Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 58

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.06.1957, Síða 58
á því sviði. I hópi hinna beztu eru að mín- um dómi kvæðin Við lindina, Á veg með vindum, Hvíld, Norðurljós og Lauffok, og mætti þó fleiri til nefna, því að að erfitt er að gera upp á milli kvæðanna. í þessum kvæðum flestum er það fegurðin, sem ríkir ein. Og náttúran er Þorsteini uppspretta feg- urðarinnar. Með þessum ljóðum og beztu kvæðum Hrafnamála hefur hann skipað sér á bekk með beztu og listhögustu skáldum þjóðarinnar og efamál hvort nokkur situr þar innar hinna núlifandi. I Heimhvörfum hefur Þorsteini enn aukizt list orðsins frá Hrafnamálum, en hann hefur þó ekki að sama skapi hækkað flugið. Hins vegar hefi ég þá trú, að Þorsteinn eigi enn eftir að ná fullkomnari tökum á skáldskapn- um, eigi mörg sín beztu ljóð óort. Hann er svo vandvirkt og leitandi skáld, að honum getur enn aukizt þroski. Að lokum langar mig til að birta hér kvæði hans: Á veg með vindum. Á veg með vindum um víðan geim, á leið með lindum langt út f heim! Yfir dali og hálsa, yfir vötn og vengi ber fuglinn frjálsa, lengi Iengi, veg með vindum á vængjum tveim, leið með Iindum yfir vötn og vengi langt út í heim — ó, hver sem fengi að fylgja þeim! Þorsteinn er einn af þeim gæfusömu, sem getur flogið á vængjum andans á veg með vindum. Við, sem bundin erum við jörðina, fylgjumst með flugi hans og óskum honum fararheillar um víðáttur listarinnar. Á leið sinni með lindum mun hann lesa okkur mörg fögur blóm á ókomnum árum. Sigurður V. Friðþjófsson. Skáld einmanaleikans Geir Kristjánsson: Stofnunin. Sögur. Heimskringla 1956. Smásögur þær sem Geir Kristjánsson hefur birt í tfmaritum undanfarin ár bjuggu yfir svo sérkennilegum tón að sízt er að undra þótt bókmenntamenn stöldruðu við og legðu við eyru þegar skáldið sendi frá sér sína fyrstu bók á síðastliðnu ári. Skáld allrar alþýðu verð- ur Gcir aldrei og kærir sig víst kollóttan en hann á tryggan lesendahóp meðal svokallaðra bókmenntamanna. Geir Kristjánsson er einfari. Hann leitast við að túlka einmanaleikann og tómið sem nagar hjarta þeirra nútímamanna sem ekki eru búnir nógu þykkri brynju úr tólg eða steini. Sambandið við fólkið er rofið, heimurinn allur öndverður, guð er týndur, hugsjónin gleymd. Sögupersónur Geirs eru jafnvel svo forstokk- aðar í einangrun sinni og andlegri útlegð að þráin til að samlagast fólkinu á ný, hverfa til mannheima, er upprætt hjá flestum þeirra; þær skjóta út klóm ef einhver ytri öfl verða til að raska einangrun þeirra. í óvirkri and- stöðu við fólkið cg heiminn lifa þær í sátt við sjálfar sig. Fyrir þó sök verða þær lesendum lítt geðfelldar, vekja litla samúð, auk þess sem þær gefa ekki tilefni til „harmrænna" átaka. Stefið í öllum þessum sögum er eitt og hið sama og þó eru þær ærið fjölskrúðugar innbyrðis. Höfundur kann að velja fulltrúa sína þannig að einhæfni stefsins verður aldrei til leiðinda. Eg nefni nokkrar persónur: örvasa gamalmenni á hrakningi, maður haldinn of- sóknarbrjálæði, kokkálaður drykkjusjúklingur, dvergur sem stillir kynhvöt sína með rottu- drápi, hjón sem hræðast og fyrirlíta hvort annað og þar fram eftir götunum. Geir Kristjánsson á hvorki sannfæringu né trú á persónur sínar, hefur ekki þá samúð með þeim sem nauðsynleg er til að þær fái lifað sjálfstæðu hreyfanlegu lífi, kvikni í hug- skoti lesandans svo hann finni samstöðu með þeim. En maður sem misst hefur eitt skiln- ingarvitanna þroskar með sér hin sem eftir eru svo nálgast að verða ofurmannlegt. Og þarsem Geir skortir sannfæringu og samúð til- að glæða persónur sínar sjálfstæðu lífi, heldur hann athygli lesandans fastri með frábærri 56 DAGSKRA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.