Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 21

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 21
DAGSKRÁ 15 um. Ég efast því um, aS okkur nútímamönnum, einkum yngra fólki, sé eins ljóst og skyldi, hvernig ástandið var, á meðan þjóðin laut algerlega útlendu valdi. Þegar svo var komið, að verulegu leyti vegna arðráns og úrræðaleysis hinna erlendu valdhafa, að fólk hrundi niöur af hungri, hvað lítið sem á bjátaði um tíðarfar eða annað. Ef menn hugleiða þetta, geta þeir skilið, hversu heit frels- isþráin var. Öll höfum við eitthvað lesið og heyrt um frelsisbaráttu þjóðarinnar. Við vitum, að Jón Sigurðsson og margir aðrir beztu synir hennar vörðu lífi sínu og kröftum til að fá hinu útlenda oki létt af og tókst það smátt og smátt. En er okkur fyllilega ljóst, hvað mikið þessir menn, og þá Jón Sigurðsson f'yrst og fremst, urðu að leggja í sölurnar og hve erfið frelsisbaráttan var? Ef við hugleið- um allt þetta með gáumgæfni, getum við fyrst og fremst skilið og metið til fulls, hvers virði það er, að geta nú algerlega losnað við síðustu leifar hinna erlendu yfirráða. Eftir langa og erfiða frelsisbaráttu var ísland loks með sam- bandslögunum 1918 viðurkennt frjálst og fullvalda ríki. En 10 ár- um áður hafði fulltrúum íslands í hinni svo kölluðu millilanda- nefnd, undir forustu Hannesar Hafsteins, ráðherra, tekizt að fá viðurkenningu Dana fyrir því, að ísland væri frjáls samningsaðili um sambandið. Kom þessi viðurkenning í góðar þarfir ,þegar að því kom 1918, að Danir sjálfir vildu fá enda bundinn á deiluna við íslendinga. Þá urðu þeir að æskja samninganna og sækja á, en íslendingar gengu ekki að neinu öðru, en að landið yrði sjálfstætt ríki og urðu Danir, vegna fyrri yfirlýsinga, að láta sér það lynda, því þeir vildu fyrir hvern mun útkljá málið og stóð það í sambandi við kröfu sjálfra þeirra um endurheimt Suðurjótlands. Samkvæmt sambandslögunum var ísland í sambandi við Danmörku um einn og sama konung. Danir skyldu fara með utanríkismál íslands í um- boði þess. Nokkur fleiri mál voru og sameiginleg. En það sem var einna merkile^ast við sambandslögin var það, að þau voru upp- segjanleg frá beggja hálfu: Eftir árslok 1940 gat hvort landið um sig krafizt endurskoðunar laganna, leiddi sú endurskoðun ekki til nýrra samninga áður en 3 ár væru liðin, gat hvort landið um sig sagt samningunum algerlega upp. Samkvæmt þessu gat ísland á fullkomlega löglegan hátt sagt algerlega skilið við Danmörku árið 1944. Ekki er þó talið, að konungssambandið sjálft sé beinlínis upp- segjanlegt, en það leiðir af sjálfu sér, að þegar öllu öðru sambandi

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.