Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 12

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 12
— Það má kannske segja, að mað- nr. sem dregnr framfæri sitt úr skanti jaröar — sveitamaðurinn — verði tengdari og háðari landi sínu en þeir, sem vinna önnur störf. Má vera, að hann verði að snmu Ieyti þrengri fvrir bragðið. En það ákaflega erfitt fvrir þann, sem lætur eitthvað slíkt frá sér fara, að láta fylgja því greinar- gerð. Fólk verður að lesa út úr þessu. hver og einn það. sem hann vill til- einka sér. Ég minnist þess ekki að hafa sett sarnan svo dulbúið kvæðis- korn, að ekki gæti hver lesandi fundið það, sem í því er. o o o — Það er stundum talað um. að ungu skáldin séu svartsýnni nú en áður fyrr. Finnst þér jafnmikið tóma- hljóð í þeim og af er látið? — Mér finnst ungum skáldum vera vorkunn. iMargt. sem menn reistu glæstar vonir á, hefur algjörlega brugðizt. Mönnum er svo gjarnt að vilja sjá þá hluti gerast í dag, sem ekki verða fvrr en eftir langa tíð. Annars eru ung skáld allra tíma að öllum jafnaði mjög sorgmædd — Æskusorgirnar — það eru frægar sorgir. En ég held, að svartsýni sé ástæðulaus, ef maður miðar við mann- inn sjáifan. Líf manna hefur yfirleitt færzt í betri átt jafnt og stöðugt þrátt fyrir öll áföllin. — Þú myndir þá ef til vill taka undir þá skoðun. að l>ótt hæstu trén hafi kannske ekki hækkað síðan á dögum Aristótelesar, liafi samt allur meginskógurinn hækkað? — Það er spursmál, hvort trén verða nokkru sinni fullsprottin. Þegar við höfum komizt upp á hæð, eygjum við aðra, sem við einsetjum okkur einnig að klífa. Það verður seint séð fyrir endann á þeim þrepum, sem mannshugurinn kann að stíga. Menn eygja sífelldlega nýtt og æðra mark, og svo liafa menn lengi haft það fvrir satt, að handan við þetta líf taki við önnur og betri tilvist. Og ég held. að maður lialdi sig að því, ef það er þá ekki rétt. sem Þórbergur heldur fram. að atómsprengjan drepi ekki aðeins líkamann, heldur einnig sálina. Það er vafalaust, að skáld eygir aldrei sitt æðsta takmark, og það er fásinna að ætla, að það. sem í dag er talið fullkomnun í Iist, verði talið það eftir nokkurt árabil. o o o Meðan við höfum rætt við Guð- mund. höfum við tvívegis drukkið kaffi, og hann hefur sagt okkur marg- ar sögur auk þess, er að framan greinir. Dagur hefur sigið að kvöldi. og niður Hálsasveitina er skúraleiðingar að sjá. þegar við kveðjum skáldið á hlaðinu. Er jeppinn veltur með okkur niður síðuna meðfram Hvítá og kvöldsólin brýst um skúraböndin. koma okkur í hug Ijóðlínur úr kvæði Guðmundar: Og fljótið strauk boganum blítt yfir fiðlustrenginn og bláar dúnmjúkar skúrir liðu yfir engin í nótt. S.S. 10 DAGSKRÁ

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.