Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 91

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 91
leg ensk bók með 338 bls. löngu safni samtímaheimilda um svartadauða í enskri þýðingu. Orðið rat hefur ekki verið tek- ið upp í hugtakaskrá hennar, hvort sem það kemur þar fyrir eða ekki. Kannski eru rottur einhvers staðar nefndar í sambandi við pestina á miðöld- um, en það á við fleiri skynlausar skepn- ur. Til dæmis skrifaði ítalska skáldið Boccacco fræga lýsingu á pestinni í Flór- ens 1348. Hann segist oftar en einu sinni hafa orðið vitni að því að skepnur hafi fallið úr pest. Einu sinni, til dæmis, var fatadruslum fátækl- ings sem hafði dáið úr pest kastað á göt- una, og tvö svín fóru að róta í þeim. Innan stundar fóru svínin að engjast eins og þau hefðu étið eitur, og rétt á eftir duttu þau niður dauð. Þessum vitnisburði hef- ur auðvitað verið hafnað, vegna þess að, eins og Ole Jorgen Benedictow segir, „pigs have been shown to be naturally immune or refractory to plague infection, like most domestic animals" og vísar svo í „Indian Plague Research Commission XXVII 1908 ,..“'3 Hér er stutt í litla hringferð í sönnun: miðaldavitnisburðum um hegðun plág- unnar er hafnað ef þeir koma ekki heim við hegðun hennar á Indlandi um alda- mótin 1900. Á hinn bóginn er allt tekið gilt sem hægt er að skýra með hegðun plágunnar þar. Til dæmis eru til afar ná- kvæmar lýsingar á pestarfaraldri í norður- þýska bænum Uelzen árið 1597, byggð með um 1500 íbúa. Þar bjuggu járnsmið- lr við austanverða Schmiede- strasse, og aðeins tveir þeirra féllu í faraldrinum. Skýring fræðimanna er sú að hávaðinn í járnsmiðunum hafi fælt rotturnar í burtu. Meðal granna þeirra sem stunduðu iðnir sem löðuðu rottur að, bakara, slátrara og vefara, var dánarhlutfallið aftur á móti um 85%.14 Þannig má safna ótæmandi magni af dásamlegum sönnunum, ef maður hef- ur nógu mikið efni og einfaldan mæli- kvarða á hvað beri að taka sem satt og marktækt og hvað ekki. Svo verða smátt og srnátt til umfangs- mikil fræði sem byrja sem tilgátur eða reiknilíkön en breytast í staðreyndir, eink- urn við það að flytjast á milli fræðigreina. I enskri yfirlitsbók um svartadauða eftir sjofróðan leikmann, lögfræðing að mennt, Philip Ziegler að nafni, má til dæmis lesa að: „One rat family to a household and three fleas to a rat seems to have been the norm ..." og er þar átt við England. Síðar hefur komið í ljós að það er ekki einu sinni sennilegt að það hafi verið neinar rottur víðs vegar um England á 14. öld. Síðustu áratugína hafa enskir fræði- menn, einkum náttúruvísindamenn, farið að efast um að svartidauði hafi getað smitast með rottuflóm, einkum af því að þeim finnst frá líf- fræðisjónarmiði óhugsandi að þar hafi verið nógu mikið af rottum til að breiða pestina út. Árið 1970 skrifaði líffræðingur, J.F.D. Shrewsbury dálítið skrýtna bók um þetta. Hann fór af stað með þá kenningu að plágan mikla hefði kannski drepið allt að þriðjung íbúa í þéttbýlasta hluta landsins, East Anglia, og í stærstu borgum. Annars staðar hefði mannfallið tæpast verið nema 5% íbú- anna, og á landsvísu áætlar hann það raunar ekki yfir 5%. Svo er eins og Shrewsbury beygi sig smám saman, með- an hann er að skrifa bókina, fýrir óhrekj- andi heimildum um miklu hærra dánar- hlutfall og grípur þá í einstökum tilvikum til annarra sjúkdóma, einkum þess sem er kallaður typhus jever á ensku en dílasótt eða útbrotataugaveiki á íslensku. Þá finnst manni að Shrewsbury hefði átt að endurskoða upphaf bókarinnar, en það lét hann ógert. Rúmum áratug síðar skrifaði dýrafræð- ingurinn Graham Twigg bók þar sem hann réðst gegn kýlapestarkenningunni, einkum vegna þess að það hafi líklega aldrei verið lífsskilyrði fyrir svörtu rottuna á Englandi, nema á hlýjustu svæðum í borgum.Twigg benti á að engin sönnun væri fýrir því að faraldurinn svartidauði hefði verið pest (sjúkdómurinn sem herjaði í Hong Kong og Bombay 1894-96 og áfram). Líklegast taldi Twigg að hann hefði verið miltis- brandur (anthrax), skæður smitsjúkdómur sem vinnur á fjölda dýrategunda og birtist meðal annars í kýlum. Lungnapestin Allan þennan tíma hefur það verið al- þekkt að sjúkdómurinn pest getur farið að ganga frá manni til manns sem lungna- sjúkdómur. Lungnapestarformið var svo vel þekkt þegar Sigurjón Jónsson gaf út „Hér er stutt í litla hring- ferð í sönnun: miðalda- vitnisburðum um hegðun plágunnar er hafnað ef þeir koma ekki heim við hegð- un hennar á Indlandi um aldamótin 1900." bók sína, Sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400—1800, árið 1944, að hann hafði engar áhyggjur af því að íslendinga hefði skort rottur til að flytja sjúkdóminn um landið. Seinna, á árunum 1974—75, færði svo Jón Steffensen rök að því að íslensku plágurnar á 15. öld hefðu verið lungna- . 20 ° pestir. Annars hafa flestir fræðimenn verið ótrúlega tregir að nota lungnapest- ina í skýringum sínum á miðaldaplág- unni. Shrewsbury útilokaði hana án alls rökstuðnings og segir bara í einni máls- grein að lungnapest geti ekki haldist við ein og sér án kýlapestar.” Twigg hafnar lungnapest, að því er virðist einkum af því að hann ályktar af faraldrinum í Mansjúríu 1910-11 að hún gangi ekki nema í enn kaldara og rakara loftslagi en á Englandi. Auk þess rekur hann mannfall- ið í Mansjúríu til þess að pestin hafi borist urn stórt svæði með járnbrautum. Þó nefnir Twigg minni háttar lungna- pestarfaraldra í Afríku, þar sem tugir manna féllu úr lungnapest, en útbreiðsla farsóttanna var stöðvuð með sóttvörn- um. Hér á landi hefur Örnólfur Thorl- acius verið talsmaður þess að plágan mikla hafi tæpast getað verið pest vegna þess að hér voru engar rottur. í grein sem Hér sjást myttdir af bakteríum sem mlda miltisbmndi (efst), plágu og dílasótt. SAGNIR 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.