Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 17

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 17
með þessi hulstur í vosunum sumarið 1943. — Þarna kemur kvenmaður, sagði Jóhann. — Hvar, sagði Kristján. — Frá bauknum. Kristján leit heim að gistihúsinu. — Sérðu hver er að koma Óli, sagði hann. Ólafur leit einnig heim að gistihúsinu. Hún var í bleikri kápu víðri og berhöfðuð og kom hratt eftir gamla veginum. Hann vissi hún var með skilaboð til einhvers úr sím- anum eíSa þurfti að kalla á einhvern í sím- ann; hann vissi það af því göngulagið var ákveðið. Hann horfði andartak á hana og hélt síðan áfram að stinga. Kristján hallaði sér fram á spaða sinn og ýtti húfunni aftur á hnakkann. — Heyrðu Óli, sagði hann. — Já- — Ferðu ekki að fara í skólann. — Eg veit það ekki. Ég er að hugsa um að fá mér frí þangað til þetta er búið. — Það verður ekki fyrr en um miðjan október. — Ætli það. — Ég myndi ekki hugsa um það, ef ég væri að fara i skóla. — Þú þyrftir einmitt að hugsa um það — vegna peninganna. — Ég myndi fara eins fljótt cg ég gæti úr þessu puði. — Mér finnst ágætt að vera hérna. — Það er alveg nýtt. — Það er ekki nýtt — mér finnst ágætt hérna. Hún var komin þangað sem kerruslóðin lá úr flaginu og upp á gamla veginn. Hann hætti að stinga og horfði á liana. Hann sá greinilega andlit hennnar í þessari fjarlægð. Það var nokkuð fölt úti í dagsbirtunni. Hún leir til þeirra og veifaði og þeir veifuðu á móti. Jóhann gamli hætti líka að stinga og fékk sér í nefið. — Hvert er hún að steðja, sagði hann. — Ætli það sé ekki síminn, sagði Kristján. — Hún ætti að gæta sín að verða ekki fyrir hnallinum, sagði Jóhann. — Það er engin hætta, ef hún fer ekki af veginum. — Hann ekur stundum afturábak alveg nið- ur á veg, án þess að líta við. — Hún bjargar sér, sagði Kristján. — Það ætti að vera sími í matarskúrnum, svo ekki þyrfti alltaf að vera að senda þetta, sagði Ólafur. — Heyrðu, hvert er hún að fara, sagði Jóhann. — Hún ætlar upp í ruðninginn. — Það er líklega verið að hringja í amerí- kanann, sagði Kristján. — Hún má ekki ganga svona aftan undir hnallinn, sagði Jóhann. — Og nú fer hann aftur á bak. — Líttu við mannasni. — Manndjöfull — líttu við. — Líttu við — Líttu við. Þeir höfðu hent spöðunum og voru byrj- aðir að hlaupa. Reykjavík í okt. 1957. OAGSKRÁ 15

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.