Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 36

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Síða 36
30 DAGSKRÁ svonefnda „líberala“ þjóðfélag, þar sem einangraðir, óháðir einstaklingar vinni fyrir eigin hagnað og með því ósjálfrátt fyrir hag heildarinnar, er dautt; en „lögmál“ klassisku hagfræð- inganna giltu aðeins í slíku samfélagi. Þetta samfélag og þessi lögmál voru vakin til lífs og réttlættust af tímabili, er fyrsta skilyrði til framfara var að hvetja til framleiðsluaukn- ingar. Við erum nú vaxin upp úr þessu tímabili, sem kalla mætti „tímabil skortsins“. Það er nú almennt álitið, að hinar sið- menntuðu þjóðir séu búnar aö leysa vandamál skortsins og geti framleitt, án þess að ofbjóða kröftunum, allt, sem maðurinn þarfnast. Þjóðfélagsböl okkar er ekki skorturinn, heldur atvinnu- leysið. Okkar þýðingarmesta hagfræðivandamál er ekki að auka framleiðsluna, heldur að tryggja jafnari dreifingu neyzl- unnar og jafnari nýtingu fram- leiðslukraftanna. Til að leysa það vandamál verðum við að endurskoða allt samband fram- leiðslu og neyzlu, eins og það hefur þróazt á umliðnum ára- tugum undir hlífiskildi klass- isku hagfræðinnar. Framleiðsla og neyzla Klassisku hagfræðingarnir lögðu megináherzlu á fram- leiðsluna. Þeir töldu sig hafa fundið lögmálið um hámarks- framleiðslu við lágmarkskostn- aði. Væri þessu lögmáli hlítt, myndi allt falla í ljúfa löð í gegnum allsherjarverkaskipt- ingu. Neytandinn hlyti alltaf að ákveða, með kaupgetu sinni, hvað skyldi framleitt og hvað ekki. Raunveruleg afleiðing þessa kerfis varð, þveröfugt við það, sem búizt var við, sú, að fram- leiðandinn fékk æ meira vald í sínar hendur. Formælendur klassiska skólans höfðu mikinn ýmugust á hvers konar samtök- um framleiðenda, jafnt vinnu- veitenda sem vinnuþiggjenda. En hneigðin til samtakamynd- unar var orðin of sterk til þess að hægt væri að stöðva hana. Þegar stóriðnaðurinn, sem átti yfir gífurlegu hráefnamagni og verkamannafjölda að ráða, tók að eflast á síðari helming 19. aldarinnar og í byrjun þessarar aldar, varð framleiðandinn öll- um voldugri og áhrifameiri. í Bandaríkjunum fengu stóriðju- höldar og fjáraflamenn („big business“) nær óskorað vald í málefnum ríkisins. í Evrópu hrifsuðu þeir embætti og mann- virðingar úr höndum yfirstéttar stórjarðeigendanna, sem áður hafði verið ein um hituna. Hins vegar hafði neytandinn engin
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.