Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 40

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 40
saklaust þótt það rauli einhverja lok- leysu fyrir munni sér. Það er fjarstætt að reyna að greina sundur efni og form fullgilds listræns verks, efni verksins og form þess hlýtur ævinlega að mynda eina órjúfanlega heild. 5) A einum stað í grein sinni segir J. A.: „Það er hlutverk íslenzkra höf- unda að semja íslenzkar bókmenntir. fslenzkar bókmenntir verða ekki samdar nema byggt sé á íslenzkri lífs- reynslu, íslenzkri menningu.“ Þetta er nú mikið rétt. En síðan hnýtir hann þeim upplýsingum aftan í að „hin eina sanna íslenzka menning“ sé fólgin í lífi hinna margræmdu alþýðustétta, „þessara hversdagslegu karla og kerl- inga“. Eru þá allir íslendingar aðrir afskiptir, Jónas? Er ekki íslenzk menn- ing sameiginleg arfleifð, sameiginleg eign og sameiginlegt verk allra ís- lendinga? Og með leyfi að spyrja, Jónas: Getur íslenzkur maður á ís- landi setzt niður og samið þýzkar bók- menntir eða amerískar? Nú eða rússneskar? 6) Eins og fyrr segir er tilefni grein- ar J. A. saga eftir undirritaðan sem birtist fyrir nokkrum árum. Jónasi þykir ekki mikið til sögutetursins koma, og er undirritaður honum þar sammála þótt hann vilji helzt ekki dæmast „andlegur krossfiskur“ svona alveg í hvelli. J. A. telur líklegast að sagan sé samin af „helberum ung- æðishætti“, og er sjálfsagt mikið til í því. Er þó ungæðishátturinn alls ekki fordæmanlegur sem slíkur. En ástæð- an til þess að Jónas hneykslast á marg nefndri sögu er dálítið skrýtin. Hann gagnrýnir nefnilega alls ekki hvað sagan sé ómerkileg að innihaldi eða illa gerð. Tilefnið að hneykslan hans cr eitt atriði eins kafla sögunnar, og hann virðist fyrst og fremst hneyksl- ast vegna þess að þetta atriði hafði eitthvað bágborin áhrif á einhverja pilta sem hann var með til sjós fyrir nokkrum ámm. Atarna er nú bók- menntagagnrýni í lagi! Víst er bágt að vita að þetta sögukorn skyldi hafa svona truflandi áhrif á bókmennta- áróður Jónasar Árnasonar og menn- ingarsókn. Engu að síður fæ ég ekki skilið að sagan sé fordæmanleg fyrir þær sakir einar. Það er ekki hægt að fordæma neitt verk, hversu ómerki- legt sem það kann að vera, á þeirri forsendu einni að það hafi hneykslað cinhverja lesendur, hvort heldur um er að ræða síldarsjómenn eða hálærða prófessora og doktora. Fram þarf að færa einhver rök ef mark á að vera að gagnrýninni. Mál er að linni. Hér mun ráð að slá botninn í þessar athugasemdir enda eru þær þegar orðnar í lengsta lagi. Mér er fullljóst að grein Jónas- ar Arnasonar verðskuldar rækilegri umræðu en hér hefur verið kostur á, svo margt kemur þar fram athyglis- vert og skynsamlegt — og þó fyrst og fremst margt sem ástæða er til að andmæla. Hér að framan hef ég freist- að þess að benda á þá staði í grein Jónasar sem mér þóttu hæpnastir, og þótt sjálfsagt hefði mátt ræða málið af meiri málsnilld og andagift verður við það að sitja sem orðið er. Hirði Jónas um að ræða mál þetta frckar er honum vissulega heimilt rúm í þessu tímariti eftir því sem föng eru á. Ó. J. 38 DAGSKRÁ
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.