. Landsbygdens Folk Staða lífrænna matvæla styrkist um allan heim Skordýr mynda þol gegn erfða­ breyttri baðmull Bandarískir vísindamenn hafa komist að því að skor­ dýr, sem leggjast á nytja­ gróður, geti verið ónæm gegn Bt­eitri í erfðabreyttri baðm­ ull. Ónæmiskordýr er þegar að finna í baðmullarrækt í ríkjunum Mississippi og Arkansas. Hópur sérfræðinga, sem Bruce Tabasknik við Háskólann í Tuckson í Arisona stjórnar, hefur birt niðurstöður sínar í tímaritinu Nature Biotechno- logi. Vísindamennirnir hafa rannsakað baðmullarplöntur sem hafa verið erfðabreyttar með geni úr jarðvegsbakterí­ unni Bacillus thuringensis (Bt). Jarðvegsbakterían framleið­ ir prótein (Cry1Ac) sem trufl­ ar frumurnar í þörmum skor­ dýrsins, sem í þessu tilfelli er maískolbuflugan, (Cotton boll­ worm). Sama tækni er notuð til að berjast gegn skaðlegum skordýrum í maís, þar af kemur nafnið Bt­maís. Tabasknik rannsakaði hversu mikið Bt­eitur þyrfti til að drepa helminginn af skordýrunum í einni kynslóð skordýra. Rannsóknirnar sýndu að hluti af skordýrunum, sem safn­ að var í Mississippi og Arkansas árin 2003 og 2004, þoldi tölu­ vert meira eitur en skordýr sem höfðu ekki komist í snertingu við Bt­baðmullina. Að áliti sérfræðinganna má líta á mótstöðuafl flugunnar sem þol gegn eitrinu þegar flug­ an lifir af tífalt stærri skammt en samanburðarhópurinn sem hafði ekki komist í snertingu við eitrið. Vísindamennrirnir í Arkansas fundu skordýr sem þoldu allt upp í þúsund sinnum sterkari skammta. Þessi skordýr fundust á árunum 2005 og 2006. Að sögn Tabasknik er þetta í fyrsta sinn sem vísindamenn hafa fengið staðfest hvernig mótstaða gegn Bt­eitri hefur þróast úti í náttúrunni, „virk þróun“ eins og Tabasknik kallar hana. Þessi uppgötvun er stórtíðindi, þegar höfð er í huga hin mikla aukning á ræktun á Bt­maís og Bt­baðmull. Á alþjóðavísu fer þessi ræktun nú fram á 162 millj­ ón hektörum lands. Að sögn líffræðinganna í Arkansas virðist vandamálið með ónæmi gegn Bt­maís og Bt­baðmull vera staðbundið, a.m.k. að því enn verður séð. Þannig hefur það ekki komið upp í Ástralíu, Kína, Spáni og víðar. Það gefur vonir um að unnt verði að seinka útbreiðslu eit­ urþolinna skordýra en ekki að hún verði stöðvuð endanlega. Landsbygdens Folk Veðurfræðingar telja hættu á þurrkum í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna á þessu ári. Þessu er spáð á sama tíma og kornverð er í sögulegu hámarki og litlar kornbirgðir valda því að upp­ skera yfirstandandi árs er afar mikilvæg fyrir verðþróun á korni á alþjóðamörkuðum. Góð upp­ skera mun jafna verðið, þó að það haldist áfram hátt, en veru­ lega minni uppskera mun valda ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir alþjóðlega matvælamark­ aðinn. Þó að minni uppskera á síðari árum í löndum eins og Ástralíu hafi átt sinn þátt í verðhækkun á korni í heiminum þá hefur það ekki valdið verulegum vandamálum á heims­ vísu. Þeir sem nú vonast eftir að ró komist á kornmarkaðinn beina sjónum sínum að uppskeru ársins í Bandaríkjunum. Þarlendir álitsgjafar halda því hins vegar nú á lofti að merki séu um að árið í ár, 2008, geti orðið þurrviðrasamt í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, mesta kornforða­ búri heimsins. Miklir þurrkar ganga þar reglu­ bundið yfir á 17­20 ára fresti, hinir síðustu árið 1988. Fyrir utan það að samkvæmt tölfræðinni sé nú komið að þurrkaári þá gefa veðurfarsmæl­ ingar hið sama til kynna. Þannig er úrkoma á stórum svæðum í vest­ anverðum Miðvesturríkjunum minni í ár en í meðalári og þetta svæði teygir sig nú austur á bóg­ inn. Engar varabirgðir Þurrkarnir 1988 drógu úr uppskeru maís um 30% og sojabauna um 20% yfir landið í heild. Þar sem þurrk­ arnir voru verstir dróst uppskeran saman um 40%, Uppskerubresturinn leiddi þá vissulega til verðhækk­ unar, en verðið var þá lágt fyrir og birgðastaðan í heiminum góð. Umtalsverður samdráttur á uppskeru í ár hefði allt aðrar afleiðingar. Það er þó til bóta að stofnar korns, sem nú eru ræktaðir, þola betur þurrka en hinir eldri, en vatnsskortur mundi þó draga úr uppskerunni í ár. En fyrst og síðast þá er birgðastaðan nú miklu lakari. Ef skortur verður á maís og sojabaunum þá mun verðhækkun á korni leiða til mjög skarps mats á hinum einstöku notkunarmöguleik­ um á því. Þar er um að ræða notk­ un þess til fóðurs búfjár, notkun til líforkuframleiðslu og eftirspurn á korni á alþjóðamarkaði. Það segir sig sjálft að það mun hafa mikil áhrif á alþjóð­ lega kornmarkaði ef þessar spár ganga eftir. Sá sem vill mynda sér skoðun á verðþróun á korni og olíujurtum í náinni framtíð ætti því að fylgjast grannt með veðurfari í Bandaríkjunum næstu mánuði. Það er m.a. unnt að gera á vefsíðunni www.usda.gov/oce/weather Internationella Perspektiv Spáð þurrkum í Miðvestur­ ríkjum Bandaríkjanna í ár Frakkar banna ræktun á erfðabreyttum maís

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.