Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 82

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 82
bóndi í Hjallatúni heldur höfundurinn — pre- dikarinn Guðmundur Hagalin. Þannig mætti halda áfram upptalningunni lengi dags. Höfundi tekst að vísu dável upp er hann lýsir fólki eins og gamalmennunum í Hjallatúni eða hjónakr rnunum Jósúa og Jóse- fínu eða Móa Skota úr strætinu svo að dæmi séu nefnd. En í hvert skipti er leggjast þarf dýpra, þegar til meiriháttar átaka dregur, þeg- ar skýra þarf sálarlíf sögufólks eða hin af- drifameiri viðbrögð þess í mannlífsstríðinu bregst honum bogalistin. Þá tapa persónurnar í skjótri svipan eðlilegu málfari sínu, glata lífi og litum og taka að flytja boðskap höfundar, útskýringar sjálfs hans á hátterni þeirra. Og þetta skiptir öllu máli. Takist höfundi ekki að fá lesandann til að trúa á persónur sínar, til að skynja l>ær sem lifandi fólk er við mættum á götunni í gær eða kynntumst úti á landi um daginn, er allt unnið fyrir gýg, verk hans fellur marklaust niður. Boðskapur þessarar bókar kemur kannski beat fram í orðunt Sigurhans í dúninum og fiðrinu í síðasta kapítula. Hann segir svo (bls. 311): „En uppreisnin hlýtur að koma, upp- reisn þeirra ungu, koma í þungri og hárri hylgju, grípa um sig, brotna, flæða yfir landið. Og þó að þeir ungu viti þá ekki sitt rjúkandi ráð viðvíkjandi framtíðinni, frekar en dótt- ursonur yðar og stúlkan hans, þá átta þeir sig, kcma sér upp sínum fánum og marka sér stefnu. Kannski táknar þá æskan andstöðu sína við ríki hinna dauðu sálna meðal ann- ars með því að flytja í stórhópum úr bæjun- um í sveitirnar, nýtur þess að hlúa þar að gróðri, sjá þar skapandi öfl lífsins að starfi og starfa ineð þeim. En hvað sein öðru líður, það verður dæmt hart og höggvið stórt í upp- gjörinu við leiðtoga hinna dauðu sálna.“ Það fer sem sagt ekki milli mála að höf- undur er engan veginn ánægður með íslenzkt þjóðfélag dagsins í dag, telur að stefnt sé norður og niður og mál sé að spyrna við fót- um áður en í algert öngþveiti er komið. Lausn- arorð hans er að æskan verði að ganga í lið með „skapandi öflum lífsins", hverfa að forn- um dyggðum og snúa baki við hégómastriti nútímans ef hún á að öðlast fullnægju, til- gang í lífi sínu, ef þjóðin á að komast á rétta braut. Það er Asbrandur yngri er hverfur að þessari stefnu, hann flyzt vestur til að erja jörð forfeðra sinna. I.okaorð Ásbrandar eldri — og höfundar — eru þessi: „Kannski æsk- an í þessu landi fari nú að heimta þessa vizku sér til handa?“ Það er vizkan að mestu skipti að gefa ekki steina fyrir brauð, að vinna manns verði fyrst og fremst landi og lýð til nytja. Víst er þetta fallega mælt. En er hér um nokkuð annað að ræða en upptimbraða skáld- sögulausn á vandamáli er stendur í fullu gildi þann dag f dag? Oneitanlega er erfitt að skilja og fallast á þá kenning að æskan eigi að hverfa „í stór- hópum“ að svokölluðum fornum dyggðum, taka upp lífsháttu feðra sinna og leggja þeirra kvarða á líf sitt. Það er svipað og reyna að snúa tímanum við, láta klukkuna ganga aftur á bak. En þetta er meginkenning bókarinn- ar, og hér felst sennilega höfuðmeinsemd þessa verks Hagalíns. Saga hans er ekki annað en draumsýn, kannski fallegur draumur — en draumur sem aldrei getur rætzt; lausn skáld- sögunnar er ekki lifandi veruleiki heldur ein- ber kennisetning, og fulltrúar æskunnar í sög- unni er bera eiga þessa kenning fram til sigurs verða fjarstæðustu persónur hennar. Þjóðfélagsvandamál verða víst seint leyst með skáldsögum. Aftur á móti geta þjóðfélags- vandamál hlotið listræna túlkun, öðlast nýtt líf í skáldskap. En til að svo megi fara verður skáldverkið að vera upplifað, lesand- anum verður að vera Ijóst að gripið sé á veru- leik dagsins í dag, fjallað um það líf sem lifað cr umhverfis okkur. Draumsýnir einar duga ekki. Því miður. Ó. J. Berangur Steíán Júltusson: Kaupangur, skáldsaga. Menningar- og frceðslusamband alþýðu, Reykjavík, 1957. Þótt bók þessa hafnfirzka kennara beri ár- talið, sem prentað er hér að ofan, kom hún ekki út fyrr en eftir áramótin. Sagan gerist í New York, i þann mund sem Bandaríkjamenn gerðust aðilar að síðasta heimsstríði. Sagt er frá bandarísku fólki og íslenzku. Á kápu bókarinnar er prentað og var síðan endurprentað í blöðum í auglýsinga- skyni: „Þetta er mikil saga um merk menn- DAGSKRÁ 80
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.