Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 55

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál - 01.01.1944, Side 55
öagskrá 49 ráða fram úr dýrtíðaröngþveit- inu. Hin nýskipaða ríkisstjórn lýsti því yfir, þegar hún tók við völdum, að hún myndi leggja höfuðáherzlu á að leysa dýrtíð- armálin. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar og þingsins í því efni skiptast aðallega í fernt. Fyrsta skrefið var lög um breyting á lögum um dómnefnd í verðlags- málum. Þau kveða svo á, að ríkisstjórnin geti með auglýs- ingu ákveðið, að ekki megi frá ntgáfudegi auglýsingar og þar til nánar verði ákveðið, þó ekki lengur en til frebrúarloka 1943 hækka verð neinnar vöru, hvorki innlendrar eða útlendrar frá því sem það var lægst á hverjum stað 18. des. 1942. Samkvæmt þessu ákvæði var svo gefin út auglýsing 19. des. uni bann við verðhækkun, er gilda skyldi til febrúarloka. Annað skrefið var lög um inn- flutning og gjaldeyrismeðferð. í þeim er ákveðið um skipun Viðskiptaráðs, en það hefir með höndum ákvarðanir um, hvaða vörur skuli flytja inn í landið, hvernig farrými íslenzkra skipa skuli ráðstafað, gjaldeyri til vörukaupa erlendis, úthlutun á iunflutningi, innflutning brýnna nauðsynja ef nauðsynlegt reyn- íst og ennfremur verðlagsá- kvarðanir og verðlagseftirlit. Viðskiptaráð fær i/2% af upp- hæð innfiutningsleyfa til þess að standast skrifstofukostnað o. fl. Síðast í lögunum er tiltek- ið að þau skuli falla úr gildi 6 mánuðum eftir að núverandi Evrópustyrjöld sé lokið. Þriðja skrefið er svo lög um verðlag. í þeim er ákveðið að Viðskiptaráð skuli hafa vald til að ákveða hámarksverð á öllu því er máli skiptir um verðlag í landinu. Þar segir ennfremur um skipun verðlagsstjóra, sem er í rauninni framkvæmdastjóri hjá Viðskiptaráði, hvað verðlag snertir, þ. e. hann annast öll dagleg störf viðvíkjandi verð- lagsmálum og gerir tillögur til ráðsins. Fjórða og síðasta skrefið, og það sem skipta átti mestu máli, var lög um dýrtíðarráðstafan- ir. Fjalla þau í fyrsta lagi um njýjan skatt er nefnist verð- lækkunarskattur og greiðist af skattskyldum tekjum hærri en tíu þúsund krónur eftir ákveðn- um skattstiga, sem tiltekinn er í lögunum. Þá er í lögunum á- kvæði um skipun 6 manna nefndar, er finni grundvöll fyr- ir vísitölu framleiðslukostnaðar landbúnaðarvara, er fara skuli eftir við ákvörðun verðs þeirra, og hlutfall milli verðlags land- búnaðarvara og kaupgjalds stéttarfélaga er miðist við það, að heildartekjur þeirra, sem

x

Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um þjóðfélagsmál
https://timarit.is/publication/1051

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.