Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 51

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Side 51
átta eða tíu tíma vinnu. Hann þarf að sofa, matast, fara í strætó, tala við konuna sína og leika við börnin, fara í bíó, jafnvel að fá sér neðan í því endrum og eins. Hvað er þessum manni þá eiginlega skilinn eftir mik- ill tími til þess að fylgjast með því sem við málararnir erum að gera? Hvað þá að komast í innilegt sam- band við það. Og hér á ég við mann- inn, sem hefur áhuga fyrir myndlist, manninn sem við eigum að vinna fyrir. Nei. Með málverkasýningum komumst við aldrei nálægt honum né hann nálægt okkur. Þá gætum við alveg eins setið allan guðslangan daginn og lilásið sápukúlur. Ef við trúum því að myndlistin sé mannlífinu einhvers virði, þá verður myndlistin að verða hluti mannlífs- ins. Hún verður að ganga í samband við hlutina scm þessi maður hefur í kringum sig, jafnt á vinnustaðnum sem á heimilinu, — ekki sem mál- verk nauðsynlega, eða höggmyndir, heldur verða nytjahlutirnir sjálfir að taka á sig mynd þess bezta sem list okkar tíma getur boðið. — Heldurðu að mikill hluti ungra listamanna sé á þessari skoðun? — Nei, því miður. Eg held þeim finnist menn lítillækka sig með því að fara út í svona lagað, að gera bókakápur, vöruumbúðir eða annað slíkt. Það er eins og þeir taki það ekki alvarlega, nema það sé málað með olíu og sett inn í ramma. Þeir hafa bara ekki áttað sig á þeirri breytingu, sem hefur gerzt. Það er ekki lengur hlutverk okkar eins og kollega okkar fyrir hundrað árum, að mála einvörðungu fyrir ríka yfirstétt, sem hefur ekkert annað að gera en fylgjast með listum. Okkar fólk er vinnandi almenningur, og við verð- um að haga verki okkar þannig, að hann njóti þess sem við gerum, ef það er þá nokkurs virði. Slík við- leitni má þó aldrei fela í sér neina tilslökun á listrænum kröfum. Með- an það er ekki gert, er fásinna að tala um skilningsleysi almennings. Skilningsleysið er þá listamannanna sjálfra og þeirra sökin, ef myndlist nútímans nær ekki þjóðfélagslegri rótfestu. En ég trúi að það muni takast. Þróun mannlífsins hefur sveigt listirnar með sér í þúsund ár og mun enn gera það. Kápa á Nýtt helgafell, 1957 dagskrá

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.