Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 18

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Page 18
12 DAGSKRÁ heyra til kirkjunnarmönnum og öðrum andlegum uppalendum þjóðarinnar. Margt fleira mætti nefna og þessum þremur áðurgreindu atrið- um þyrfti að gera fyllri skil, ef vel ætti að vera. En rúmið leyfir það ekki að sinni. Meðalvegurinn, sem þarf að fara, verður í stuttu máli að stefna að því, að ná því bezta, sem er hjá báðum hinum andstæðu stefnum, ríkisrekstrarstefnunni og samkeppnisstefnunni. Mesti kostur ríkisskipulagsins er sá, að hægt er að skapa jafnvægi milli atvinnugreinanna, skipuleggja þá skynsamlega og tryggja auðjöfnun, en honum fylgir jafnhliða skerðing persónulegs frels- is og sljógvun sjálfsbjargarviðleitni. Mesti kostur samkeppninnar er sá, að hún örfar marga einstaklinga til framtaks og dáða, en henni fylgir sá ókostur, að eðlilegt jafnvægi framleiðslunnar rask- ast oft og tíðum, atvinnuleysi og kreppur halda innreið sína, og auðskiptingin verður fjarri öllu réttlæti. Millistefnan tryggir það bezta hjá báðum. Hún tekur skipulagninguna og auðjöfnunina frá ríkisrekstrarstefnunni, en veitir einkaframtaki og sjálfsbjarg- arviðleitninni eðlilegt og þroskavænlegt starfssvið innan þess ramma. f stað þess, að bæði ríkisreksturinn og hin skefjalausa samkeppni gefur raunverulega aðeins fáum tækifæri til að neyta krafta sinna, en dæmir fjöldann allan til hjúa- og öreigamennsku, veitir millistefnan öllum fjöldanum skilyrði til að vera eigin hús- bændur og bjargálnafólk. VII. Af fylgjendum afturhaldsstefnunnar, Þjóðólfum okkar tíma, og byltingastefnunnar, Önundum okkar tíma, er nú sótt með óvenju- legri hörku og óvægni gegn milli- og umbótastefnunni. Það er sagt, að hún sé eiginlega hvorki fugl né fiskur, hún eigi ekki tilveru- rétt og þekkist helzt hvergi nema hér í gerfi Framsóknarflokksins, er sé sérkennilegt íslenzkt fyrirbrigði. Það þarf ekki annað en að líta til nágrannalandanna, til að sjá fals þessa málsflutnings. Hvaða veg munu Bretar fara að lokinni þessari styrjöld? Hvaða veg munu Norðmenn fara, eða Svíar og Danir? Það verður hvorki vegur afturhaldsmennskunnar né komm- únismans, sem þessar þjóðir munu velja sér. Þessar þjóðir, eink- um Bretar, hafa í undibúningi margvíslegar ráðstafanir til við- reisnar að styrjöldinni lokinni. Allar þessar ráðagerðir, hvort held- ur þær koma frá opinberum nefndum eða alþýðusamtökum, bera

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.