Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 16

Prentarinn - 01.02.1998, Blaðsíða 16
■ ■■ SKÝRSLA STJÓRNAR að tjaldsvæðinu og nær hún hámarki um verslunarmannahelgina þegar FBM og Mið- dalsfélagið halda sína árlegu barnaskemmt- un. Bjarni Daníelsson er með íbúðarhúsið í Miðdal á leigu ásamt úthaga og hefur jafn- framt séð um eftirlit með orlofshúsunum á vetrum. Félag bókagerðarmanna og safnaðarnefnd Miðdalskirkju ásamt umsjónamefnd kirkju- garða hafa unnið að því að skipuleggja bæj- arhlað og umhverfi kirkju ásamt bflastæðum við kirkju og golfvöll. Þær framkvæmdir ganga nokkuð skv. áætlun og þriðji hluti frantkvæmdanna verður boðinn út í sumar, en reiknað er með að verkinu verði að fullu lokið árið 2000. Framkvæmdastjóm um Suðurlandsskóga hefur samþykkt að Mið- dalur verði tekinn inn í Suðurlandsskóga- verkefnið með ræktun landbótaskóga. Þegar það hefur verið samþykkt af þar til bærum yfirvöldum verður Miðdalur tekinn inn í tíu ára verkefni sem skógræktarjörð. Breytingar á orlofshúsum 1 og 2 í Miðdal Á árinu lauk endurbótum á orlofshúsum 1 og 2 í Miðdal með því að breyta þeim í eina stóra og veglega íbúð. Tókust þær endur- bætur mjög vel og hafa vakið almenna ánægju félagsmanna. Má segja að húsið hafi verið í samfelldri útleigu síðan. þá hefur aukning á vetrarnotkun verið mjög ánægju- leg og hefur gefið félagsmönnum aukið tækifæri til að upplifa Miðdalinn í vetrarríki. f framhaldi af þessum breytingum var ákveðið að breyta númerakerfí orlofshúsanna í Miðdal. Þannig er hús sem var nr. 3 orðið nr. 2 o.s.frv. Hús sem var númer átta er orðið hús nr. 5. Orlofsíbúð í Reykjavík Á árinu 1994 hófst samstarf milli Verka- lýðsfélags Húsavíkur og FBM um orlofs- íbúð í Reykjavík. Félagar okkar af lands- byggðinni hafa nýtt sér vel þennan mögu- leika. Miðað við reynslu síðustu ára er nokkuð Ijóst að þetta fyrirkomulag virðist anna eftirspurn á orlofsíbúð fullkomlega og síðustu sumur höfum við getað boðið upp á hús á Tjömesi í skiptum fyrir hús í Miðdal, sem við nýtum mjög vel, eða öll tímabil. Því Ársreikningur Prenttæknistofnunar árið 1997 ÁRITUN ENDURSKOÐENDA Við liöfum endurskoðað ársreikning Prenttæknistofnunar fyrir árið 1997. Ársreikningurinn hefur að geyma rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymi og skýringar nr. 1 - 14. Endurskoðað var i samræmi við góöa endurskoðunarvenju. Samkvæmt því ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í aðalatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur í sér athuganir á gögnum mcð úrtakskönnunum til að sannreyna fjárhæðir og upplýsingar sem koma fram í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þcim reikningsskilaaöferðum og matsreglum sein notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsctningu lians í hcild. Við teljum að cndurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningurinn gefi glögga mynd af rekstri stofnunarinnar á árinu 1997, efnahag 31. desember 1997 og breytingu á handbæru fé á árinu 1997 í samræmi við samþykktir og góða reikningsskilavenju. Reykjavík, 9. mars 1998. BDO Endurskoðun ehf. löggiltur endurskoðandi. ÁRITUN STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA Stjóm Prenttæknistofnunar staðfestir hér með ársreikning stofnunarinnar fyrir árið 1997 með undirritun sinni. Reykjavík, 9. inars 1998. Framkvæmdastjóri: hefur verið ákveðið að halda þessu samstarfi áfram og verðum við með húsið að Hall- bjarnarstöðum á Tjömesi í útleigu í sumar. Furulundur, lllugastaðir, Ölfusborgir, Setberg íbúðin í Furulundi er alltaf jafn eftirsótt og er undantekning ef hún er ekki í leigu yfir orlofstímabilið. Undanfarna vetur hefur íbúðin verið í langtímaleigu en nú var brugðið út af þeirri venju og stóð hún fé- lagsmönnum tii boða í vetur. Ekki varð jafn mikil aðsókn og við áttum von á og verður útleiga endurskoðuð fyrir næsta vetur. Þá eru hús í Ölfusborgum og á 111- 1 6 ■ PRENTARINN

x

Prentarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.