Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 12

Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 12
■ ■■ SKÝRSLA STJÓRNAR SKÝRINGAR MEÐ ÁRSREIKNINGI Rcikningsskilaaðferðir: I • Ársreikningur þessi fyrir Félag bókagerðarmanna og sjóði í vörslu þess er í mcginatriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og ársreikningur 1996 þannig að samanburðartölur við árið á undan sem birtar eru í ársreikningnum eru sambærilegar. Fjárhagsleg aðgreining sjóðanna og skipting gjalda og tekna af rekstri árið 1997 á einstaka sjóði og skipting eigna og skulda í árslok er grundvölluð á lögum FBM. 2. Áhrif almennra verðlagsbreytinga á rekstur og stöðu félagsins og sjóða þess eru reiknuð og færð í ársreikninginn og er í því sambandi íylgt eftirfarandTaðferðum : * Fasteignir, land og lóðir eru endurmetnir með því að framreikna uppfært stofnverð þeirra frá fyrra ári með verðbreytingarstuðli sem mælir hækkun á neysluverðsvísitölu innan ársins og nemur 2,02% fyrir árið 1997. * Afskriftir af fasteignum eru ekki rciknaðar. Hins vegar eru reiknaðar og gjaldfærðar afskriftir af áhöldum og tækjum sem nema 15% af stofnverði. * Áhrif verðlagsbreytinga á peningalegar eignir og skuldir eins og þær voru í byrjun reikningsársins og breytingu þeirra á árinu eru reiknuð og færð í ársreikninginn. Staða peningalegra eigna og skulda í ársbyrjun og árslok er reiknuð til meðalverðlags. Mismunur á þannig umreiknaðri stöðu í ársbyrjun, að viðbættri breytingu á árinu annars vegar, og stöðunni í árslok hins vegar, myndar reiknaða gjaldfærslu vegna verðlagsbreytinga hjá félaginu og sjóðum þess að fjárhæð 2,5 millj.kr. Útreikningurinn byggist á breytingu á neysluverðsvísitölu innan ársins. Hin reiknuðu gjöld eiga að endurspegla þá raunvirðisrýmun sem verður á peningalegum eignum og skuldum við verðbólguaðstæður. Gjöldin koma sem mótvægi við vexti og verðbætur til gjalda eða tekna og færa reikningsskilin nær því að sýna raunvexti ársins, jákvæða eða neikvæða. * Endurmatshækkun varanlegra rekstrarfjármuna og verðbreytingarfærslur eru færðar á höfuðstólsreikninga i efnahagsreikningi félagsins og sjóðanna. 3. Fjárhæðir vaxta og verðbóta á verðtryggðar eignir og skuldir eru reiknaðar til ársloka bæði hjá FBM og sjóðunum samkvæmt vísitölum sem tóku gildi 1.1.1998. 4. Hlutdeild Sjúkrasjóðs í skrifstofukostnaði FBM er metin af formanni, gjaldkera og löggiltum endurskoðanda félagsins. Hlutdeild Fræðslusjóðs í skrifstofukostnaði reiknast 20% af tekjum Fræðslusjóðs. 5. Skipting tekjuafgangs á höfuðstólsreikninga sjóða félagsins sem byggð er á lögum FBM og aðalfundarsamþykktum er sem hér segir : Styrktar- og tryggingasjóður: Tekjur: 1997 1996 22% af félagsgjöldum (skv. aðalfundarsamþykkt)....................... 4.192.168 3.854.274 Húsaleiga Hverfisgötu 21............................................. 287.000 263.000 Vaxtatekjur og verðbætur............................................. 1.946.906 1.563.472 Arður af hlutabréfum.................................................. 469.761 376.497 Söluhagnaður hlutabréfa.............................................. 1.011.149 7.906.984 6.057.243 Erlend samskipti Samskipti okkar við erlend félög hafa verið óvenjumikil síðastliðið starfsár, en sú hefð hefur skapast að erlend félög bjóða mjög gjarnan formanni félagsins að sækja aðal- fundi sína. FBM hefur lagt mikla rækt við norrænt samstarf og reynt að sækja þeirra aðalfundi og þetta ár hafa verið fjórar ferðir á aðalfundi erlendra félaga. Þar fyrir utan eru fjölmörg boð um að sækja fundi og ráð- stefnur er við höfum ekki þegið og of langt væri upp að telja. FBM er aðili að þremur erlendum samböndum: Nordisk Grafisk Union (NGU), en þar á formaður FBM sæti í varastjórn; Evrópusambandi bókagerðar- manna (EGF) og Alþjóðasambandi bóka- gerðarmanna (IGF). Fulltrúar FBM á Kvennaráðstefna NGU er var haldin í Finnlandi í apnlmánuði, voru þær Margrét Friðriksdóttir, Bjargey Gísla- dóttir og Sólveig Jónasdóttir. Aðalfundur Media forbund Finnland var haldinn í maí mánuði og sat Fríða B. Aðalsteinsdóttir fundinn í boði þeirra. Aðalfundur NGU var haldinn í Noregi íjúnímánuði, Sæmundur Arnason og Þorkell S. Hilmarsson voru full- trúar FBM. Formaður sat aðalfund GPMU í boði enska félagsins og einnig boð danska félagsins um að sitja aðalfund þeirra. I sept- ember sótti Stefán Olafsson Höfuðborgar- ráðstefnu norrænu félaganna er var haldin að þessu sinni í Finnlandi og Eistlandi. Georg Páll Skúlason sat aðalfund sænska félagsins í nóvember í boði þess og var full- trúi FBM á sama tíma við minningarathöfn um félaga okkar úr sænska félaginu er fór- ust í flugslysi. Aðalfundur EGF var að þessu sinni haldinn í Berlín, fulltrúar FBM voru formaður og varaformaður félagsins. Einnig fór formaður í sömu ferð til Danmerkur til að kynna sér nýja tækni í forvinnslu. Ráð- stefna NGU um Fjölmiðlun framtíðarinnar var haldin í Svíþjóð í nóvember, fulltrúar FBM voru Stefán Ólafsson og Ólafur Öm Jónsson. Varaformaður félagsins sótti ráð- stefnu NGU um fjarvinnu, vinnutíma og hlutavinnu er var haldin í Finnlandi í febrú- ar 1998. Samstarf við önnur félög Samstarfssamningur sá er Félag bókagerðar- inanna, Blaðamannafélag Islands og Félag grafískra teiknara gerðu með sér á árinu 1996 hefur að vísu ekki verið endurnýjaður, en samstarf hefur verið þó nokkuð í ýmsum málum og á árum ört vaxandi tölvubyltingar og mikilla breytinga á fjölmiðlamarkaði hefur æ betur komið í ljós að aukið samstarf þessara þriggja félaga er orðið aðkallandi. FBM, BÍ og FGT eru með sömu viðsemj- endur í mörgum tilvikum. Tækniframfarir hafa fært þessi félög nær hvert öðru og vinnustaðurinn er í mörgum tilvikum orðinn sá sami, jafnvel unnið í sömu tækjunum. Því vilja stjómir þessara þriggja félaga gera al- varlega og markvissa tilraun til samstarfs og samvinnu á breiðum grundvelli. Rætt hefur verið í þó nokkurri alvöru um stofnun fjöl- miðlasambands og var haft samband við Fé- lag fréttamanna og Starfsmannasamtök 12« PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.