Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 21

Læknablaðið - 15.01.1995, Side 21
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 13 Flokkun æðabólgu Margir hafa tekið tilhlaup til flokkunar á æðabólgum (5). Fjölþjóðahópur undir forystu bandarísku gigtarsamtakanna setti árið 1990 fram flokkunarskilmerki fyrir sjö meginflokka fjölkerfaæðabólgu (6). Þessir flokkar voru of- nœmisœðabólga, purpuri Henochs og Schön- leins, drepæðabólga, hnúðager Wegeners, heilkenni Churgs og Strauji, Takajasú-œða- bólga og risafrumuœðabólga. Flokkun þessi, sem unnin var með framvirkum hætti, byggðist á rannsókn á 807 sjúklingum, sem læknar frá mörgum stofnunum lögðu til. Upphaflegur sjúklingafjöldi var 1020. Tvöhundruð og þrett- án sjúklingar voru fljótlega brottfelldir, ýmist vegna þess, að samkomulag náðist ekki um hvort þeir gengju yfirleitt með æðabólgu eða líklegt þótti, að æðabólgan væri fylgikvilli bandvefssjúkdóms, svo sem helluroða, eða að þeir þóttu hafa Kawasaki-sjúkdóm, sem ákveðið var að ekki yrði talinn til æðabólgu*. Eftir stóðu því 807 sjúklingar. Sextán prósent þeirra (129 sjúklingar) reyndist ekki unnt að flokka nánar umfram það eitt, að þeir töldust hafa æðabólgu. Nokkuð má af þessum tölum ráða um þá erfiðleika sem læknar standa and- spænis við greiningu þessara sjúkdóma. Starfshópur þessi samdi síðan skilmerki til greiningar hverjum hinna sjö flokka æðabólgu. Þessum skilmerkjum er ekki ætlað að greina sjúkdóm einstakra sjúklinga heldur fyrst og fremst að auðvelda vísindarannsóknir, upplýsa um faraldsfræði, lyfjameðferð og þess háttar. Greiningarskilmerkin eru í reynd samkomu- lagsatriði og nægir sjaldnast eða aldrei eitt þeirra til greiningar sjúkdóms. Veikindi ein- stakra sjúklinga eru hins vegar ekki samkomu- lagsatriði lækna á meðal og krefst því greining æðabólgu hugmyndaflugs og sveigjanleika af læknum, auk þekkingar. Nýlega hefur birzt afrakstur annars starfshóps, undir forystu Jennettes (7), til greiningar og flokkunar æða- bólgu, þar sem skilmerki eru nýtileg til grein- ingar einstakra sjúklinga, en síður til vísinda- vinnu eða tölfræðilegrar úrvinnslu. Sú flokk- * Kawasaki-sjúkdómur er hitasótt í börnum þar sem greinast bólgur í slímhúðum (þar með talið táru), húðútbrot, eitlastækkanir og æða- bólgur. Séu önnur skilmerki uppfyllt, má greina Kawasaki-sjúkdóm hjá sjúklingi sem ekki hefur æðabólgu. un, sem hér greinir frá dregur dám af vinnu beggja starfshópa, þó með nokkrum breyting- um, sem allar eru á ábyrgð höfundar. Ofnœmisœðabólga: Ofnæmisæðabólga er illa skilgreindur sjúkdómaflokkur, þar sem eink- um er skipað sjúklingum með hvíthrunsæða- bólgu (mynd 1). „Hvíthrunsæðabólga" er ekki sjúkdómsheiti, heldur höfðar til tiltekins vefja- útlits við smásjárskoðun. Menn nota einnig heitin „urticaria“ og „vasculitis urticarialis“, fyrri nafngiftin sjúkdómsheiti, hin síðari smá- sjárgreining. Hverju nafni sem fyrirbærin eru nefnd, þá er ofnæmisæðabólga afgangsstærð, sem læknar nota þegar skilmerki sérhæfari greiningarflokka fást ekki uppfyllt. Skilgreina má ofnæmisæðabólgu þannig, að hún sé oftast bundin við húð, að hvíthrunsbólga sé dœmi- gerð við smásjárskoðun og að hjá umtalsverð- um fjölda sjúklinga megi finna orsök, oftast efnaáhrif af einhverju tagi, ekki sízt lyf (8) Mynd 1. Ofnœmisbólga. a) Dröfnuörður áhúð. Sjúklingur liefur ofnœmisœðabólgu af lyfjavöldum. b) Slagœðlingur í húð (örvar) með hvílhruns- œðabólgu. Hematoxylíneósínlitun (HE). Upphafsstœkkun 100-föld (100X).
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.