Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 100

Sagnir - 01.06.1997, Blaðsíða 100
SVARTIDAUÐI Á ÍSLANDI - Plágurnar 1402 og 149S Gísli Gunnarsson Um hrun mannfjölda og margföldun hans Með sérstakri hliðsjón af dánartíðni í pestardauða og hungurdauða og muninum þar á milli, svo og endurheimtuna í kjölfar slíkra óskapnaða Hér verður fjallað um nokkur almenn sannindi um manndauða og fólksfjölgun. I þvi samhengi verður kannað sérstaklega mannfall í stórubólu 1707—1708 og móðuharðindunum 1783—1785 og það borið saman, einkum þá aldurssamsetning látinna. Einnig verður fólksfjöldaþróun í kjölfar þessara tveggja atburða sérstaklega könnuð. Með þessari samanburðarrann- sókn verður reynt að giska á fólksfjölda- þróun á Islandi í kjölfar svartadauða 1402. Enn fremur verður reynt að geta þess til hverjar voru smitunarleiðir svartadauða bakteríunnar með samanburði við al- mennt hegðunarmynstur slíkra lífvera. En deilur um smitunarleiðir hafa verið at- hyglisverð þrætubókarlist í hópi sagn- fræðinga síðustu misserin og styðjast meistarar þar við valdar sögulegar heirn- ildir í bland við eigið hyggjuvit; einnig að hluta til við nokkra áratuga gamlar niður- stöður merkra raunvísindamanna. Ekki getur hann hafnað þeirri freistingu að koma með fralag í deilu þessa. Grein þessi er byggð á fyrirlestri sem höfundur hélt á ráðstefnu sagnfræðinema um svartadauða 8. mars 1997.' Efnið er að miklu leyti það sama og var í fyrirlestr- inurn en orðfærið er annað. Almennar og (hugsanlega) algildar reglur um fólksfjölda Fólksfjöldi í landi hverju breytist eftir því hve margir deyja, hve margir fæðast og hver er munur aðfluttra og brottfluttra. Undan- farna áratugi hefur tiltekin kenning verið alls ráðandi um það á hvern hátt fólksfjöldi hefur breyst í tímans rás. Kenningin er oft nefnd regla og talin vera algild: Frjósemi hafi á öldum áður verið stöðug en dánar- tíðnin hafi verið breytileg. Dánartíðnin en ekki frjósemin hafi því ákvarðað stærð fólksfjöldans hveiju sinni. I „fólksfjöldabylt- ingunni miklu“,2 sem átti sér stað í Evrópu á 18. og 19. öld (og víðast hvar utan Evr- ópu á þessari öld) lækkaði dánartíðnin stór- um en frjósemin stóð í stað. Þá fjölgaði fólki mjög. Eftir nokkurn tíma fór fijósem- in einnig að minnka uns tölur fæddra og dáinna fóru að nálgast hvor aðra. En þessi almenna kenning er sannarlega ekki algild eins og fólksfjöldatölur frá Is- landi á 18. öld sýna glöggt. Þar var frjó- semi mjög breytileg eftir tímabilum. Eng- in ástæða er til að ætla að ástandið hafi verið öðruvísi á öldum fyrr. Alltaf eftir fólksfjöldahrun, sakir stóraukinnar dánar- tíðni, jókst frjósemi miðað við það sem var fyrir hrunið, þó misjafnt eftir því hvort hrunið stafaði af sjúkdómum eða hungursneyð. Tveir þættir réðu þannig fólksfjölda á íslandi fyrr á tímum: Dánar- tiðni og frjósemi. (Fjöldi aðfluttra eða brottfluttra var óverulegur uns kom að Ameríkuferðum á seinni hluta 19. aldar). Giftingartíðnin réði frjóseminni. Þegar ráðandi öflum þótti of lítið af fólki í land- inu, var fleirunr leyft að giftast. Þegar hvorki skorti vinnuhjú né leiguliða var reynt að hindra svonefndar „öreigagift- ingar“ eftir besta máta. Reglan var: Jarð- næði = giftingar = barneignir. An jarð- næðis áttu giftingar ekki að eiga sér stað. Giftingar voru forsenda skilgetinna (lög- legra) barneigna. Mikill fjöldi ógiftra vinnuhjúa ásamt takmörkuðu jarðnæði gerðu þennan sveigjanleika í frjósemi mögulegan. Árið 1760 þótti of lítið af fólki í land- inu enda var þá mannfall af harðindum nýafstaðið.Var því ákveðið að hvetja fólk með skattfríðindum til að giftast. Árið 1771 þótti sumum giftingar fátæks fólks rnjög hafa keyrt úr hófi og var lagt til að hömlur yrðu á þær settar. Hannes Finnsson biskup (1739-1796) orðaði þessa reglu um breytileikann í frjósemi og giftingartíðni íslendinga þannig í riti sem hann mun hafa samið um 1782: „Frá 1758 til 1779 [hafe Fólked] í Landenu sifelldlega vered ad fi[öl]ga, geck þó bólann 1762—1767 ... þau fyrre árenn fiölgade Fólked ódara enn þau seirne ... ad epter ad öll býle voru upptekenn, fæckudu giptingar, so sem þad er einsætt, ad giptin^a og Fólks Fiölgan er epter atvinnunne." í töflu 1 sjáum við almenna reglu um fólksfjölgun. Hún sýnir hve mörg ár það tekur tiltekinn hóp fólks að tvöfaldast og þar með að margfaldast miðað við ákvena árlega fjölgun. 1% árleg fjölgun merkir tvöföldun á 70 árum og á þessum reikni- grunni má reikna ýmsa fjölgunarmögu- leika. Eins og sjá má í töflu 2 hefur Is- lendingum fjölgað um 1—2% á 20. öld- inni. Með slíkri fjölgun á 19. öld hefði Is- lendingum fjölgað um 270% á öldinni líkt og gerðist í Danmörku og Færeyjum á þessum tírna; í staðinn Qölgaði Islend- ingum þá um 64%. 2-3% árleg fólksfjölg- un hefur verið venjan í löndum þriðja heimsins svonefnda, undanfarna áratugi. Breytileikinn í mannfjöldaþróun er sem sagt mikill. Afkomendur um 10 þúsund franskra innflytjenda til Kanada á 17. öld eru nú um 10 milljónir. Ibúar Finnlands voru um 400 þúsund árið 1750 en voru um 5 milljónir árið 1950. Tafla 1. Almenn regla um fólks- fjölgun. Tvöföldun Fjölgun fólksfjöldans árlega. í árafjölda. 0,5% > 140 1,0% > 70 1,5% > 47 2,0% > 35 98 SAGNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.