Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 17

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 17
með þessi hulstur í vosunum sumarið 1943. — Þarna kemur kvenmaður, sagði Jóhann. — Hvar, sagði Kristján. — Frá bauknum. Kristján leit heim að gistihúsinu. — Sérðu hver er að koma Óli, sagði hann. Ólafur leit einnig heim að gistihúsinu. Hún var í bleikri kápu víðri og berhöfðuð og kom hratt eftir gamla veginum. Hann vissi hún var með skilaboð til einhvers úr sím- anum eíSa þurfti að kalla á einhvern í sím- ann; hann vissi það af því göngulagið var ákveðið. Hann horfði andartak á hana og hélt síðan áfram að stinga. Kristján hallaði sér fram á spaða sinn og ýtti húfunni aftur á hnakkann. — Heyrðu Óli, sagði hann. — Já- — Ferðu ekki að fara í skólann. — Eg veit það ekki. Ég er að hugsa um að fá mér frí þangað til þetta er búið. — Það verður ekki fyrr en um miðjan október. — Ætli það. — Ég myndi ekki hugsa um það, ef ég væri að fara i skóla. — Þú þyrftir einmitt að hugsa um það — vegna peninganna. — Ég myndi fara eins fljótt cg ég gæti úr þessu puði. — Mér finnst ágætt að vera hérna. — Það er alveg nýtt. — Það er ekki nýtt — mér finnst ágætt hérna. Hún var komin þangað sem kerruslóðin lá úr flaginu og upp á gamla veginn. Hann hætti að stinga og horfði á liana. Hann sá greinilega andlit hennnar í þessari fjarlægð. Það var nokkuð fölt úti í dagsbirtunni. Hún leir til þeirra og veifaði og þeir veifuðu á móti. Jóhann gamli hætti líka að stinga og fékk sér í nefið. — Hvert er hún að steðja, sagði hann. — Ætli það sé ekki síminn, sagði Kristján. — Hún ætti að gæta sín að verða ekki fyrir hnallinum, sagði Jóhann. — Það er engin hætta, ef hún fer ekki af veginum. — Hann ekur stundum afturábak alveg nið- ur á veg, án þess að líta við. — Hún bjargar sér, sagði Kristján. — Það ætti að vera sími í matarskúrnum, svo ekki þyrfti alltaf að vera að senda þetta, sagði Ólafur. — Heyrðu, hvert er hún að fara, sagði Jóhann. — Hún ætlar upp í ruðninginn. — Það er líklega verið að hringja í amerí- kanann, sagði Kristján. — Hún má ekki ganga svona aftan undir hnallinn, sagði Jóhann. — Og nú fer hann aftur á bak. — Líttu við mannasni. — Manndjöfull — líttu við. — Líttu við — Líttu við. Þeir höfðu hent spöðunum og voru byrj- aðir að hlaupa. Reykjavík í okt. 1957. OAGSKRÁ 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.