Prentarinn - 01.02.1998, Qupperneq 19

Prentarinn - 01.02.1998, Qupperneq 19
■ ■■ SKÝRSLA STJÓRNAR EFNAHA GSREIKNING UR EIGNIR: Skýr. 1997 1996 Fastafjármunir: Varanlegir rekstrarfjármunir: 2,4 871.265 220.703 2,4 2.886.482 66.774 3.757.747 287.477 Áhættufjárniunir og langtímakröfur: 5 10.420.084 6.148.044 14.177.831 6.435.521 Veltufjármunir: Skammtlmakröfur: Útistandandi framlög 5.286.706 1.139.020 5.369.585 2.021.133 3 6.425.726 7.390.718 Handbært fé : Bankainnstæður 14 3.782.646 4.686.349 Veltufjármunir samtals 10.208.372 12.077.067 Eignir samtals... 24.386.203 18.512.588 lengi hver og einn þarf á sjúkradagpening- um að halda. Réttur til sjúkradagpeninga er 80% af launum fyrstu 26 vikurnar og 50% næstu 78 vikurnar. Þannig geta sjúkradag- peningar varað frá einum degi og allt að tveimur árum. Eins og reglugerð sjóðsins kveður á um veitti hann útfararstyrki vegna þeirra félaga er létust á árinu, en þeir voru 14 talsins. Styrkurinn er nú kr. 120.000. Sjúkrasjóðurinn veitti 309 styrki vegna heiisuverndar og forvarnarstarfs að upphæð kr. 1.421.000. Styrkir vegna námskeiða í líkamsræktarstöðinni Mætti voru 209 eða kr. 741.000. Félagsmenn af landsbyggðinni hafa hlotið styrki á sambærileg námskeið í sinni heimabyggð. Styrkir vegna sjúkra- þjálfunar og endurhæfingar sem nema 50% af kostnaði félagsmanns voru alls 100 eða kr. 680.000. Styrkir vegna krabbameinsleit- ar voru alls 80 eða kr. 120.000. Aðrir styrkir sem sjóðurinn veitti voru að upphæð kr. 193.000. Prenttæknistofnun Nú hefur Prenttæknistofnun starfað í sex ár. Hún er orðin föst í sessi og er vonandi búin að sanna ágæti sitt fyrir sem flestum. Að- sókn að námskeiðum hefur verið mikil og lítið virðist draga úr henni þó að Prenttækni- stofnun sé alltaf að búast við að markaður- inn mettist og aðsókn fari að minnka að ein- hverju leiti. Þrátt fyrir gott gengi þótti rétt að gæta þess að sofna ekki á verðinum og huga að framtíðarstefnu Prenttæknistofnunar. Þess- vegna var boðað til „Framtíðarráðstefnu" sl. haust. Þar sem búast má við að vissu há- marki sé náð þótti rétt að Prenttæknistofnun gerði framtíðaráætlun (stefnuáætlun) til að vera viðbúin þeim breytingum sem munu verða á næstu árum. Leitað var til fólks með sem víðtækasta þekkingu jafnt á meðal at- vinnurekenda og launþega. Einnig var leitað til fólks sem tengist prentiðnaðinum óbeint eins og innflytjenda, Háskólans, Starfs- menntafélagsins o.fl. Það voru alls 30 manns sem tóku sér frí frá hefðbundnum störfum og unnu einn dag í þágu framtíðar prentiðnaðarfólks. Það var Davíð Lúðvíks- son frá Samtökum iðnaðarins sem stjómaði fundinum sem gekk mjög vel og margar at- hyglisverðar hugmyndir komu fram. Ef hægt er að taka saman í stuttu máli framtíð- arstefnu Prenttæknistofnunnar má segja að hún sé: Að auka þekkingu og hæfni starfs- manna og stjómenda í íslenskum upplýs- ingaiðnaði þannig að árangurinn verði aukin gæði og framleiðni, samfara meiri starfsá- nægju. Markmiðum sínum nær Prenttækni- stofnun með því að stofna til námskeiða, bóklegra og/eða verklegra fyrir starfsfólk í upplýsingaiðnaði til þess að: • Gefa starfsmönnum kost á að auka verkþekkingu sína og til að kenna þeim ný vinnubrögð í nýrri tækni. • Bjóða þeim upp á nám vegna sérhæfðra starfa. • Gefa þeim kost á upprifjun fyrra náms og bæta þeim upp grunnmenntun hafí henni verið ábótavant. 