Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 64

Læknablaðið - 15.10.1996, Page 64
732 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Lyfjamál 53 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Öflug markaðssetning háþrýstingslyfja Margir hafa lýst áhyggjum vegna vaxandi notkunar nýrra háþrýstilyfja hin síðari ár. Nýleg rannsókn á notkun háþrýstings- lyfja í Bandaríkjunum á árunum 1982 til 1993 sýndi að notkun kalsíumblokkarajókstúr0,3% í 27% og ACE blokkara úr 0,8 í 24%. Á sama tíma minnkaði notkun þvagræsilyfja úr 56% í 27% og betablokicara úr 23% í 11% (1,2). Höfundarnir álykta svo að þótt oft séu sérstakar ábendingar fyrir því að nota nýrri lyfin í völdum sjúklingum þá sé ekkert sem réttlæti notkun þeirra í meirihluta sjúklinga með háþrýsting. Þróunin á Is- landi er svipuð og sama má segja um hin Norðurlöndin (3). Hugsanlegar skýringar á þessari miklu markaðshlutdeild eru margar og meðal annars: • Sérstakar ábendingar fyrir ACE- eða kalsíumblokkara hafa skýrst með nýjum rann- sóknum. í þessum tilvikum eru þau kærkomin viðbót við það sem fyrir er. Hér má nefna hjartabilun, kransæðasjúkdóm, sykursýki, þvagsýrugigt, brenglun á blóðfitu og fleira. • Sumir sjúklingar þola betur ACE- eða kalsíumblokkara en betablokkara og þvagræsilyf. • Óhemju öflug markaðs- setning þessara lyfja að minnsta kosti síðustu 15 árin. Aukna notkun nýrri og dýrari lyfja hafa sumir réttlætt með því að þau séu með færri aukaverk- anir og þurfi minna eftirlit (blóðrannsóknir og heimsóknir til lækna). Þetta er rétt í sumum tilvikum en fyrst þarf að vera búið að sanna að þau geri sama gagn og eldri lyfin. Hér er pott- ur brotinn því þessa megin for- sendu almennrar notkunar vantar fyrir kalsíumblokkara og ACE-blokkara en er vel stað- fest fyrir þvagræsilyfin og beta- blokkara (4-7). Til viðbótar við þessa óvissu um gagnsemi kemur grunur um að kalsíumblokkarar og þá einkum skammvirku díhýdró- pýridín samböndin geti verið skaðleg. Petta kom fram í mars 1995 þegar kynntar voru rann- sóknarniðurstöður þess efnis að kalsíumblokkarar gætu aukið líkur á kransæðastíflu hjá háþrýstingssjúklingum (8). Heimildir: 1. Psaty BM, Koepsell TD, Yanez ND, et al. Temporal patterns of antihyperten- sive medication use among older adults, 1989-1992: an effect of major clinicai trials on clinical practice? JA- MA.1995;273:1436-8. 2. Manolio TA, Cutler JA, Furberg CD, Psaty BM, Whelton PK, Applegate WB. Trends in pharmacologic man- agement of hypertension in the United States. Arch Int Med 1995;155:829-37. 3. Wallenius S, Peura S, Klaukka T, En- lund H. Scand J Prim Health Care 1996;14:54-61 4. MatersonBJ, RedaDJ, CushmanWC, et al. Single-drug therapy for hyper- tension in men: a comparison of six antihypertensive agents with placebo. N Engl J Med 1993;328:914-21. Leiö- réttar niðurstööur NEJM 1994;330: 1689. 5. SHEP Cooperative Research Group. Prevention of stroke by antihyperten- sive drug treatment in older persons. JAMA 1991;265:3255-64. 6. Medical Research Council Working Party. Medical Research Council trial of treatment of hypertension in older adults: principal results. BMJ 1992;304:405-12. 7. Dahlsf B,Lindholm LH, Hansson L, et al. Morbidity and mortality in the Swedish Trial in Old Patients with Hy- pertension (STOP-Hypertension) Lan- cet 1991;338:136-41. 8. Psaty BM, Heckbert SR, Koepsell TD, et al. The risk of myocardial infarction associated with antihypertensive drug therapies. JAMA 1995;274:620-5. C Hjarta-og æðasjúkdómalyf á íslandi 1989-1995 DDD/1000ib./dag C01 Hjartasjúkdómalyl -■-C02 BlúOþrýstingslækkandi lyf -*-C03 Þvagræsilyf -«-C04 Æöavíkkandi lyf C07 Beta-blokkarar C08 Kalsíumblokkarar -*-C09Lyfmetí verkuná renlnangíotensln-kerfiö 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.