Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 18

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 18
ur í hvorugum )>ætti leikritsins. Hins vegar ber að tvo menn, Pozzo cg þræl hans Lucky. I fyrra þætti er Pozzo harðstjórinn, í seinna )>ætti leiðir Lucky hann blindan. Að leikslok- um bíða þeir félagar enn eftir Godot sem í upphafi, en af honum hafa þær spurnir einar borizt að hann geti ekki komið að sinni. Kemur Godot nokkru sinni? Og hver er Go- dot? — I Fin de partie (Endatafl) eru persón- ur fjórar, Hamm, harðstjórinn, er situr í hjóla- stól hlindur og lamaður, foreldrar hans, Nagg og Nell, fótalausir vesalingar er kúra hvort í sinni öskutunnu og fá sig ekki hrært, og þræll- inn Clov sem einn er nokkurn veginn fær ferða sinna. Jörðin er auð og tóm, aðeins þetta fólk er með lífsmarki í fúlum kjallara. Síðan deyr Nell. Að leikslokum stendur Clov reiðu- húinn að yfirgefa húsbónda sinn. Ekkert hefur gerzt — nema rotta fannst í eldhúsinu og einhver lifandi vera kvikaði á sandinum fyrir utan. Leikrit Becketts eru margslungin og auðvelt er að túlka þau á marga vegu. Undirritaðir ætla sér ekki þá dul að leggja hér fram ein- hverja allsherjar útskýringti á verkum hans og hugarheimi, en freista má þess að benda á nokkur atriði sem til skilnings mættu verða. Beekett hefur verið kallaður heittrúaður guð- leysingi; hann afneitar tilveru guðs, en hlýt- ur þó stöðugt að þreyta glímuna við hann. Þessi trúarþörf hans kemur skýrast fram í En attendant Godot: Allt líf flækinganna tveggja byggist í rauninni á vcninni um að Godot komi að lokum, án hans eru þeir um- komulausir í framandi og fjandsamlegum heimi. Þeir vita að vísu ekkert um hann mc-ð vissu, óttast hann jafnvel með köflum, en hitt er fullvíst að þegar hann kemur mun allt breytast. Að leikslokum bendir ekkert til )>ess að Godot sé væntanlegur á næstunni — en engu að síður lifir vonin, við vitum að þeir félagar munu enn biða Godots. Vonin, trúin, hrósar sigri. 1 Fin de partie eru viðhorf önnur; þar firmst ekkert guðstákn er mótsvarar Godot. Þvert á móti afneita persónurnar allri von, snúast fjandsamlegar gegn hverju því lífsmarki er vart verður. Hamrn er sem hrópandi í eyði- mörk, en hefur enga vcn um að orð hans nái nokkurs eyra. Skylda hans er einungis að leika til enda hlutverk sitt í þessum vonlausa skopleik. Viðkvæði hans — Ca avance — hljómar eins og grimmdarleg fjarstæða gegnum allan leikinn. En Iífið lifir áfram að leikslok- um: Clov hefur að lokum brotizt undan áhrifa- valdi húsbónda síns og Iifsmarks hefur orðið vart fyrir utan. Hér kemur lífið í stað guðs- ins, lífið sjálft óbugandi í allri sinni niðurlæg- ingu. Þáttur sá er hér birtist í íslenzkri þýðingu rekur endahnútinn á þessa glímu Becketts við guð. Hér sjáum við manninn í baráttu við ókunn máttarvöld — kannski guð, kannski líf- ið — sjáum hvernig hann gefst upp, bíður end- anlegan ósigur. Hér er afneitunin fullkomin, engin von lifir að leikslokum. Eins og fyrr greinir er óhugsandi að túlka leikrit Becketts sem einhliða allegóríur, til þess cru þau alltof margslungin og koma of víða við. Hér hefur aðeins verið bent lauslega á eitt atriði er segja má að gangi gegnum öll leik- ritin, og trúlega getur sérhver áhorfandi eða lesandi lagt allan annan skilning í verkin, túlk- að þau á gjörólíkan veg. Þess utan er húmors Becketts enn ógetið, samgróið bölsýni hans er næmt skopskyn, og gefur þetta verkum hans sérkennilegan blæ; segja má að þessir tveir eiginleikar hans varpi nýju ljósi hvor á ann- an, skop hans er biturt og gleðivana en áhorf- andinn hrífst ekki heils hugar af bölsýninni, vonleysið og hörmungin birtast oft í skoplegu ljósi. Samuel Beckett er kannski sá höfundur er skarpskyggnast túlkar vanmátt mannsins í heimi nútímans. Þrátt fyrir allan einfaldleik sinn verða verk hans seint útskýrð til hlítar: þau eru fullgild tjáning á vandamálum mann- kyns á erfiðri öld. En hvert verður framhaldið? Er hægt að komast lengra á þeirri braut sem Beckett hefur markað? Ekki skal freistað að svara þeirri spurningu hér á þessum stað; kannski I'elst svarið í síðasta verki hans, því sem birt- ist hér á eftir. S. E. — Ó. J. 16 DAGSKRA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.