Prentarinn - 01.02.1998, Síða 6

Prentarinn - 01.02.1998, Síða 6
SKYRSLA STJORNAR Yfirlit yfir starfsemi Félags bókagerðarmanna 1997-1998 Boðað er til aðalfundar Félags bókagerðarmanna þriðjudaginn 21. apríl 1998 kl. 17.00 á Grand Hótel, Reykjavík. Stjórn og trúnaðarráð Eins og lög félagsins mæla fyrir um sér stjómin um rekstur félagsins milli aðal- funda. Eftir síðasta aðalfund skipti stjóm þannig með sér verkum að varaformaður er Georg Páll Skúlason, ritari Svanur Jóhann- esson, gjaldkeri Fríða B. Aðalsteinsdóttir og meðstjórnendur þau Margrét Friðriksdóttir, Olafur Örn Jónsson og Þorkell S. Hilmars- son. Varastjóm skipa þau María H. Kristins- dóttir, Sigrún Leifsdóttir, Hallgrímur P. Helgason, Stefán Ólafsson og Páll R. Páls- son, formaður er Sæmundur Amason. Frá síðasta aðalfundi hefur stjómin haldið 26 stjómarfundi þar sem tekin hafa verið fyrir fjölmörg mál og málaflokkar. Eins og nærri má geta er hér um að ræða mál sem þarfnast mismikillar umfjöllunar allt frá því að vera einföld afgreiðslumál til stærri og viðameiri mála, sem þá gjarnan eru tekin fyrir á fleiri en einum fundi sem er æskilegt og nauðsynlegt þegar um mikilvæg og vandmeðfarin mál er að ræða. Reglulegir stjómarfundir em haldnir hálfsmánaðarlega, og oftar ef þörf krefur. Mæting á stjómar- fundi hefur verið mjög góð og umræður ítar- legar. Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldn- ir 5 fundir í trúnaðarráði þar sem fjallað hef- ur verið um ýmis mál félagsins og einn sam- eiginlegur fundur með trúnaðarráði og trún- aðarmönnum á vinnustöðum. Formanns- og stjórnarkosningar Framboðsfrestur vegna kosningar til for- manns Félags bókagerðarmanna rann út 8. janúar. Aðeins eitt framboð barst og var því sjálfkjörið. Formaður til næstu tveggja ára var kjörinn Sæmundur Amason. Framboðs- frestur til stjómarkjörs rann út þann 23. febrúar. Uppástungur bárust um 4 félags- menn til setu í aðalstjóm og 5 til varastjóm- ar á tveim listum. Auglýsing vegna kosninga var send út og kjörseðlar sendir til félags- manna. Kosningu lauk 18. mars 1998. At- kvæði voru talin þann dag og féllu þannig: Georg Páll Skúlason, 384 atkv., Pétur Ágústsson, 333 atkv., Bjargey G. Gísladótt- ir, 296 atkv. Eru þau því rétt kjörin til setu í aðalstjórn til næstu tveggja ára. María H. Ársreikningar FBM og sjóða þess árið 1997 ÁRITUN END URSKOÐENDA Við höfum endurskoðað ársreikning Félags bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess fyrir árið 1997. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikninga, efnahagsreikninga og sjóðslreymi ásamt skýringum og sundurliðunum nr. 1-13. Endurskoðað var í samræmi við góða endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur f sér athuganir á gögnum með úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans f heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefí glögga mynd af rekstri félagsins og sjóða þess á árinu 1997, efiiahag 31. desember 1997 og breytingu á handbæru fé á árinu 1997 í samræmi við lög félagsins og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 16. mars 1998. BDO Endurskoðun ehf. löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN FÉLA GSKJÖRINNA END URSKOÐENDA Við undirritaðir, félagskjömir endurskoðendur Félags bókagerðarmanna, höfum yfufarið ársreikning félagsins fyrir árið 1997 og leggjum til að hann verði samþykktur. Reykjavík, 16. mars 1998. ÁRITUN STJÓRNAR Stjóm Félags bókagerðarmanna staðfestir hér með ársreikning félagsins fyrir árið 1997 með undirritun sinni. Reykjavík, 16. mars 1998. Stjóm: 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.