Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Þriðjudagur 1. apríl 200831 Dráttarvélar, haugtæki, sturtuvagnar, liðléttingar o.fl. á góðu verði til afgreiðslu strax Rúllugreipar, lyftaragaflar og ýmsir aðrir aukahlutir í miklu úrvali áburðardreifarar Tvær dreifiskífur úr ryðfríu stáli, vökvastýring úr ökumannssæti, kögglasigti, hárnákvæm dreifing, vandaður og endingargóður drifbúnaður, auðveld og þægileg notkun. Allt þetta og fleira til einkennir áburðardreifarana frá AMAZONE. ÞÓR HF | Ármúla 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is Nýtt frá AMAZONE: Vökvastýrður jaðarbúnaður sem tryggir að áburðurinn fari ekki út í skurði eða yfir girðingar (aukabúnaður). Handgerð hágæðavara með útprjónuðum leppum Harpa Hreggviðsdóttir, í Lang­ holti í Flóahreppi, er að hefja sölu á sauðskinnsskóm sem eru handgerð hágæðavara eftir hana sjálfa. Hún segir að skórnir geti verið hvort heldur er upp á punt eða sem inniskór. Harpa er fyrir nokkru byrjuð að framleiða skóna en hún er að láta fram­ leiða öskjur undir þá sem og að hanna lokin á öskjurnar. Skórnir eru úr sútuðu sauðskinni og að allri gerð alveg eins og þeir voru hér áður fyrr og með litprjón­ uðum leppum innan í. Hún lætur súta skinnin fyrir hjá Sjávarleðri á Sauðárkróki. Harpa segist aldrei fyrr hafa gert svona sauðskinnsskó til að selja en áður fengist við að gera þá sér til gamans. Hún sagði að það væru marg­ ir klukkutímar á bak við gerð eins svona skópars varla undir 10 tímum, fyrir utan sútun og aðra forverkun. Lepparnir í skóna eru með rósapr­ jóni og sagði Harpa að það væri næstum jafn mikið verk að prjóna leppana eins og sauma skóna sjálfa. Hún lærði handbragðið fyrir nokkrumárum en nú ætlar hún að gera eitthvað meira úr þessu en að sauma skóna sér til ánægju. Skórnir verða í dýrara lagi þannig að Harpa segist ætla að finna fáa en góða ferðamannastaði til að selja fyrir sig skóna í sumar síðan komi það bara í ljós hvar skórnir seljast. ,,Svo er það þannig að Ís lend­ ingar geta bara pantað sér svona skó og þá með þeim litum sem þeir óska eftir enda eru þessir skór skemmtilegar gjafir við ýmis tækifæri. Þegar þetta verður komið almennilega af stað hjá mér getur fólk bara hringt í mig og pantað sér skó,“ sagði Harpa Hreggviðsdóttir. S.dór

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.