1 8 ■ PRENTARINN SKÝRSLA STJÓRNAR ■ 31. DESEMBER 1997 EICIÐ FÉ OG SKULDIR: Eigiö fé : Höfuðstóll Skýr. 1997 23.936.998 23.936.998 1996 17.707.887 17.707.887 Eigið fé samtals Skuldir : Ógreiddur kostnaður og gjöld 449.205 804.701 Skuldir samtals 449.205 804.701 Eigiö fé og skuldir saintals....................... 24.386.203 18.512.588 Prenttæknistofnun stuðlar að bættri grunnmenntun í bókagerðargreinum með námskeiðum fyrir kennara, námskrárgerð, eftirliti og öðrum skyldum verkefnum samkvæmt nánara samkomulagi við yfir- völd menntamála. Starfsemi Prenttæknistofnunar nær til alls upplýsinga- og fjölmiðlageirans. Prenttæknistofnun verði í fararbroddi skóla á sínu sviði. Stefnt skal að fjölgun eigenda og/eða samstarfsaðila. Prenttæknistofnun tekur þátt í endur- skipulagningu menntakerfisins t.d. með þátttöku í starfsgreinaráði, umsjón sveins- prófa o.fl. Það er því ljóst að mikið starf er framund- an hjá stjórnendum Prenttæknistofnunar að glíma við á næstu misserum. Aldrei verður of oft brýnt fyrir fólki að vera duglegt að halda menntun sinni við og víkka enn frekar sjóndeildarhringinn með því að sækja sem fjölbreyttust námskeið. Þannig tryggir fólk atvinnu sína og verður verðmætara á at- vinnumarkaðinum. Námskeið í niarmörun Þó að Prenttæknistofnun sé þekktust fyrir kraftmikil námskeið fyrir hinn grafíska iðnað eins og í Photoshop, FreeHand og QuarkXPress gleymist ekki gamalt og gott handverk hjá stofnuninni. Þar á meðal er marmörun. Marmörun er ævaforn aðferð til að lita spjaldapappír á bókum og er hægt að gera hin fegurstu munstur með þessari aðferð. Mikil kúnst er að ná tökum á aðferð- inni og var Daninn Ole Lundberg, sem er sérfræðingur á þessu sviði, fenginn til að kenna áhugasömum íslendingum aðferðina. Námskeiðið stóð í viku og lærðu nemendur að blanda liti úr náttúrulegum efnum til að nota við litunina. Ýmis torkennileg efni eins og bórax, söl, nautagall og sápuspritt voru notuð við framleiðsluna. Ole kenndi nem- endum sínum að búa til kústa og pensla úr svínahári og rís. Einnig var kennd aðferð til að búa til kamba sem notaðir eru til að gera munstrin. Engin tvö munstur eru nákvæm- lega eins þannig að engar tvær bækur verða eins. Hver örk, sem lituð er, nægir vanalega bara á eina bók en það veltur þó á stærð bókarinnar. Nemendur, sem flestir voru bók- bindarar, voru mjög ánægðir með að hafa fengið tækifæri til að læra þessa gömlu aðferð við að skreyta bækur. Látnir félagar Frá síðasta aðalfundi hafa 11 félagsmenn látist, þau eru: Ellert Ag. Magnússon, Hafsteinn Guðmundsson, Halldór Bragason, Hallgrímur Tryggvason, Jóhanna Einars- dóttir, Margrét Ámadóttir, Óskar P. Söebeck, Pálmi A. Arason, Sigurður Ingi Jónsson, Sigurður G. Sigurðsson og Þorvaldur Guðmundsson. ■ PRENTARINN ■ 1 9

x

Prentarinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prentarinn
https://timarit.is/publication/952

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.