Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 29
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200829    ne tv er slu n ish us id .is Þurrktæki Geymslur - rök herbergi - sumarbústaðir Nota frostþurrkun til að þurrka loft. Komdu í veg fyrir sveppagróður FRAMLEIÐNISJÓÐUR LANDBÚNAÐARINS AUGLÝSIR NÁMSSTYRKI: Framleiðnisjóður landbúnaðarins vill efla fagmenntun á sviði landbúnaðar með stuðningi við framhaldsnám í land- búnaðarfræðum og endurmenntun starfandi bænda. Á árinu 2008 býður Framleiðnisjóður landbúnaðarins fram tvenns konar styrki í þessu skyni: 1. Til framhaldsnáms að loknu háskólanámi til grunngr- áðu (BS, BA): Veittir verða 4-6 styrkir, að upphæð allt að 500 þús. kr. hver til náms í landbúnaðarfræðum eða öðrum þeim fræðum sem nýtast beint til leiðbeininga og atvinnu- uppbyggingar í sveitum. Námið skal miða að framhaldsá- fanga (MS, MA, PhD). Forgangs að styrkjum njóta PhD- nemar og lengra komnir MS/MA-nemar. Með umsókn þurfa að fylgja yfirlit um námsframvindu og námsárangur svo og verkefnislýsing fyrir lokaverkefni. 2. Til umfangsmeiri endurmenntunar starfandi bænda: Í boði verða 10 styrkir, að upphæð 100 - 150 þús. kr. hver eftir umfangi náms, enda sé um að ræða a.m.k. 10 náms- einingar (námsvikur). Umsækjendur skulu hafa landbúnað að aðalatvinnu og hyggjast nýta námið til þess að byggja upp eða efla atvinnu á bújörðum sínum. Umsóknarfrestur um námsstyrkina er til 15. maí nk. Nánari upplýsingar og umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyri, 311 Borgarnes, sími 430-4300 og á heimasíðu sjóðsins www.fl.is Það kemur kannski ekki á óvart að uppáhalds­ matur Ásu Elínar Helgadóttur, 10 ára gamallar Vestmannaeyjameyjar, séu fiskibollur, enda snýst lífið í Eyjum jú mikið til um sjómennsku og afla­ klær. Ása Elín hefur þó um margt annað að hugsa en sjómannslífið og fiskinn í sjónum, enda lífsglöð og atorkumikil stúlka. Nafn: Ása Elín Helgadóttir. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Steingeit. Búseta: 900 Vestmannaeyjar. Skóli: Hamarsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að vera í Þristinum (vinnubók í íslensku). Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Köttur. Uppáhaldsmatur: Fiskibollur. Uppáhaldshljómsveit: Avril Lavigne. Uppáhaldskvikmynd: Like Mike. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var að byrja í leik­ skóla. Æfir þú íþróttir eða spilar á hljóðfæri? Já, ég æfi fim­ leika. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að vera inni á MSN. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki viss. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég hljóp á vegg. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Að gera þrek. ehg Fólkið sem erfir landið Ása Elín Helgadóttir er í Hamarsskóla í Vestmannaeyjum og finnst skemmtilegast að vera í Þristinum í skólanum, en það er vinnubók í íslensku sem reynir á ritunarhæfni. Fyrsta minningin þegar hún byrjaði í leikskóla Árshátíð Landssamtaka sauðfjárbænda verður haldin föstudaginn 11. apríl nk. í Súlnasal Hótel Sögu ... og hefst kl 19.00 með fordrykk. Skemmtiatriði verða fjölmörg og koma frá öllum landshornum!. Að loknum mat og skemmti- atriðum mun dansinn duna langt fram á nótt. Forréttur: Rjómabætt villisveppasúpa Aðalréttur: Kryddhjúpaður lambahryggvöðvi með laukkartöflu og ratatouille Eftirréttur: Skyrfrauð með sítrusköku og bláberjaís Fyrir allt þetta, glæsilegan matseðil, fjölmörg skemmtiatriði og dansleik er verði stillt í hóf eða aðeins kr. 5.000 sem er óbreytt verð frá fyrra ári. Allir sauðfjárbændur er hvattir til að mæta. Til að tryggja sér miða er fólki bent á að hringja í síma 563-0300 sem fyrst og skrá sig. Þeim sem ætla að gista á Hótel Sögu er bent á að tryggja sér herbergi í tíma Árshátíðarnefnd LS. Íslenskir kúabændur takið eftir Hin veglega árshátíð Landssambands kúabænda verður haldinn á Hótel Selfossi laugardagskvöldið 5. apríl 2008. Hátíðin hefst kl.19.15 með fordrykk. Borðhald hefst síðan kl. 20.00. Miðaverð er kr.4.900 Veislustjóri verður hinn lífsglaði Sunnlendingur Hjörtur Benediktsson. Fjölbreytt skemmtiatriði undir borðhaldi en hin fjölhæfa hljómsveit Pass mun síðan leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Fjölmennum og gerum okkur virkilega glaðan dag áður en vorverkin hellast yfir okkur. Miða- og herbergja pantanir eru í síma 480 2500, hjá Hótel Selfoss. Vinsamlegast pantið fyrir 2.apríl. Skemmtinefndin Reykjalundur er rótgróið fyrirtæki og á sér langa sögu í framleiðslu á plast- vörum. Fyrirtækið hefur nú í seinni tíð aukið þjónustu á öðrum sviðum t.d. í plastfittings, dælubúnaði hverskonar, gólfhitakerfum svo fátt eitt sé talið. Reykjalundur framleiðir hina kunnu Búreks girðingastaura sem hafa notið mikilla vinsælda og reynst vel í margbreytileika íslensks veðurfars og landslags. Einnig býður Reykjalundur paströr, allt frá hefðbundnum vatnsrörur til röra, sem henta vel til ræsagerðar. Starfsmenn söludeildanna í Mosfellsbæ og á Akureyri veita ráðgjöf við efnisval ásamt frekari upplýsingar um vörur og þjónustu Reykjalundar. Aukin þjónusta Reykjalundar um allt land PLASTRÖR, DÆLUR, FITTINGS, RAFGIRÐINGAR Þórsstíg 4, 600 Akureyri, sími 460 1760, 270 Mosfellsbær, sími 530 1700, rp@rp.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.