Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 37

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 37
Jónas, tunglhausinn og bókmenntirnar í upphafi septembermánaðar síðast- liðins ritaði Jónas rithöfundur Arna- son hugvekju í dagblaðið Þjóðviljann og ræddi þar um ung skáld íslenzk og íslenzkar nútímabókmenntir og svo þann voða er hann telur nú helzt að- steðjandi ungum skáldum á fslandi: þau kúri öllum stundum yfir skrif- borði eða veitingaborði en líti ekki við sjálfu flatningsborðinu, þau séu úr öllum tengslum við fólkið í landinu, „þetta prýðilega óbreytta alþýðu- fólk“, og líf þess, séu í stuttu rnáli sagt ekki annað en stirðnaðar brúður er sitji lon og don inni í st.öðnu stofu- lofti og rembist þar yfir dauðum orð- um. Tilefni þessarar hugvekju Jónas- ar var sögukorn „um hausinn sem fór til tunglsins“ er birtist í tímaritinu Lífi og list undir stjórn Gunnars Berg- manns fyrir nokkrum árum. Það er víst bezt fyrir undirritaðan að gera eina játningu strax: hann setti nefnilega saman þessa háska- legu sögu sem vakti hneykslan Jón- asar Árnasonar og skipsfélaga hans á síldinni á sinni tíð og kannski enn fleiri ágætra manna. Það er því ekki nema eðlilegt að honum renni blóðið til skyldunnar og vilji bera hönd fyr- ir höfuð sér þegar við honum er stjakað, en þess utan finnast óneitan- lega ýmsir skávankar á grein Jónas- ar sem freistandi er að gera athuga- serndir við. Þessar athugasemdir verða þó, því miður, engan veginn jafn ýt- arlegar og hugleiðingar Jónasar gefa tilefni til, enda játar undirritaður það kinnroðalaust að Jónas er honum iniklum mun meiri formsnillingur, stílsnillingur og málsnillingur og hef- ur auk þess ugglaust miklum mun meiri „mannlegan þroska“ til að bera, enda hefur undirritaður aldrei staðið við flatningsborð né drepið síld. Skyldi því engan undra þótt viður- eignin verði ójöfn. 1) J. Á. heldur því fram framarlega í máli sínu að mikill hluti ungra skálda einangri sig yfir skrifborði dagskrá 35

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.