Bændablaðið - 01.04.2008, Page 27

Bændablaðið - 01.04.2008, Page 27
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200827 Tækni og tól Aðalfundur Landsambands kornbænda verður haldinn fimmtudaginn 10. apríl 2008 á Hótel Hvolsvelli kl 13:30. Dagskrá: Setning: Ólafur Eggertsson. Erindi: 1. Niðurstöður úr korntilraunum 2007. Jónatan Hermannsson. 2. Kostnaður og hagkvæmni kornræktar í ljósi aðfangahækkana. Runólfur Sigursveinsson og Ingvar Björnsson. 3. Tækni við niðurfellingu búfjáráburðar. Finnbogi Magnússon. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin Tækniþróunin tekur á sig ýmsar myndir. Í land­ búnaði má segja að hún stefni samtímis í tvær and­ stæðar áttir. Annars vegar eru tækin að stækka. Dráttarvélarnar verða æ stærri og öflugri, hjólin stærri og krafturinn meiri. Sláttuvélar og áburð­ ardreifarar verða breiðari og vinnslubreiddin meiri. Á hinn bóginn opnar nanótæknin mögu­ leika á því að gera tækin öflugri og endingarbetri með þróun þeirra efna sem þau eru gerð úr. Það má segja að tækin stækki inn á við, ef svo má að orði komast. Orðið nanó er gríska og merkir dvergur. Það er réttnefni því einn nanómetri samsvarar einum millj­ ónasta úr millimetra. Til samanburðar má geta þess að eitt meðalmannshár er um það bil 100.000 nanó­ metrar í þvermál. Tæknin sem kennd er við þessa örstærð er ekki bundin við eitt svið heldur nýtist hún víða. Kjarninn í henni er einfaldlega sá að maðurinn nær tökum á allra smæstu einingum efnisins. Nanótækni gerir mönnum kleift að hræra í atómum og sameindum í yfirborði efnanna. Með því að færa til atóm og sameindir er hægt að breyta eðliseiginleikum efnisins sem unnið er með. Í raun er þetta skref í átt til þess að hægt sé að raða saman stökum atómum og búa þannig til ný efni frá grunni, ekki ósvipað því og að raða saman legókubbum. Þetta gerir okkur kleift að framleiða efni sem eru harðari, endingarbetri og léttari en þau sem við þekkjum. Viðhaldsfrítt og ryðgar ekki Nanótæknin kemur víða við sögu í iðnaðarfram­ leiðslu nútímans. Hana er að finna í tölvum, lækn­ ingatækjum, eiturefnum sem notuð eru í landbúnaði og í yfirborðsmeðhöndlun á gleri og málmum, svo dæmi séu tekin. Í Maskinbladet er nýlega vitnað til orða Leif Schauser í Árósaháskóla sem lýsti möguleikunum sem nanótæknin getur skapað þannig að hún geti valdið byltingu í landbúnaði og matvælaiðnaði. Það er meðal annars gert í krafti nýrra efna sem eru 100 sinnum sterkari en stál en vega einungis fimmtung af því sem stálið vegur. „Það mun meðal annars hafa það í för með sér að hægt verður að framleiða plóga, herfi og önnur jarð­ vinnslutæki sem eru margfalt endingarbetri en þau sem við þekkjum,“ sagði Schauser. Hann nefndi fleiri dæmi. Eitt þeirra er gírkassi þar sem viðhaldskostnaður er í algeru lágmarki vegna þess að yfirborð slitflata er bæði endingarbetra og hreinsar sig sjálft. Með því móti er hægt að lengja líf­ tíma þeirra vélarhluta sem yfirleitt slitna fyrst. Hann bætti einnig við sjálfhreinsandi gleri og efnum með svo slétt yfirborð að ryð nær ekki að bíta á því. Önnur hlið á þessari tækni snertir áburð og ill­ gresiseyði sem verkar mun betur vegna þess að efnin hafa verið gædd þeim eiginleika að geta brugðist við breytingu á umhverfinu. Vísindamenn vinna nú að því að þróa efni sem blandast ekki út í jarðveginn nema að það fái ákveðin skilaboð, svo sem segul­ áhrif, hita, hátíðnihljóð eða raka. Nanótæknin ryður sér til rúms Bændurnir á Ystu­Görðum í Kolbeinsstaðahreppi tóku fjár­ hús í notkun undir lok síðasta árs, sem er með þeim stærstu sem byggð hafa verið í heilu lagi hér­ lendis; samtals 1050 fermetrar og rúmar um 900 kindur. Mikil bragarbót hefur orðið á vinnuað­ stöðu með tilkomu nýja hússins. Byggingin er nokkuð frábrugðin öðrum fjárhúsbyggingum, en steypt­ ar einingar eru í útveggjum og stál­ grind í þakinu. Þetta var hagkvæm­ ari lausn en að reisa stálgrindarhús, segir Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi á Ystu-Görðum, en þau fengu mikla og góða hjálp ættingja og vina þegar húsið var reist. „Við höfum ætlað að byggja fjár­ hús í mörg ár, því við höfum verið með fé í öllum skúmaskotum. Við tókum inn þann 1. desember og höfum um 600 ær inni, en gemling­ arnir eru enn í gömlu húsunum. Það er æðislegt að hafa svona rúmt og mikil breyting á vinnuaðstöðu fyrir okkur. Þetta er taðhús og skepnunum líður vel á taðinu, svo segja má að þetta sé mikil og góð breyting bæði fyrir dýr og menn,“ segir Þóra Sif. ehg Nýja fjárhúsið er bjart og rúmgott og er ekki hægt að líkja vinnuaðstöðunni nú við þá sem áður var. Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi á Ystu- Görðum, með heimilishundinn í nýju fjárhúsunum. Eitt stærsta fjárhús landsins tekið í notkun − bjartara, rúmbetra og miklu stærra! Sala: Tilboð óskast í stóðhestastöð og sæðistökuhús í Gunnarsholti, Rangárþingi ytra, ásamt 87ha, lands. 14320 Tilboð óskast í stóðhestastöð og sæðistökuhús í Gunnarsholti, Rangárþingi ytra, ásamt 87ha, lands. Um er að ræða stóðhestastöð byggða árið 1989, 968,6 m2 og sæðistökuhús byggt árið 1997, 206,0 m2 ásamt 87ha lands. (sjá myndir á heimasíðu Ríkiskaupa, http://www.rikiskaup.is/ Brunabótamat húsanna er kr. 98.450.000,- og fasteignamat er kr. 28.215.000,-. Fyrirvari við söluna er um að væntanlegur kaupandi skuldbindi sig til að girða gripahelda girðingu fyrir 01.08.2008 í samráði og samvinnu við Landgræðslu ríkisins og aðra landeigendur skv. 5. gr. girðingalaga og reglugerð nr. 748/2002 um girðingar. Húseignirnar og landið er til sýnis í samráði við Kristinn Garðarsson, Landgræðslu ríkisins í síma 488 3000 og Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma 530 1400. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast Ríkiskaupum, Borgartúni 7, Reykjavík fyrir kl. 11.00 þann 6. febrúar 2008 þar sem þau verða opnuð í viðurvist bjóðenda sem þess óska.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.