Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 65

Dagskrá: tímarit um menningarmál - 01.01.1958, Blaðsíða 65
því óvinsælt, eins og allir vita. Ekki er sízt listagagnrýnendunum mikill vandi á höndum, og sjaldnast öfundsverðir. Það er ekki þeirra verk að skapa list, heldur reyna að ala hana upp. Ef allt er með felldu, eru þeir, eða eiga að vera, hin sívakandi sam- vizka listamannanna, leiðbeinendur og kenn- arar almennings, sem í flestum tilfellum hef- ur takmarkaða sjálfstæða skoðun í þessu efni. Starf leikgagnrýnandans hefur margar hlið- ar. Stærsti og þýðingarmesti þáttur þess hlýt- ur æ að vera samtvinnaður leikhúsinu sem stofnun og öllu starfinu þar. Vil ég nejna það nr. 1. I raun og sannleika eru gerðar allt of háar kröfur til þessara manna. Leikstjóri, leikarar, málarar, ljósamenn, og í mörgum tilfellum höfundur leikritsins ásamt mörgum öðrum af hinu margvíslega starfsliði leikhússins hafa unnið hver á sínu sviði, og þó í náinni samvinnu, i margar vikur að sviðsetningu leiks- ins. Fáa aðra en þetta fólk mun gruna, hvílík óhemju vinna hefur verið innt af hendi, þeg- ar tjaldið fer frá á frumsýningunni. Þó eru þær kröfur gerðar til leikgagnrýn- andans, að hann, eftir þetta eina kvöld, sem hann hefur séð sýninguna, sé fær um að leggja fullnaðarmat á listrænt gildi þess, sem fram fór. Frammistöðu leikenda, gildi leikritsins, leikstjórn, búninga, tjöld, ljósbrigði, oft og einatt söng og hljómsveit. Það er búizt við, að hann dæmi um þetta allt af meiri þekkingu og viti en allt það fagfólk, sem unnið hefur að þvf langan tíma að bera sýninguna fram fyrir leikhúsgesti. Allir hljóta að sjá, að þetta er í raun og veru flestum, ef ekki öllum, ofurefli. Það er engin sanngirni að ætlast til, að nokkur geti gert öllu slíku þau skil, að allir aðilar megi vel við una. Leikurunum finnst sig varða mestu, hvað um leik þeirra er sagt í ræðu og riti. Er það skiljanlegt. Marga skítakrítíkina fá þeir — en einnig mörg lofsamleg ummæli. Ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að leikarar þoli yfirleitt vel aðfinnslur, ef þeir finna og sjá, að leikdómandinn skrifar af vand- DAGS KRÁ virkni, kurteisi, samvizkusemi og virðingu fyr- ir starfi þeirra. Því miður finnst mér það brenna stundum við, að leikdómarnir í blöðunum bera nokk- urn blæ flausturs, jafnvel hroðvirkni. I leik flestra, jafnvel í því, sem að miklu leyti virðist misheppnað, er samt oftast eitt- hvað, sem á viðurkenningu skilið. Góðum og vel færum leikgagnrýnanda sést ekki yfir þetta. Leikara í stóru hlutverki, sem kannski ekki hefur tekizt alls kostar vel, hlýtur þó að finnast það all hart, ef hann er afgreiddur með þrem til fjórum línum, — sem sé ekki virtur um- tals, né öll sú vinna, sem hann hefur á sig lagt við að reyna að skilja cg skapa leik- persónuna. Hlutverkin eru svo óendanlega misjöfn og miserfið viðfangs. Sum liggja næst- um strax opin fyrir manni, svo að hægt er að skríða inn í ham persónunnar undir eins á fyrstu æfingunum. Onnur eru svo óskiljanlega samansett og lítt skiljanleg. Góðum leikara tekst þó oftast að ganga með sigur af hólmi og tileinka sér persónuna, eins og höfundurinn hefur viljað hafa hana. Ef honum tekst þetta ekki, nema e.t.v. að einhverju leyti, er það leikdómandans að benda á, í hverju þessu sé áfátt. — Þvi ef leikdómari rífur niður með aðfinnslum, sem auðvitað geta oft verið rétt- mætar, verður hann líka að vera fær um að byggja upp. M.ö.o. sagt, hvernig þetta eða hitt hefði átt að vera. Ef hann gerir þetta ekki, er gagnrýni hans neikvæð og kemur ekki að gagni, sem tilgangurinn hlýtur þó að vera. I þessari sömu andrá vil ég nefna eina teg- und leikdóma, sem er illa þokkuð, og það víð- ar en hér í Reykjavík. Það er hin svonefnda „kippukrítík", eins og leikhúsfólk nefnir hana. Hún er þannig konstrueruð, að nöfn all- margra leikenda eru talin upp í einum hóp — dregin upp á band, líkast þorskhausakippu á snæri, — og hljóta þessir allir eina sameigin- lega umsögn, eins og t. d. „Leikur þeirra var mjög góður að vanda“ eða „Öll sýndu þau þokkalegan leik.“ Maður spyr ósjálfrátt sjálf- an sig: „Hvernig mun óþokkalegur leikur þá fara á sviði?“ 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Dagskrá: tímarit um menningarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá: tímarit um menningarmál
https://timarit.is/publication/1059

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.